Samfylkingin tekur flugið

Mér finnst alveg frábært að lesa blogg þeirra í dag sem mest tjáðu sig um fallandi gengi Samfylkingarinnar eftir síðustu könnun Fréttablaðsins og Blaðsins. Björn Ingi Hrafnsson bloggar undir fyrirsögninni "Vinstri sveifla eða augljós skekkja" og veltir fyrir sér hvaða einstaki atburður hafi orðið til þess að gefa þessa niðurstöðu. Það var annað hljóð í honum um daginn.

Ég held að það hafi ekki verið neitt eitt sem orskar uppsveiflu Samfylkingar - ekki frekar en að einhver einn atburður hafi dregið svona alvarlega úr fylgi Framsóknar (og Sjálfstæðisflokksins). Það vakti að vísu athygli mína að Björn Ingi mætti í átakið "hreyfing fyrir alla" á blankskóm sem er ekki sérlega pró, en ég held að vantraust þjóðarinnar á Framsókn sé ekki bara því að kenna.

Ég held að þjóðin sé að átta sig á að ef það eiga að verða breytingar á stjórn landsins þá verður Samfylkingin að vera sterk. Samfylkingin hefur unnið heimavinnuna sína vel, líklega betur en nokkur annar flokkur. Góð dæmi um það eru Fagra Ísland, þar sem bent er á farsæla sáttaleið sem gefur engan afslátt af umhverfssjónarmiðum, og Nýja Atvinnulífið, tillögur Samfylkingarinnar um uppbyggingu nýju atvinnugreinanna. Þrjár þeirra sendi Samfylkingin í samkeppni stjórnmálaflokkanna á Sprotaþingi á dögunum - þær unnu 1. 2. og 3. sæti.

Það er heldur ekki ólíklegt að almenningur hafi tekið eftir frumkvæði Samfylkingarinnar til hjálpar þeim sem eiga um sárt að binda vegna vistar sinnar í Breiðavík og í Byrginu. Þegar kemur að umræðu um Byrgið er jafnframt ljóst að málið er Framsókn mjög erfitt - og reyndar Sjálfstæðisflokki líka. Upplýsingum sem stjórnarliðar höfðu undir höndum og hefðu átt að fá þá til að taka í taumana var stungið undir stól. Það eru ekki öll kurl komin til grafar í Byrgismálinu og nauðsynlegt að stjórnvöld verði látin axla ábyrgð sína í málinu. Mestu máli skiptir þó að konunum sem urðu fyrir misnotkun í Byrginu, og börnum þeirra, verði veitt hjálp strax.

Samfylkingin á mikið inni, flokkurinn hefur unnið gott starf í málefnum aldraðra og málefnum neytenda svo tvö stór mál séu nefnd. Í báðum þessum málum hafa Framsókn og Sjálfstæðisflokkur staðið sig skammarlega illa. Eitt gríðarlega mikilvægt mál sem stjórnarflokkarnir hafa náð aðdáunarverðu árangursleysi í eru jafnréttismálin. Fólki er að verða ljóst að þessir flokkar hafa engan raunverulegan áhuga á takast á við þau mál. Það gerist ekkert.
Nú er hins vegar tækifæri til að fá konu í forsætisráðherrastólinn. Konu sem breytti Reykjavík úr karlpólitískum bitlingabæ í menningarborg þar sem konur réðu jafn miklu og karlar.

Það er kominn tími til að breyta.


mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst á ný en fylgi Framsóknarflokks í lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Því miður þá er þetta draumaflug sem ekki verðr veruleiki.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 11.2.2007 kl. 16:36

2 identicon

Sigríður: Vertu ekki sár, það streyma niður tár...

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 16:47

3 Smámynd: Guðmundur Gunnarsson

Yfir þeim kaffibollum sem ég hef tekið undanfarna viku bar held ég nánast öllum saman um að það hafi ekkert verið að marka skoðanakönnunina hjá Blaðinu um síðustu helgi, það var svo margt sem einfaldlega stóðst ekki. Janfvel þó tekist hafi að fá einhverja til þess að tjá sig um könnunina í Blaðinu til þess að reyna að gera hana trúverðuga þá var hún það ekki. Verðum við ekki að gera meiri kröfur um skoðanakannanir?

Guðmundur Gunnarsson, 11.2.2007 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband