Mogginn kominn í kosningaham

Það er alveg frábært að sjá hinn rétta lit Moggans koma í ljós en þegar nálgast kosningar er hann sama flokksblaðið og hann var hér á árum áður. Það er greinilegt á forsíðunni í dag að málgagnið hefur ákveðið að reyna allt sem hægt er til að efla trúverðugleika ríkisstjórnarinnar.

Í fyrsta lagi tekst Málgagninu að skrifa fréttaágrip með stórri fyrirsögn um mögulegt eignarnám Landsvirkjunar á eignarlöndum og heimilum fólks við Þjórsá án þess að minnast orði á málshefjanda umræðunnar Björgvin G Sigðursson. Jónína og Einar segja eignarnám ekki koma til greina, segir Málgagnið en minnist ekki á Björgvin.

Það var af því að Björgvin, þingmaður Samfylkingarinnar, hélt hárbeitta ræðu í utandagskrárumræðu um stöðuna á virkjanamálum við Þjórsá og spurði umhverfisráðherra óþægilegra spurninga um þetta mál sem þessi svör voru dregin upp úr henni. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem ekki hefur alltaf gegnið í takt við hina (sundurlyndi?) tók svo undir orð umhverfisráðherra.

Ritstjórn Moggans fannst þó ekki nóg að gert á forsíðu dagsins að svipta þingmann Samfylkingar allri umræðu um afar merkilegt mál heldur býr til "frétt" undir fyrirsögninni Sundurlyndi Samfylkingar. Þegar "fréttin" er lesin er ekkert þar sem er þess virði að kalla frétt. Þvert á móti er þetta einhver eymingjalegasti áróðurstexti sem ég hef lengi séð á forsíðu Moggans.

Sú frétt er merkt verðlaunablaðakonunni Agnesi Bragadóttur sem löngum hefur verið sporlétt að sinna erindum ritstjórans. Það er slæmt því hún er, þegar sá er gállinn á henni einn besti blaðamaður landsins. Fréttin á forsíðunni er hins vegar eins og eftir lærling og hæfði betur í slúðurdálki.

"Það eru því ekki áhyggjurnar af því að Alcan sé á útleið sem eru að þvælast fyrir Lúðvík Geirssyni" segir verðlaunablaðakonan á einum stað og á öðrum stað er líkt og hún vitni í einhvern "...samkvæmt mínum upplýsingum..." en getur þess ekki hvern. Engu líkar er en að greinin öll sé einhvers konar dagbókarfærsla blaðamanns, eða skýrsla til húsbónda síns.

Fussum svei! Ég vissi að Sjálfstæðisflokkurinn stendur illa en að hann standi svo höllum fæti að Mogginn þurfi að beita fyrir sig svona fornaldarvinnubrögðum í anda gömlu flokksblaðanna - það vissi ég ekki. Þegar vel er að gáð eru það hins vegar fréttir dagsins af forsíðu Moggans.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

En er þá ekki lausnin fyrir Samfylkinguna að taka upp samhæfða umfjöllun og yfirlýsingar út á við?  Sbr. litla bloggið mitt hér?

Baldvin Jónsson, 23.2.2007 kl. 11:44

2 Smámynd: Eygló Þóra Harðardóttir

Þú mátt ekki heldur gleyma upphafsmanninum að mótmælunum við Þjórsár, sjálfur Bjarni Harðar.  Hoppaði Björgvin ekki bara á þetta eftir að hann tók eftir öllum þeim fjölda sem hafði mætt fyrst á útifundinn hans Bjarna og svo í Árnesið?

Eygló Þóra Harðardóttir, 23.2.2007 kl. 12:51

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Pennavinir mínir Gísli og Eygló, takk fyrir innlitið. Gísli minn, þú verður dularfyllri með hverri athugasemd, ekki nóg með að þú sért núna farinn að gera mig að "frjálslyndum hægrimanni" heldur ertu nú farinn að skrifa um klósettþrif af yfirgripsmikilli vanþekkingu. Og Eygló, Bjarni Harðar og Urriðafoss fundurinn var býsna desperat prófkjörstrikk, sem kannski virkaði, en maðurinn hefur ekki sagt orð sem mark er á takandi í umræðunni síðan.

Að gefa í skyn að Björgvin hafi "hoppað" á prófkjörsbrellu desperat framsóknarmanns er auðvitað fráleitt og bendir til að þú hafir eitthvað dottið á milli þúfna. Bendi þér t.d. á ágæta grein Björgvins frá því í desember um virkjanir í Þjórsá og yfirgang Landsvirkjunar. Ekki dettur mér samt í hug að halda að Bjarni hafi endilega fengið hugmyndina þar. Það væri ekki sæmandi.

Dofri Hermannsson, 23.2.2007 kl. 14:21

4 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sæll Gísli, það eru einmitt andstæðurnar sem gera frasann "yfirgripsmikil vanþekking" skemmtilegan og þegar ég talaði um hófsama hægri menn sem gætu vel hugsað sér að kjósa Samfylkinguna þá var ég auðvitað að tala um skynsama menn eins og þig sem fram að þessu hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn en sjá - eftir að hafa skoðað það ofan í kjölinn - að Samfylkingin hefur miklu meiri áhuga, metnað og skarpari sýn í mikilvægum málum eins og efnahagsmálum, atvinnumálum, samgöngumálum að ekki sé talað um velferðarmál, jafnréttismál og umhverfismál.

Kv. Dofri

Dofri Hermannsson, 23.2.2007 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband