Skammsýni orkufyrirtækjanna

EF við viljum byggja til framtíðar á hreinni ímynd landsins, vel menntuðu fólki, sköpunarkrafti og góðum tengslum við umheiminn þá er þetta mun heppilegri iðnaður en áliðnaðurinn.

Heimurinn allur leggur nú kapp á að menga minna - enda ærin ástæða til. Í þessari stöðu felast mikil tækifæri fyrir fámenna þjóð sem vill byggja upp umhverfisvæna ímynd. Við eigum t.d. mun auðveldara með það en flestar aðrar þjóðir að gera sjálfbært orkusamfélag að raunveruleika.

Þau fyrirtæki sem við veljum til að koma hingað með sína starfsemi ættum við sömuleiðis að velja með tilliti til þess hvernig þau falla að þeirri ímynd sem við viljum byggja upp og viðhalda.

Nú hlaupa álfyrirtæki um allar þorpa grundir í kapphlaupi um gerð "fyrirvarasamninga" við orkufyrirtæki landsins. Aðalástæða kapphlaupsins eru mengunarheimildir ríkisins. Það fyrirtæki sem komið verður lengst þegar þeim verður úthlutað fær allan pottinn.

Fyrir vikið eru orkufyrirtækin búin að festa í þessum fyrirvarasamningum alla virkjanlega orku næstu áratuga. Stjórnvöld og við, fólkið í landinu, fáum engu að ráða um hvaða fyrirtæki það eru sem orkufyrirtækin semja við. Samt eru þetta nú okkar orkulindir og okkar orðspor sem þjóðar.

Við höfum verið eitt af örfáum löndum á lista fyrirtækisins Hemlock Semiconductor Corporation yfir heppilega staðsetningu fyrir stóra verksmiðju sem framleiðir kristalla í sólarrafhlöður. Mengunarfrír iðnaður en þarf mikla orku.

Orkufyrirtækin eru hins vegar í skammsýni sinni búin að lofa allri virkjanlegri orku í fyrirvarasamningum við álbræðslurisana til að þjóna þeim í kapphlaupinu um ókeypis losunarheimildir.

Ísland er því að detta út af lista Hemlock sem heppileg staðsetning.


mbl.is Ísland hentar vel fyrir rekstur netþjónabúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Já, sjálfbært orkusamfélag, það er málið.

María Kristjánsdóttir, 21.6.2007 kl. 09:27

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sæll Dofri,

Ég held að eina leiðin til að koma í veg fyrir að öll virkjanleg orka verði seld með afslætti til áliðnaðar sé sú, að Samfylkingin standi við þá yfirlýsingu sem gefin var fyrir kosningar, að virkjanir fyrir stóriðju ættu að fara í verkefnafjármögnun eða stofnuð yrðu um þær sérstök fyrirtæki án opinberrar ábyrgðar. Ég vona að þið tryggið að þetta verði gert.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.6.2007 kl. 11:27

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Enginn iðnaður er mengunarfrír Dofri þó þeir mengi mismikið. Allra síst efnaiðnaður. 

http://www.scorecard.org/env-releases/facility.tcl?tri_id=48626HMLCK12334#major_chemical_releases

Guðmundur Ragnar Björnsson, 22.6.2007 kl. 07:03

4 Smámynd: Karl Tómasson

Já þetta er ótrúlegt kapphlaup Dofri.

Karl Tómasson, 23.6.2007 kl. 20:17

5 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Það er búið að gjaldfella landið verulega hvað sem hverjum finnst.  Ísland sem losunarkosturer náttúrulega bara brandari.  Það er stutt í fínerís þingmanninn Vladimir Chirinovski (eða hvað hann heitir) með Ísland sem ruslahaug fyrir eiturefnaúrgang. 

Meira segja mér er farið að blöskra þetta stóriðjukapphlaup. 

Keep up the ...

en leyfðu mér samt að keyra benzínbílinn minn áfram, verð svo þreyttur í fótunum af öllu labbinu...

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 24.6.2007 kl. 09:48

6 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Gott að vita að það sé enn von með Fagra Ísland. Össur, Ingibjörg og nú þú hafið ítrekað hina möguleikana. Netþjónabú, þessa hugmynd og fleiri. En ég hef aldrei skilið hvernig áliðnaðurinn fær sjálfkrafa að menga? Hvers vegna hefur mengunarkvóti Íslands aldrei verið hluti af umræðunni? Af hverju fá þau fyrirtæki sem koma næst með álver, sjálfkrafa að nýta þennan kvóta?

Vonandi eruð þið í Samfylkingunni bara að fara Þrengslin gagnvart Sjálfstæðisflokknum. 

Ævar Rafn Kjartansson, 4.7.2007 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband