Til hvers įlbręšslu ķ Helguvķk?

Ég er einn žeirra sem į erfitt meš aš skilja rökin fyrir įlbręšslu ķ Helguvķk. Į nęstu 10 įrum er gert rįš fyrir um 2000 nżjum störfum viš Flugstöšina og żmis starfsemi į gamla Vellinum mun skapa fjölda starfa viš allt milli himins og jaršar.

Eins og fréttir herma er fólki mjög aš fjölga į Sušurnesjum. Žar kemur margt til, t.d. fjölgun starfa viš Flugstöšina og nż starfsemi į Vellinum en lķka sś stašreynd aš meš bęttum samgöngum og hękkandi hśsnęšisverši ķ Reykjavķk eru Sušurnesin aš verša įkjósanlegt svęši aš bśa į jafnvel žótt önnur fyrirvinna heimilisins vinni į höfušborgarsvęšinu. 

buferlaflutningar102007

Atvinnusvęšiš er aš verša eitt og hiš sama allt frį Borgarfirši til Selfoss og Sušurnesja.

Reykjanes er stórbrotiš nįttśrusvęši og bżšur upp į ótal möguleika sem śtivistarsvęši. Hópur fólks sem žekkir vel til svęšisins heldur śti heimasķšunni www.ferlir.is en heimasķšan er mikill fróšleiksbrunnur um Reykjanesiš, nįttśru žess og menningarminjar. 

Žessi miklu veršmęti bķša žess eins aš verša uppgötvašar af almenningi og feršažjónustuašilum. Fyrir feršažjónustuna er ę mikilvęgara aš geta bošiš upp į dagsferšir ķ fjölbreytta og stórbrotna nįttśru. Reykjanes, nįttśra žess og saga er hin sanna aušlind žessa svęšis.

Įlbręšsla ķ Helguvķk myndi aš kosta lķnulagnir eftir endilöngu Reykjanesi og hvort sem žęr verša lagšar ķ loft eša plęgšar nišur ķ jörš munu žęr stórskemma svęšiš sem śtivistarsvęši og möguleika žess sem eldfjallažjóšgaršs. 

Įlbręšsla ķ Helguvķk myndi einnig kosta afar umdeildar virkjanir ķ nešri Žjórsį og eyšileggingu į Urrišafossi, einum vatnsmesta fossi landsins. Ekki er ólķklegt aš einu fjölbreyttasta hverasvęši landsins viš Ölkelduhįls žurfi lķka aš fórna ef af verksmišjunni veršur.

Įlbręšsla ķ Helguvķk myndi žurfa vinnuafl sem ekki er til stašar į svęšinu. Margir óttast rušnings- og žensluįhrif į Sušurnesjum vegna žessa og aš svęšiš muni hafa slęm įhrif į byggšažróun į Sušurlandi. Ljóst er aš viš nśverandi ašstęšur hefši verksmišjan slęm įhrif į hagkerfiš og żtti enn undir ženslu į svęši sem er nógu žaniš fyrir.

Įlbręšsla ķ Helguvķk viršist žvķ ekki vera žaš hagsmunamįl fyrir ķbśa į Sušurnesjum sem af er lįtiš. Žvert į móti mį fęra fyrir žvķ gild rök aš įlbręšslan ógni mikilvęgum hagsmunum į svęšinu.

Įlbręšsla ķ Helguvķk gęti hins vegar veriš stórt pólitķskt hagsmunamįl fyrir Įrna Sigfśsson, bęjarstjóra. Hann viršist ętla aš gera įlbręšslu ķ Helguvķk aš tįknmynd fyrir sjįlfan sig sem stjórnmįlamann, verksmišjan į aš verša minnisvarši um hann sem bęjarstjóra og žarf aš rķsa įšur en bošaš veršur til žingkosninga nęst.

Žaš var umhugsunarefni aš bęjarstjórinn skyldi ķ vor neita ķbśum um aš kjósa um žetta mįl. Žaš er varhugavert žegar pólitķskir hagsmunir valdhafa fara ekki saman meš hagsmunum ķbśanna. 

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband