Að éta gæðingana

Langafi átti hest á fyrri hluta síðustu aldar sem var afburða gæðingur. Þátt frá Kleifum. Hann gaf honum alltaf grænustu tugguna sem til var og lét kýrnar mæta afgangi ef ekki var nóg til. Þetta þótti ekki til eftirbreytni.

Á þeim tíma þóttu þeir ekki miklir búmenn sem vildu rækta íslenska hestinn sem reiðhest. Allir vissu að hesturinn var fyrst og fremst þarfadrjúgur sem dráttarklár, burðardýr og nauðsynlegur til að komast á milli staða.

Þeir sem höfðu auga fyrir reiðhestseiginleikum hans þóttu eiginlega hálfgerðir ónytjungar enda ánægja af ferðalagi á hesti bara lúxus sem uppskafningar leyfðu sér. Óttalegt óeðli. Hestur er eins á bragðið hvort sem hann hleypur hratt eða hægt, segir hin sísvanga nytjahyggja.

Þeir höfðu betur sem vildu rækta gæðinginn í íslenska hestinum frekar en kjötið. Nú stunda tugir, jafnvel hundruð þúsunda reiðmennsku sér til ánægju og yndisauka, þúsundir hafa af honum atvinnu hér heima og erlendis og á Hólum í Hjaltadal hefur verið byggður upp háskóli sem sérhæfir sig í að kenna heiminum að rækta, temja og nota íslenska hestinn.

Fram til þessa hafa hinir sísvöngu slátrarar ráðið ferðinni í því hvernig við metum landið okkar. Þeim finnst fallegir staðir svo sem fínir en óttalegt pjatt. Maður étur ekki foss eða hver! "Af einhverju verðum við að lifa" segja sveitastjórar í útjaðri höfuðborgarsvæðisins moldugir um munninn af því að grafa upp frosnar rætur sér til lífsviðurværis. Eða hvað?

Þetta viðhorf er að hverfa. Jafnvel fólkið í röðunum fyrir utan leikfangabúðirnar sér hvað þetta er galið - að eyðileggja verðmætin í fagurri náttúru okkar til að leggja enn eina háspennulínuna í enn eina álbræðsluna. Sem allar eru innan við hálftíma aksturs frá Toys R us!

Rétt eins og íslenski hesturinn er náttúra landsins verðmætari á fæti um alla framtíð en sem saðning í eitt skipti. Slátrararnir eru á útleið. Við þurfum ekki að éta gæðingana.


mbl.is Óábyrgt að halda áfram með Bitruvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góður pistill

Jónína Dúadóttir, 20.11.2007 kl. 07:46

2 identicon

Takk fyrir gódan pistil! Thar sem baedi hestar og náttúra eru adaláhugamál hjá mér thá er ég hjartanlega sammála thessu! Hins vegar ég er alveg medvitud um ad adrir geta haft adra skodun. En thad snýst ekki bara um hvad okkur finnst ídag - alveg eins og thú segir Dofri - vidhorfid til hestsins hefur breyst - vid verdum líka ad hugsa um komandi kynslódir og vardveita náttúruna. Einnig their sem hafa engan áhuga á séríslenska náttúru eru ábyrgir fyrir ad skemma hana ekki thannig ad hún verdur ekki endurheimt.

Petra Mazetti (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 15:45

3 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Langafi þinn sem gaf hesti til skemmtireiðar tugguna frekar en kúnum hlýtur að hafa verið vel efnaður og fjölskyldan haft nóg að bíta og brenna þrátt fyrir þetta hobbý karlsins. 

Hafi því verið öðruvísi farið hefur vantað eitthvað uppá að hann væri með fullum fimm.  Þorri samferðamanna langafa þíns  á dró fram lífið við þröngan kost og þurfti því að borða kjötið frekar en að ala það til að hoppa á um koppa grundir.

Það þarf  að mylja a.m.k. 200 hektara af hrauni þegar farið í að tvöfalda þjóðveginn austur fyrir fjall, en það eru ekki línur.

Tryggvi L. Skjaldarson, 22.11.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband