Bæjarstjórinn á Ísafirði slær nýjan tón í umræðu um olíuhreinsunarstöð

Bæjarstjórinn hvetur til bjartsýni og að menn hengi sig ekki á eina hugmynd og tali svo sjálfa sig og sveitunga sína niður í svartasta myrkur ef sú hugmynd verður ekki að veruleika.

„Ég varaði við því strax í vor að umræðan mætti ekki þróast í þessa átt. Það má ekki stóla á olíuhreinsunarstöð og það ekki hægt því hún er enn mjög fjarlæg og mjög óvíst hvort nokkuð verði af byggingu hennar. Það hefur ekkert með framtíðarbyggð á Vestfjörðum að gera hvort olíuhreinsistöð verði byggð eða ekki.“  

"Svona eiga sýslumenn að vera" er stundum sagt og mér finnst það eiga við núna. Að ekki sé talað um bæjarstjóra. Gott mál! Ég er sannfærður um að Vestfirðir eiga bjartari framtíð fyrir höndum og það verður ekki olíuhreinsistöð að þakka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna í ósköpunum er þú að fárast yfir því þó að reisa eigi hátækni olíuhreinsistöð á Vestfjörðum?  Hvað kemur þetta eiginlega við??  Hví ert þú með þessa forsjárhyggju?   Og hvað þykist þú vita um hvað sé Vestfirðingum fyrir bestu??? 

Það er ráðgert að 500 manns fái vinnu þarna, en þar að auki verður til 1,5 starf til viðbótar við þau 500 störf sem verða til í olíuhreinsitöðinni sjálfri. 

Hvernig getur þú verið dómbær á hvað sé hinum dreifðu byggðum fyrir bestu þegar þú situr í makindum í einskonar fílabeinsturni suður í Reykjavík og nýtur þeirra alsnægta sem Höfuðborgarsvæðið býður upp á, en íbúar hinnar dreifðu byggða geta ekki notið sökum byggðaeyðingarstefnu núverandi stjórnvalda. 

Ekki ætlar Össur samflokksmaður þinn að beita sér fyrir því að gagnavinnslustöðvar rísi á landsbyggðinni, nei, þær eiga að rísa á Suð-Vesturhorninu. 

Ekki ætlar Samfylkingin að stuðla að eflingu byggðar með stefnu sinni um "Fagra Ísland" sem gengur út á að Ísland verði borgríki og að engar stórframkvæmdir verði framar á landsbyggðinni, heldur á að gera landsbyggðina að einum allsherjar þjóðgarði og byggðasafni sem einungis er opinn ca. 3 mánuði á ári. 

Dofri, þú verður að skilja og virða það að Vestfirðingar eru harðduglegt fólk sem tilbúið er að vinna "manual labor" störf á vinnustað á borð við olíuhreinsistöð.

Hafðu ekki áhyggjur af mengun þarnar fyrir vestan, líttu þér nær og hafðu heldur áhyggjur af allri menguninni sem stórborg eins og Höfuðborgarsvæðið býður upp á.  Þú er varaborgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Samfylkinguna og beittu þér heldur fyrir vaxandi mengun þar.

Auðólfur Sigurgeirsson (að austan) (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæll Dofri.

Ég er hjartanlega sammála þér og vil þakka þér fyrir að leggja orð í belg. Þó svo að þeir í Vesturbyggð vilji láta sem það séu allir á einu máli um ágæti olíhreinsistöðvar á Vesturbyggð, þá er það alls ekki þannig. Hinn þögli meirihluti er bara ekki vaknaður, held ég. ´Fólk trúir því ekki að þetta sé að verða að veruleika og því eru ekki komin fram formleg mótmæli við þessu. En það kemur, vittu til.

Ég veit um fjölda fólks - innan og utan Vestfjarða - sem er í öngum sínum yfir tilhugsuninni um svona ferlíki í einum fegursta firði landsins - því svo sannarlega geta bæði Arnarfjörður og Dýrafjörður talist með fegurstu stöðum landsins.

 Baráttukveðjur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 8.1.2008 kl. 22:15

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

... á Vestfjörðum ... átti þetta nú að vera í 2. línu ... var að eins of fljót á takkaborðinu 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 8.1.2008 kl. 22:17

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Halló....trúir því einhver að olíuhreinsistöð rísi á Vestfjörðum ?? Ég sé ekki betur en smátt og smátt geri menn sér grein fyrir því. Það eru aðeins nokkrir dagar síðan bent var á að þarna lokist vegna hafísa með reglulegum hætti og fámennið á svæðinu geri það útilokað að þarna verði reist slík fyrirbæri. Ég held að menn séu að tala sig frá vanda Vestfjarða með þessu og þetta er afar skynsamleg útspil bæjarstjórans sem gerir sér grein fyrir stöðunni.

Og að lokum...undarlegt með hann Jón Kristófer vin minn....öll stóriðja og meira segja tal um hana er Samfylkingunni að kenna Ég td kannast ekki við það að við í Samfylkingunni á Akureyri hyggjumst reisa kjarnorkuver í Eyjafirði sem dæmi.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.1.2008 kl. 23:11

5 Smámynd: Dofri Hermannsson

Ansans! Ég sé núna að vonir mínar um að bæjarstjórinn í Vesturbyggð hefði strengt þess heit að temja sér meiri kurteisi eru líklega byggðar á sandi!

Dofri Hermannsson, 9.1.2008 kl. 07:04

6 Smámynd: Sigurður Hrellir

Er ekki kominn tími til að kasta grænu neti yfir iðnaðarráðherrann og bjarga heiðri  Samfylkingarinnar í umhverfismálum? Reyndar byrjar Össur nýja árið með eintómum fýlubombum gefur ekki góð fyrirheit um það sem koma skal.

Sigurður Hrellir, 9.1.2008 kl. 10:23

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Líklega fer að styttast í að alþjóðleg samfélagsvísindi uppgötvi og skilgreini nýtt heilkenni; íslenska heilkennið.

"Engin starfsemi er svo andstyggileg og heilsuspillandi að hún sé ekki velkomin til Íslands ef hún skapar STÖRF."

Árni Gunnarsson, 9.1.2008 kl. 14:58

8 identicon

Ragnar minn. Þú ferð mikinn og kallar Dofra lygara og telur það jafnvel varða við lög að segja frá því að huldumenn þurfi að biðja aðra um að fjármagna rannsóknir fyrir sig.

Ég efast reyndar um að það varði við lög að draga ályktanir um fjárhagsstöðu huldumanna en það væri kannski rétt að þeir kærðu 24 stundir og Dofra fyrir þetta, því þá fengju Vestfirðingar loks að vita hverjir huldumennirnir eru og hvers vegna þeir taka ekki upp sín þykku veski til að borga þessar rannsóknir. 

Ingi (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 01:43

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Einmitt, Árni...  hárrétt. Skapa störf. Það virðist vera eini tilgangurinn með stóriðjudraumum sumra Íslendinga.  En störf fyrir hverja? Íslendinga? Vestfirðinga? Nei, ég held ekki. Og hverju á að fórna fyrir störf handa útlendingum? Ómetanlegri, ósnortinni íslenskri náttúru. Okkar einstaka, hreina lofti.

Ég mótmæli harðlega. Ég er ekki til í að fórna íslenskri náttúru og okkar hreina lofti fyrir störf til handa útlendingum. Og það hvarflar ekki að mér að biðjast afsökunar á því.

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.1.2008 kl. 02:09

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Athygliverð umræða. Merkilegt að þeir sem harðast berjast fyrir olíuhreinsunarstöð skuli ávallt þurfa að tiltaka að þetta sé "hátækni" olíuhreinsunarstöð.

Nú er í sjálfu sér fínt að byggja upp atvinnu svo framarlega sem ríkið þarf ekki að borga brúsann. Vandinn við olíuhreinsunarstöð er hins vegar hættan á mengunarslysum, sem gætu haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Er þetta nokkuð flóknara en það?

Þorsteinn Siglaugsson, 10.1.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband