Óvægið aðdráttarafl

Það er auðvitað gaman að velta fyrir sér hvern Sjálfstæðisflokkurinn velur að lokum til að verða borgarstjóri þegar Ólafur F er búinn með tímann sem hann fékk úthlutað fyrir að vera memm.

Hitt er þó ekki síður athyglisvert - að skoða niðurstöður fylgiskönnunarinnar. Einna mesta athygli vekur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur orðið harkalega fyrir barðinu á aðdráttaraflinu og nálgast botninn með vaxandi hraða. Er kominn niður í 31,4%.

Samfylkingin er hins vegar á mikilli siglingu þrátt fyrir að vera ekki lengur í meirihluta. Ef kosið væri í dag segjast 47,6% myndu kjósa Samfylkinguna. Takk fyrir það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband