Og baráttan um borgarstjórastólinn rétt að hefjast!

Hvaða áhrif ætli innbyrðis átök þeirra Hönnu Birnu, Gísla Marteins, Júlíusar Vífils og Villa um borgarstjórastólinn muni gera fyrir traust almennings? Það eru enn nokkrir tölustafir niður í núllið.

Annars er áhugavert að spá í hvað næsti borgarstjóri muni hafa mörg atkvæði á bak við sig þegar þar að kemur. Það eru alls 14 borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar sem hafa atkvæðisrétt, þar af munu a.m.k. 4 vera í kjöri. Reiknum með að þeir kjósi allir sjálfa sig og þá eru 10 atkvæði eftir. 2, 3 og 3?

Þá þyrfti að kjósa aftur!


mbl.is Aðeins 9% treysta borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun er fylgi við núverandi borgarstjórn Reykjavíkur 9 %    
Niðurrifið virðis ganga nokkuð vel og alveg hjálparlaust af hálfu utanðkomandi. 

Sævar Helgason, 29.2.2008 kl. 21:24

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er skondið ástand.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.2.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er mjög dapurlegt ástand, markar þáttaskil í sögu Reykjavíkurborgar. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.3.2008 kl. 00:11

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Formaður og varaformaður tóku fullan þátt í niðurrifinu með fundarhöldum sínum með sexmenningunum og lögðu þar með grunninn að einnar tölu fylginu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.3.2008 kl. 09:22

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

það eru rúm 2.ár í kosningar. reykvíkingar eiga það skylið að ekki verði frekari breytingar í borgarstjórn - hanna birna tekur við af ólafi og verður það væntanlega áfram eftir næstu kosningar

Óðinn Þórisson, 1.3.2008 kl. 11:42

6 Smámynd: Dofri Hermannsson

Eitt gleymist - hvað á Ólafur F mikið af þessum 9%?

Eru Villi og sexmenningarnir kannski bara með 1, 2, 3 eða 4%? 

Dofri Hermannsson, 1.3.2008 kl. 14:23

7 Smámynd: Gísli Hjálmar

... sagði ekki Hanna Marteinn, núna fyrir örfáum dögum, að það bæri að virða það "lýðræðislega" prófkjör sem búið væri að fara fram. Allt annað væri skrumskæling á lýðræði, ha?

Gísli Hjálmar , 1.3.2008 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband