29.4.2008 | 09:46
Náttúruverndaráherslur inn í stjórn Landsvirkjunar
Það er gott að Samfylkingin vilji efla sjónarmið náttúruverndar í stjórn Landsvirkjunar en án efa var það hugsunin að baki tilnefningu Björgólfs í stjórnina. Þetta hefur hins vegar ekki mælst vel fyrir innan Landverndar og ákvörðun Björgólfs því skiljanleg. Eflaust finnur Samfylkingin annan sterkan náttúruverndarmann í staðinn.
Stjórn Landsvirkjunar þarf að fara í stefnumótunarvinnu þar sem samfélagsábyrgð og siðferði er gert hærra undir höfði. Ef til vill finnst mörgum fyrirtækið hafa staðið sig með prýði, umgengni þess á framkvæmdastöðum sé til fyrirmyndar og það er á margan hátt rétt.
Hins vegar hefur framganga fyrirtækisins iðulega verið hörð, allt að því ófyrirleitin, gagnvart sjónarmiðum náttúruverndar og landeigenda. Það er ansi hart að fyrirtæki í samfélagseigu skuli ganga þannig fram gagnvart þegnum landsins.
Þær fréttir berast nú frá landeigendum við Þjórsá að þar hóti Landsvirkjun þeim sem ekki vilja semja eignarnámi. Fyrirtækið mun hafa tímasett undirbúningsaðgerðir á jörðum fólks sem hefur lýst því yfir að það vilji ekki undir nokkrum kringumstæðum selja land sitt.
Þeir sem stjórna fyrirtækinu ættu ekki að láta svona viðgangast.
Tekur ekki sæti í varastjórn Landsvirkjunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Samfylkingin þarf að skilrgreina og móta stefnu sína betur.Það er vissulega erfitt í stórum flokki en samt nauðsynlegt .Einsog staðan er núna er talað þannig að ríkið eigi að taka sem mest af landi og orkulindum jafnvel með þjóðnýtingu án þess að bætur komi fyrir, í hinu orðinu er talað um rétt landeigenda.Þjóðlendulögin sem eru sérlög sem sett voru til að ríkið gæti hirt land af fátækum bændum sem hafa ekki fjármagn til að bera hönd fyrir höfuð sér eru skýrt dæmi um feluleik stjórnvalda til að þjóðnýta land.Þegar dómur mannréttindadómstóls Evrópu , um valdníðslu Alþingis og Hæstaréttar kemur, er hætt við að hrikti í stoðkerfi íslenska ríkisins.En það er fagnaðarefni að Dofri Hermannsson ætlar að berjast fyrir réttindum landeigenda.Lögin um þjóðnýtingu lands eiga að sjálfsögðu ekki við þegar orkan er seld til þriðja aðila í einkaeigu.
Sigurgeir Jónsson, 29.4.2008 kl. 10:58
Thad er mikilvægt ad hafa sterkan náttúrverndartalsmann í stjórn landsvirkjunar en thar hafa setid lýdrædislega kjörnir thingmenn, sumir med sterka náttúruverndarsýn.
Thad er óheppilegt ad fulltrúi náttúruverndarsjónarmida í svona stjórn sé samtímis í forsvari fyrir frjáls félagasamtök um náttúruvernd. Thad gefur hugmyndum um hugsanleg mútur og spillingu allt of mikinn byr, madur eda kona í thannig stödu væri aldrei frjáls undan slíkum dylgjum thó dylgjur væru og thad væri ekki til thess fallid ad styrkja náttúruverndarsjónarmid í heild sinni á vettvangi ákvardanatöku.
Ég thekki ekki framgöngu forsvarsmanna landsvirkjunar af eigin raun en hef audvitad fylgst med fjölmidlaumfjöllun um háttalag thar sem hrædsluáródri er beitt. Thad styrkir enn frekar skodun mína um ad thad sé betra ad hafa sterka og ósvikula fulltrúa med skýra pólitíska náttúruverndarsýn í stjórn landsvirkjunar sem mótvægi vid adra sem ekki hafa slíka innistædu á sálinni.
Á medan ad landsvirkjun er ríkisfyrirtæki eiga fulltrúar í stjórn ad vera stjórnmálamenn, their eiga ekki ad fría sig skodunum. Their eru kosnir til ad hafa skodanir og beita sjónarmidum sínum í mikilvægri ákvardanatöku er vardar almenning. Og hana nú!
Anna Karlsdóttir, 29.4.2008 kl. 11:39
Hver er tilgangur Samfylkingarinnar með því að setja formann Landverndar inn í varastjórn Landsvirkjunnar?
Dofri Hermannsson segir hér að ofan að Björgólfur Thorsteinsson hafi verið skipaður af Samfylkingunni í varastjórn Landsvirkjunnar. Í framhaldinu er eðlilegt að spyrja hvaða áhrif hafa varamenn á ákvarðanir stjórnar? Svarið er einfalt - engar.
Umhverfisráðherra Samfylkingarinnar var harðlega gagnrýnd af Landvernd fyrir úrskurð sinn varðandi umhverfismat Helguvíkurálvers og tengdra framkvæmda. Það er því þeim mun undarlegara að Samfylkingin skuli sækja inn í þessar raðir eftir áhrifalausum fulltrúa í varastjórn Landsvirkjunnar.
Eina skýringin er sú að Samfylkingin ætlaði með þessu móti að grænþvo bæði flokkin og Landsvirkjun með einni og sömu sápunni.Ég vil einnig mótmæla að Landvernd sé gerð með þessum hætti leppur fyrir stefnu Samfylkingarinnar í umhverfis og náttúruverndarmálum.
Gísli Árnason (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 20:36
Þetta er misskilningur hjá Gísla að varamenn hafi engin áhrif. Sjálfur var ég varamaður í stjórn Landsvirkjunar um stutta stund og sat einn fund. Á þeim fundi flutti ég tillögu um að Landsvirkjun byðist til að kosta það sem upp á vantar til að rannsaka verndargildi háhitasvæðanna á Íslandi. Sú tillaga var samþykkt og forstjóra var falið að hafa samband við þar til bær yfirvöld um málið.
Björgólfur er hagfræðingur sem hefur reynslu af fyrirtækjaráðgjöf og stefnumótun. Auk þessa hefði reynsla hans af störfum í náttúru- og umhverfisvernd og þekking á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar nýst vel við að endurskoða stefnu Landsvirkjunar sem ábyrgs fyrirtækis í samfélagslegri eigu.
Gallinn við samsæriskommakenningar eins og Gísla er að þær eru ekki ályktun dregin af staðreyndum sem fyrir liggja heldur eru þær settar fram til að styðja þá skoðun sem höfundur þeirra er á. Gef honum samt prik fyrir grænsápuna.
Dofri Hermannsson, 29.4.2008 kl. 21:45
Hættan við aðild forystumanna frjálsra náttúruverndarsamtaka að stjórnum virkjana- og stóriðjufyrirtækja er sú að hún skapi óhreint andrúmsloft og tortryggni, sama hve fær og einlægur viðkomandi er.
Dæmi um þetta hefur mátt sjá í Bandaríkjunum þar sem þessir tveir pólar hafa stundum ruglað saman reitum sínum á þennan hátt. Til dæmis fékk orðstír náttúruverndarsamtaka fékk á sig óvissu við það að þau ættu aðild að Alcoa.
Og náttúruverndarsamtökin voru vænd um það að bæta með þessu ímynd Alcoa án þess að fá í raun nokkuð í staðinn.
Mig grunar að sá fulltrúi hafi staðið á bak við beiðni sem ég fékk um áramótin 2002-03 um að senda heimildarmynd um virkjunina vestur sem hægt væri að dreifa meðal stjórnarmanna á fundinum þar sem Kárahnjúkavirkjun fékk grænt ljós.
Kannski hefði það aldrei fengist í gegn nema fyrir aðild að stjórninni en aldrei verður eitt eða neitt sannað í því máli. Í jafn stórum flokki og Samfylkingunni á að vera hægt að finna grænan fulltrúa úr hópi flokksmanna sem gegnt getur hlutverki varðar íslenskrar náttúru.
Ómar Ragnarsson, 29.4.2008 kl. 22:38
Mér finnst ekkert athugavert að Björgúlfur taki sæti sem varamaður í Landsvirkjun. Eru ekki ýmsir í stjórn Landsvirkjunar sem hafa aðra sýn á virkjanamálin, eru tortryggnir að þessir hlutir gangi upp, o.s.frv. Hefur t.d. Álfheiður ekki með djarfmannlegum spurningum varpað fram ýmsum nýjum sjónarmiðum með mjög ákveðnum spurningum? Fulltrúar í stjórn fyrirtækis eiga margfalt betri aðgang að öllum innri upplýsingum sem okkur hinum er hulið.
Á dögunum fékk eg ársskýrslu Landsvirkjunar fyrir árið 2007 í hendur. Þó svo eg telji mig vart nema rétt rúmlega stautfæran á svona talnalesningu þá finnst mér ýms atriði sem þarfnast nánari skýringar fyrir íslenskan almenning. Mjög gott hefði verið að fá hagfræðing að rýna í þessi mál og leggja út af þeim.
Sérstök ástæða er einnig til að skoða árskýrslur Impregilo. Gengi hlutabréfa þessa fyrirtækis hefur verið á miklu flökti, ýmist upp eða niður. Kapítalisminn hefur þann kost, að fyrirtæki sem eru á markaði verða að leggja öll gögn á borðið. Allir hluthafar og þeir sem vilja skoða hagkvæmni fyrirtækja eiga að hafa jafnan rétt. Til að komast almennilega inn í þessa fróðleiksnámu þarf maður að vera dálítið sjóaður í ítölsku sem eg er því miður ekki.
Tek undir orð Ómars að oft veldur aðild óþarfa tortryggni. Þar kann einnig að felast ýmsar freistingar sem alltaf einhverjir falla fyrir. En þegar fagleg sjonarmið fá að ráða og stjórnmálamenn nái ekki að grípa fram fyrir hendurnar á fagfólkinu þá ætti ekki að vera nein veruleg hætta á ferðum. Því miður er það oft svo að stjórnmálamenn taka umdeilda ákvörðun án þess að góðar og viðurkenndar faglegar forsendur liggja að baki þeirri ákvarðanatöku.
Þá er nefnilega djöfullinn laus!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 30.4.2008 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.