Mentor hlaut Vaxtarsprotann 2008

Sproti_Smaller_RGB_JPEGÍ morgun afhentu Samtök Iðnaðarins Vaxtarsprotann, viðurkenningu fyrir góðan vöxt sprotafyrirtækja.

Fjögur fyrirtæki voru tilnefnd að þessu sinni og þau voru, auk Mentors, Betware, Kine og Valka.  

Mentor er fyrirtæki sem margir þekkja frá samskiptum sínum við grunnskólana en inn í kerfið eru færðar margs konar upplýsingar sem foreldrar þurfa á að halda, s.s. mæting og námsframvinda barnanna, upplýsingar um heimanám, tilkynningar frá skólayfirvöldum og foreldrafélaginu svo nokkur dæmi séu nefnd.

Fyrirtækið er í örum vexti, hefur hafið starfsemi í nokkrum löndum og við athöfnina í morgun upplýsti Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri, að í gær hefði Finnland bæst í hóp þeirra landa sem fyrirtækið er að hasla sér völl í. Að auki þjónar Mentor í dag:

  • 420 grunnskólum í Svíþjóð
  • 160 grunnskólum á Íslandi
  • 120 leikskólum á Íslandi
  • 16 sveitarfélögum á Íslandi
  • 2 framhaldsskólum í Svíþjóð
  • Þróunarskóla í Danmörku

Þó margt mætti betur fara í efnhagsmálum og fjármálum landsmanna þessa stundina þá megum við ekki heldur tala okkur niður í þunglyndi og svartnætti. Það er engin ástæða til, heimurinn er fullur af tækifærum - eins og Mentor og fleiri góð sprotafyrirtæki hafa sýnt með eftirtektarverðum hætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband