Óheilindavírus leggst á klofningsframboð

Það er eins og sveitastjórnararmur Sjálfstæðisflokksins og ýmis klofningsframboð hans séu haldinn alvarlegum veirusjúkdómi.

Allir þekkja hvernig Ólafur F gekk móðgaður og sár úr Sjálfstæðisflokknum undir hlátrasköllum félaga sinna en notaði svo fyrsta hugsanlega tækifæri til að svíkja samninga sína og hlaupa í faðm fyrrum flokksfélaga (gegn smávægilegri vegtyllu sem í daglegu tali nefnist borgarstjóraembætti).

Nú er eins og þessi óheilindaveira sé að breiðast út á meðal klofningsframbjóðenda Sjálfstæðisflokksins á sveitastjórnarstiginu. Í ljós hefur komið að þær ástæður sem Anna Guðrún Edvardsdóttir gefur fyrir meirihlutaslitum í Bolungarvík halda ekki vatni. Anna er þó að því leyti eftirbátur Ólafs F að hún náði ekki að læsa klónum í bæjarstjórastólinn.

Um hina meintu ástæðu fyrir meirihlutaslitunum er ágæt frétt á Rúv

Pálmi Gestsson, leikari og Bolvíkingur, skrifar einnig ágæta grein um þetta mál í Moggann í dag. Hann hvetur Bolvíkinga alla til að segja skoðun sína á málinu og bendir á að svona framkoma stjórnmálamanna skaði íbúana alla, sama hvar í flokki þeir standa.

Þetta er rétt hjá Pálma og gildir hér í Reykjavík líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband