Gamalt ráð af Snæfellsnesinu

Þetta heillaráð heyrði ég einu sinni frá gömlum manni á Snæfellsnesi. 

"Aldrei skyldu tveir menn ganga svo á jökul öðruvísi en að hafa línu á milli sín - og fara fleiri saman!"


mbl.is Leiðsögumaðurinn hvarf ofan í jökulsprungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég las þetta ráð í bók eftir Jules Verne sem einmitt gerðist á snæfellsjökli.. tilviljun ?

Óskar Þorkelsson, 30.4.2008 kl. 22:05

2 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Velkominn í bloggvinahópinn minn. Já, hraunið í kringum Snæfellsnesið er varhugavert og hafa menn horfið þar. Skúli Alexanderson fyrrum alþingismaður sagði frá í ferð sem ég var í ásamt öðru fólki fyrir all mörgum árum síðan á Snæfellsnesi en hann var þar leiðsögumaður um nesið.  Sagði hann frá ungu barni sem hvarf ofan í gjótu þegar fólk var í berjamó og var barnsins leitað í sólarhring og fannst fyrir algera tilviljun sofandi í gjótu, en gras hafði lagst yfir opið. Þetta barn var heppið en hann sagði líka frá atvikum þar sem menn fundust aldrei aftur. Aldrei er of varlega farið í úfnu hrauni og jöklum.

Sigurlaug B. Gröndal, 30.4.2008 kl. 23:32

3 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Af sama meiði eru ummæli gamla Eyfellingsins sem reyndi að bera blak af votviðrinu undir Eyjafjöllum.  Speki hans var á þessa leið:

"Ég get nú bara sagt ykkur það að hér undir Eyjafjöllum hefur þó aldrei rignt það mikið að það hafi ekki stytt upp aftur!"

Sigurður Ásbjörnsson, 1.5.2008 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband