Börn eða bílastæði

Þetta er frábært framtak hjá strákunum.

Það er skömm að því fyrir borgarstjórann, sem að sögn er umhugað að varðveita 19. aldar yfirbragð borgarinnar, að hann skuli selja þennan tæplega 100 ára gamla steinhleðsluvegg með húsinu. Fyrir því er aðeins ein ástæða.

Þennan merkilega vegg vilja kaupendur hússins við Fríkirkjuveg 11 rjúfa gat í svo bílar komist þar í gegn. Það á með öðrum orðum að vinna skemmdarverk á fornminjum svo það sé hægt að breyta gamalli hestarétt og leiksvæði barna til margra áratuga í bílastæði. 

Það er auðvitað ósanngjarnt að beina gagnrýninni að borgarstjóranum einum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru allir með tölu fylgjandi því að selja vegginn með húsinu vitandi hver áform kaupandans eru. Þeir taka því allir, rétt eins og borgarstjórinn, bíla fram yfir borgarminjar og börn.


mbl.is Hilmir Snær og Benedikt ríða í bæinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guttormur

Umferðin er heilög og bíllinn okkar heilaga kýr. Svo öfugsnúið er þetta nú orðið.

kv.

Guttormur

Guttormur, 6.5.2008 kl. 11:21

2 identicon

Bíllinn er okkur, það sama og góhestar fortíðarinnar, voru mönnunum í denn tid.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 11:35

3 identicon

Góðhestar

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 11:36

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Heilög er vandlæting þín Dofri.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.5.2008 kl. 12:41

5 Smámynd: Jóhann Hannó Jóhannsson

Hræðilega eru þetta illir menn að vilja gera gat á gamlan gráan vegg!!

Jóhann Hannó Jóhannsson, 6.5.2008 kl. 15:32

6 Smámynd: Linda

Barn eða bíll, bíll eða barn, það er spurningin..greinilega er bíllinn æðri.  Iss segi ég.

Linda, 6.5.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband