Til hamingju Ísland

Þetta er góð niðurstaða hjá Skipulagsstofnun og gefur fyrirheit um að nú verði gengið hægar um gleðinnar dyr í virkjanamálum.

Orkuveita Reykjavíkur er fyrirtæki í fremstu röð í heiminum á sviði jarðhitavirkjana og vill efla orðspor sitt sem slíkt. Þá er ekki vænlegt að ráðast í vafasamar virkjanir, stunda ágenga orkuvinnslu og láta gullgrafarahugsun stjórna för.

Það þarf að afla betri upplýsinga um afleiðingar af nýtingu á jarðhitageyminn undir Henglinum, það þarf að kanna hvort þarna er um endurnýtanlega orku að ræða eða jarðhitanámu sem að lokum verður þurrausin, það þarf að finna betri leiðir til að nýta orkuna, 13% nýting er ekki ásættanleg.

Það þarf líka að þróa bortæknina lengra, bora dýpra og fá þannig aukna orku og bora í svæði eins og orkugeyminn undir Bitru/Ölkelduhálsi utan frá til að skaða ekki þá auðlind sem er ofan á jarðhitaauðlindinni.

Það hefur verið farið of hratt, menn hafa sett nafn sitt undir viljayfirlýsingar um orkusölu eins og þeir væru krakkar að skrifa í minningarbækur skólafélaga sinna. Nú hlýtur að þurfa að endurskoða slíkar yfirlýsingar því það er deginum ljósara að sú orka sem fæst úr Hverahlíðarvirkjun og Hellisheiðarvirkjun dugar ekki fyrir því sem er uppi í ermum stjórnarmanna OR.

Nú verður fróðlegt að sjá hver forgangsröðunin verður. Mun t.d. álver í Helguvík verða látið njóta forgangs fram yfir sólarrafhlöðuverksmiðju í Þorlákshöfn? Hvernig er staðan í Helguvík þá?

Væri ég einn af þeim fjárfestum sem bæjarstjórinn í Reykjanesbæ hefur fengið til að setja fé í óarðbæran 1. áfanga án þess að hafa nokkuð í höndunum fyrir því að farið verði í 2. áfanga svæfi ég ekki rótt.


mbl.is Bitruvirkjun út af borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Sýnir þessi niðurstaða Skipulagsstofnunar ekki að Rammaáætlun varðandi virkjanakosti er orðin brennandi. 

Í upphafi skal endirinn skoða.  

Orkuveitan er búin að hafa þessa Bitruvirkjun á athugunar og hönnunarstigi- ásamt því að "ráðstafa" orkunni frá henni , hugsanlega til Helguvíkurálversins. 

Síðan kemur þetta mikla bakslag- engin virkjun er heimiluð.  Svona aðferðafræði í orku og virkjanamálum bara gengur ekki á nútíma.

Gríðarleg andmæli hafa verið gegn þessum virkjanaáformum á Ölkelduhálsi- en lítið verið á þau hlustað .

Vonandi verða hér fallaskipti við undirbúning orkuvirkjana- að það sér klárt að öll leyfi  séu fyrir hendi áður en ráðist er í verkhönnun og sölu orkunnar. 

Sævar Helgason, 19.5.2008 kl. 19:15

2 Smámynd: Himmalingur

Mikið er ég stoltur af því fólki sem aldrei gafst upp! Vonandi er þetta það sem koma skal, að náttúran verði ávallt sett í fyrsta sæti!!!

Himmalingur, 19.5.2008 kl. 20:22

3 identicon

Já, mér finnst t.d. að þegar áætlanir eru um virkjun á svona svæði (þ.e. á náttúruminjaskrá) þá á að gera mat á umhverfisáhrifum áður en tilraunaboranir og annað rask er leyft - þá eru ekki eins miklar fjárfestingar sem þarf að verja og berjast áfram á móti náttúrunni.

Petra Mazetti (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 20:57

4 identicon

Af því að ég hef nú aldrei verið neitt rosalega vondur við þig Dofri þá langar mig að taka mér það bessaleyfi að vísa á mig hér á þínu bloggi. Af því að ég veit að við erum þó sammála hér

http://blogg.visir.is/gb/2008/05/19/hjorleifur-kvaran-synir-rokfimi-sina/

Já, og til hamingju með áfangasigur.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 02:09

5 identicon

Takk fyrir þassa samlíkingu Guðmundur! Þegar ég heyrði rökin hans Hjörleifs minnti það mig á krakka í sandkassa "ef ég má ekki gera þetta þarna þá ætla ég aldrei að gera svona nokkuð aftur"! Alveg sama hvað virkjunin er umhverfisvæn og torsýnileg þá getur hún aldrei átt rétt á sér á þessu svæði - en fínt að nota nýja tækni á heppilegri stöðum.

Petra Mazetti (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 08:15

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Tel ég því einsýnt, að ekkert verði af virkjunum fyrir norðan að Þeystarreykjum eða Kröflu.

Vonandi skilur fólk hvað þarna er á ferðinni.

Ekki býst ég nú við neinum húrrahrópum frá Húsvíkingum í þessum efnum, í það minnsta ekki þeim sem viljað hafa framþróun í atvinnumálum þar og nærsveita.

Verði ykkur að góðu.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 20.5.2008 kl. 14:17

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Og að því sem ég upphaflega vildi sagt hafa.

EMlding þín um, að OR sé í fremstu röð orkufyrirtækja í beislun jarðvarma, getur huganlega átt við núna en EKKI í framtíðinni, þar sem ekkert verður af framþróun, Samfóliðið hefur steindrepið alla möguleika til hennar, það er djúpborana, vöskunar á gufu og niðurdælongu.

Sumsé

verði okkur Rvíkingum að góðu og launum þetta með viðeigandi hætti

Bjarni Kjartansson, 20.5.2008 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband