Frumbyggjaveiðar

Hvalveiðiástríða sjávarútvegsráðherra er þjóðerniskennd á villigötum.

Eins og öllum er ljóst er enginn markaður fyrir þetta kjöt og óverjandi að ríkið sé að greiða tugi milljóna í eitthvað sem engu skilar nema kostnaði.

Af hverju tónum við þetta ekki bara niður og köllum hlutina sínu réttu nöfnum? Það sem Íslendinga langar í er nógu mikið af kjöti til að geta fengið súrt rengi í þorrablótum og geta keypt hvalkjöt á grillið einu sinni á sumri til að veifa framan í útlenska vini sem koma í heimsókn.

Frumbyggjaveiðar upp á örfá dýr væri alveg nóg til að anna þessari eftirspurn. Og sefa þjóðerniskenndina sem ekki vill láta illa upplýst fólk í útlöndum banna sér neitt.


mbl.is Hagsmunum fórnað með veiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, köllum allt réttum nöfnum: Hrefnuveiðar eru sjálfsagður hluti íslensks athafnalífs. Ingibjörg Sólrún mun leggja áherslu á sjálfbærni veiðanna, enda er varla hægt annað, þar sem aðeins 40 dýr af 60.000 (0,07%) verða tekin.

Góður heimsmarkaður er fyrir allt kjöt, en afvegavilltu stjórnmálafólki hefur tekist að koma hrefnukjöti á Cites- válista verslunar, þar sem górilluhendur og nashyrningahorn eiga eðlilega heima. Á meðan er mjög erfitt að koma þessu í útflutning, enda myndu félagar þínir í Hollandi binda sig með keðjum við gámana ef þeir kæmust að þeim.

Vonandi sér Samfylkingin ljósið í þessum efnum og reynir ekki að eltast við kenjar illa upplýsts fólks, hvar sem það finnst, í útlöndum eða hér á skerinu, þar sem lífsbaráttan felst í því að berjast við seglskip eins og Samfylkinguna.

Ívar Pálsson, 20.5.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Dofri, síðast seldist hrefnukjötið upp.

Bretar hafa ekki beinlínis verið þekktir fyrir að bera hagsmuni Íslands fyrir brjósti.  Því er brjóstumkennanlegt að fylgjast með íslenskum samfylkingarmönnum bregðast við ummælum breska samfylkingarmannsins, sem gegnir stöðu sendiherra,  þegar hann þykist bera hagsmuni Íslendinga fyrir brjósti.   

Sigurður Þórðarson, 20.5.2008 kl. 13:34

3 Smámynd: Ingólfur

Ég hef verið mikill aðdáandi hvalkjöts eftir að ég smakkaði höfrung fyrir meira en 15 árum. Höfrungar voru að sjálfsögðu ekki veiddir en þeir festast víst oft í netum.

Þetta kjöt var listarvel matreitt, marinerað og grillað, og smakkaðist svo vel að dönsku kennaranemarnir sem þar voru heiðursgestir tala enn um það hvað það var gott.

Síðan hef ég allt of sjaldan fengið hvalkjöt en þó smakkað það nokkru sinnum núna eftir að veiðar byrjuðu 2006.

Núna eru ábyrg náttúruverndarsamtök hætt að beita fyrir sig þeim rökum að stofninn sé í útrýmingarhættu eða að um ómannúðlegar veiðar sé um að ræða. Þau hafa frekar áhyggjur af því að veiðarnar hafi slæm áhrif á ímynd Íslands eða að hvalurinn seljist ekki.

Þau eru enn mótfallin veiðunum, en meira af nokkurskonar hefð en öðrum ástæðum.

Mér er nokkuð sama hvað veiðarnar kallast, vísindaveiðar, atvinnuveiðar eða frumbyggjaveiðar.  Sjálfsagt er hægt að leggja áherslu á að þær séu bara fyrir heimamarkað og séu sjálfbærar, og þannig friða einhver náttúruverndarsamtök. Ég held samt að áhrifin af þessum veiðum á ímynd og ferðamannaiðnaðinn séu töluvert ofmetin.

Ingólfur, 20.5.2008 kl. 17:32

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held að það fáist ekki rengi af hrefnum. Það þarf stærri hvali fyrir þorrablótið

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.5.2008 kl. 00:31

5 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Rengi fæst af hrefnum.

Það er og engin ástæða til að leggja þessar veiðar af.  Skaðar hvorki eitt né neitt. 

Ferðamanna"iðnaðurinn" hefur ekki borið skaða af - krónan og verð á nauðsynjum er alveg full fær um það.

Og þar fyrir utan:  Það eru til fleiri ferðamenn en þeir sem ekki mega vita að kjöt kemur af skepnum.

Við þurfum ekki að laga land okkar og hætti að ferðamönnum.  Okkar ágæta land og þjóð hefur upp á margt að bjóða þó við þóknumst ekki öllum röddum sem kalla á að við leggjum af "slæma " siði eins og hvalveiðar.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 24.5.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband