Samfylkingin sterk í Grafarvogi

Sú þjóðsaga hefur lengi gengið að Grafarvogur sé mikið íhaldshverfi. Líklega er þetta gamall arfur frá því Davíð var og hét sem borgarstjóri en hann var guðfaðir hverfisins sem stundum var kölluð Davíðsborg. Ekki spillti fyrir fylgispekt við flokkinn að í hans tíð fengu ýmsir flokksgæðingar og vinir Davíðs, sem kunnu list endurgjaldsins, lóðir á sérstökum vildarkjörum.

En þessi tími er liðinn og trúlega talsvert langt síðan. Niðurstaða síðustu könnunar Capacent um sýnir að í Grafarvogi er fylgi Sjálfstæðisflokksins ekki nema 32%, sem að vísu er 2% yfir meðalfylgi flokksins í borginni.

Fylgi Samfylkingarinnar er hins vegar rúm 54% í hinu fjölmenna hverfi Grafarvoginum, sem er um 7% yfir meðalfylgi flokksins í borginni. Hér er við hæfi að slá varnagla um fyllstu marktækni en þar sem Grafarvogurinn er eitt stærsta hverfi borgarinnar er óhætt að segja að þessi niðurstaða er góð vísbending og ánægjuleg fyrir Samfylkinguna. Ég eftirlæt lesendum að túlka ástæður þessa góða fylgis í Grafarvogi.

Samfylkingin getur annars verið ánægð með fylgi flokksins í borginni allri en allt frá því á síðasta ári hefur flokkurinn verið að mælast með um og yfir 45% fylgi í Reykjavík.

Þá er áhugavert að sjá niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins í dag sem sýnir að aðeins um fjórðungur borgarbúa styður meirihlutann í borgarstjórn. Þetta er svipuð niðurstaða og þegar meirihlutinn tók völd í borginni.

Núverandi meirihluti bað um tíma til að sanna sig. Hann hefur fengið tíma en virðist hafa notað hann til að afsanna sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Davíð var hreinn snillingur í að finna gott áróðursefni sem gekk í fólk sem gerir ekki miklar kröfur. Hann komá fót fyrirbæri sem nefnt hefur verið hræðsluáróður og útnýtti sér það mjög vel. Á árunum kringum 1980 var verið að huga að nýju byggingalandi en þá var verið að byggja upp á Árbæ og Breiðholti. Þáverandi meirihluti taldi eðlilget framhald að byggja vestan og jafnvel norðanvið Rauðavatn. Þá kom upp þetta dæmalausa sprunguhjal Davíðs. Hann taldi mjög varhugavert að byggja á sprungum og misgengjum þó svo að vitað var að framhald á þessum sprungusveimi er í Efra Breiðholti og er þar sjálfsagt enn!

Í borgarstjórnarkosningunum vorið 1982 var því kosið um hvort Reykvíkingar vildu byggja á sprungum uppi við Rauðavatn eða inn með Sundum. Þetta gekk vel í kjósendur enda var komið því til að forðast að minnast á ýms praktísk atriði. Enn var verið að urða sorp í Gufunesi og nálægðin við haugana var ekki fýsileg. Þá varð þessi byggð mun dýrari t.d. vegna þegga að byggja þurfti vegakerfi og einnig rándýra brú, holræsakerfi og önnur lagnakerfi alveg sjálfstætt. Þarna réð stórhugur en nóg var af peningum enda fóru sjóðir Hitaveitu Reykjavíkur heldur en ekki að tútna út því Davíð hafði stórhækkað gjaldskrána og meira að segja bundið hana sjálfstæða hækkun með því að tengja hana við byggingavísitöluna. Með nokkurri vissu má fullyrða að dýrtíðin sem var á þessum árum megi rekja til ákvarðana Davíðs en gjaldskráin var tengd útreikningum vísitölunnar! Var þá Davíð einn aðalkyndarinn í verðbólgubálinu á fyrri hluta 9da áratugarins? Jú það má vissulega færa góð og gild rök fyrir því.

Löngu síðar voru byggt stórhýsi á sprungunum hans Davíðs: nýja Morgunblaðshúsið eins og kunnugt er!

Svona er nú það.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.5.2008 kl. 08:57

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það er gott að búa í Grafarvogi,þar er öll þjónusta sem þarf og hverfið vel skipulagt.

Guðjón H Finnbogason, 26.5.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband