Ekki boðlegur málflutningur

Hagsmunasamtökin Samorka geta ekki boðið fólki upp á svona málflutning.

Skipulagsstofnun gefur lögum samkvæmt faglegt álit sitt á framkvæmdum. Þegar rökstutt álit Skipulagsstofnunar er að Bitruvirkjun sé ekki ásættanleg geta hagsmunasamtök eins og Samorka auðvitað verið ósammála því áliti. Það breytir hins vegar ekki því að þarna er Skipulagsstofnun að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Að gefa álit.

Hagsmunasamtökin Samorka og aðrir sem rekið hafa upp ramakvein vegna álits Skipulagsstofnunar um Bitru ættu líka að hafa í huga að sama dag gaf Skipulagsstofnun út jákvætt álit vegna Hverahlíðarvirkjunar. Ekki hefur stofnunin verið gagnrýnd fyrir það!

Ef Samorka og aðrir sem nú skipa sér í grátkór áþekkum þeim LÍÚ hélt úti um árabil vilja láta taka sig alvarlega verða þessir aðilar að haga málflutningi sínum með öðrum hætti.

 


mbl.is Segir Skipulagsstofnun hafa farið út fyrir hlutverk sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hundshausinn

"Gráta skal ættingja, en hunsa hundingja" kvað ættjarðarskáldið forðum. Þau orð voru ekki kveðin af öngvu.

Hundshausinn, 26.5.2008 kl. 22:28

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Til eru öfgamúhameðstrúarmenn.Til eru öfgakristinnartrúarmenn.Til eru fasistar,nasistar og kommúnistar.Og til eru öfgaumhverfistrúarmenn.Því miður hefur Skipulagsstofnun og Orkuveita R.víkur í gegnum borgarstjórnina í R.vík lent í höndunum á öfgaumverfistrúarmönnum. 

Sigurgeir Jónsson, 26.5.2008 kl. 23:18

3 identicon

Til eru líka öfgaorkusinnar sem vilja virkja hverja einustu lækjarsprænu og háhitasvæði og spá ekkert í umhverfisáhrif sem virkjunin mun valda.  Hrópa álver í hvern einasta fjörð!  Ef Sigríður í Brattholti hefði ekki barist svona ötulega gegn virkjun Gullfoss hér um árið þá væri löngu búið að eyðileggja hann með virkjunum! 

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 08:42

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Samorka er hagsmunasamtök orku- og veitufyrirtækja. Á heimasíðu þeirra má m.a. sjá að af 8 starfsmönnum eru 5 titlaðir framkvæmdastjórar!! Hinir 3 starfsmennirnir (allt konur) eru ritarar. Það mætti segja mér að þessir framkvæmdastjórar séu á allgóðum launum við það að berja á Skipulagsstofnun, íslenskri náttúru og umhverfissinnum.

Það er því miður ójafn leikur að standa í blaðaskrifum við þessa menn, sjá t.d. hér og hér og hér. Sjálfur hef ég aldrei fengið eina einustu greiðslu fyrir að beita mér gegn umhverfisspjöllum í nafni stóriðju. Ég vona að Skipulagsstofnun fái í þetta sinn að njóta réttlætis og að vandað álit hennar verði virt.

Sigurður Hrellir, 28.5.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband