Í boði Sjálfstæðisflokksins

Í gær hélt borgarstjórinn því fram að niðurstaða könnunar um flugvöllinn "blési burt" niðurstöðum fylgiskannana flokkanna. Stuðningur væri svo mikill við sjónarmið borgarstjórans.

Því miður er staðreyndin önnur. Allar kannanir frá því í janúar þegar Sjálfstæðisflokkur og Ólafur F tóku völdin hafa sýnt það sama. Aðeins fjórðungur kjósenda styðja meirihlutann aðeins örfá prósent styðja Ólaf F og flokkar beggja aðila njóta samanlagt aðeins tæplega þriðjungs kjósenda.

Rétt að ítreka að þessi borgarstjóri er í boði Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is 14% segjast treysta borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dofri Hermannsson

Jú mikið rétt Þrymur. Eins og þið Bonaparte segið svo gjarna;

"Truflaðu aldrei andstæðing þinn meðan hann er að gera mistök."

Dofri Hermannsson, 27.5.2008 kl. 11:15

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Dofri.

Ég held að þú ættir að hugsa hvað þinn flokkur vill gera í þessu flugvalla máli. Þið viljið hann burtu og segið að þetta sé alltof dýr staður. Þið minnist ekkert á atvinnutækifærin sem þarna liggja ég blæs á þessi rök þín. Þú ættir frekar að snúa þér að því sem er rétt og satt.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 27.5.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Viskubrunnur, ég þigg engin laun aukalega fyrir setu í hverfisráði. Jóhann Páll, það eru líka mikil tækifæri fólgin í uppbyggingu Vatnsmýrarinnar og því sjálfsagt að kanna hvort ekki er hægt að hafa flugvöllinn annars staðar. En takk fyrir athugasemdirnar, báðir tveir.

Dofri Hermannsson, 27.5.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband