Til hamingju með Frumtak!

Það er ástæða til að óska landsmönnum til hamingju með stofnun Frumtaks - nýs samlagssjóðs upp á 4.6 milljarða - sem mun fjárfesta í efnilegum sprotafyrirtækja en tilkynnt var um stofnun sjóðsins á ársfundi Nýsköpunarsjóðs í morgun.

Í tilefni af þessu sagði iðnaðarráðherra m.a.

Þeir aðilar sem komið hafa að stofnun Frumtaks eiga heiður skilið.  Einmitt nú þegar á móti blæs í efnahagslífi er höfuðnauðsyn að leggjast á eitt um að bæta vaxtarskilyrði nýsköpunar- og sprotafyrirtækja.

Stjórnvöld hafa lagt fram fé til þess að efla Nýsköpunarsjóð, Rannsóknarsjóð og Tækniþróunarsjóð og Nýsköpunarmiðsöð Íslands hefur byrjað  sitt fyrsta starfsár af miklum þrótti. Bankar,  lífeyrissjóðir og einkaaðilar taka nú á með Nýsköpunarsjóði til þess að auka framboð á áhættufé til nýsköpunar og það er vel.

Í morgun var svo undirritað langþráð samkomulag  milli Nýsköpunarsjóðs og Tækniþróunarsjóðs um brú milli þessra sjóða yfir "nýsköpunargjána" svokölluðu í því skyni að stuðla betur að fyrstu skrefum í markaðsfærslu fullþróaðra hugmynda.

Þetta síðastnefnda er ekki síður mikilvægt en að skapa þolinmótt fjármagn í efnileg sprotfyrirtæki. Það hefur lengi vantað brú á milli Tækniþróunarsjóðs sem sér um að styðja þróun á góðum viðskiptahugmyndum og Nýsköpunarsjóðs sem í raun er atvinnufjárfestir með þolinmæði sem er bara rétt í rúmu meðallagi.

Þetta eru góðar fréttir. Ég spái því að við eigum eftir að heyra fleiri slíkar á næstunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Tek undir thad med thér. Thetta eru gódar fréttir.

Anna Karlsdóttir, 28.5.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Ingólfur

Flott mál.

Hvernig væri svo að bæta við hátækniþorpi á Bakka, í staðin fyrir álver. Þar væri hægt að fá sama fjölda af störfum með minni orku. Þróa tækni við jarðahitanýtingu í samvinnu við orkuskólann á Akureyri sem mér skilst að sé í undirbúningi og styðja við almenna nýsköpun með "fyrirtækjaverksmiðju"

Ingólfur, 28.5.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband