Er að hugsa um að færa mig

Stofnaði minn fyrsta reikning hjá Spron þegar ég var 15 ára. Þá var Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri og sjóðurinn lagði sig fram um að styðja við listamenn og námsmenn sem ekki þótti sjálfsagt. Lengi vel var upplifunin sú að þarna fengi maður verulega góða og persónulega þjónustu.

Á síðustu árum hefur þetta verið að breytast. Það vantar ekki að maður fær tilboð um að ganga í alls konar áskriftir en þegar kemur að því að semja um betri kjör á lánum, að ekki sé talað um að fá tilboð í slík viðskipti, hefur maður rekist á vegg. "Hef ekki heimild til að ákveða slíkt" segir hver toppurinn ofan á hinum. Lítið virðist vera lagt upp úr góðri viðskiptasögu, uppáskriftar jafnvel krafist fyrir litlum lánum og manni loks boðnir peningar á algengustu okurvöxtum eins og um sérstakan persónulegan greiða sé að ræða.

Niðurstaðan hefur svo oftar en ekki verið sú að lítill sparisjóður út á landi hefur bæði boðið betri kjör og persónulega þjónustu sem er ekki bara á sjónvarpsskjánum heldur ekta. Er að hugsa um að færa mig þangað.


mbl.is Sameiningaviðræðum haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Erum við semsagt komin í hring, nú þarf aftur uppáskriftir, og engum "Toppi" er treystandi lengur fyrir einkaeigninni sem bankinn er orðinn. - Og valda og virðingarstiginn kominn aftur í gagnið eða hvað?  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.5.2008 kl. 12:34

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held að það vanti neytendavitundina í Íslendinga. Gott dæmi er framkoma bankanna við fólk og enginn segir eða gerir neitt. Ef bankarnir sæju að fólk flytti sig til vegna óánægju með þjónustuna, þá myndu þeir kannski hugsa sinn gang.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.5.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Ingólfur

Vandamálið núna er líka það að margir geta ekki skipt um banka þó svo að þeir findu einn sem byði upp á almennilega þjónustu.

Fólk sem hefur tekið íbúðarlán hjá bönkunum er nefnilega bundið í viðskiptum hjá þeim í 40 ár. Ef það skiptir um banka, þá eru vextirnir á íbúðarláninu hækkaðir og ef það vill borga upp lánið og ef það vill þá borga upp lánið og taka nýtt í nýja bankanum, að þá verður það að borga uppgreiðslugjald.  

Ingólfur, 30.5.2008 kl. 14:06

4 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Hef verið hjá Landsbankanum alla mína ævi þökk sé þeirri persónulegu þjónustu sem ég hef fengið í útibúi 0117 sem nú er flutt í Holtagarða.  Þar hefur fólkið haldið mér í viðskiptum en alls ekki bankinn sjálfur.

Endilega færðu þig yfir til landsbyggðarsparisjóðsins hef hann er að bjóða þér þessa hluti.  Það er mikilvægt að þessir litlu sparisjóðir sem eru að standa sig svona vel njóti þess í auknum viðskiptum.  Við erum allt of fastheldin á banka og allt of ódugleg við að skipta þeim út fyrir nýja.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 30.5.2008 kl. 15:56

5 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Ég er meðal þeirra sem trúði að SPRON væri fyrir venjulegt launafólk. SPRON fékk hjá mér gula spjaldið í seinustu viku.

Ég tók eftir á yfirliti að ég var rukkuð um "heimildargjald" upp á 1500 kr á mánuði 10 mán aftur í tímann. Þetta heimildargjald var vegna yfirdráttarheimildar minnar (sem ég aldrei nota) en bankinn ákvað skyndilega að rukka fyrir slíka "þjónustu". Ókeypisyfirdrátturinn var lækkaður um helming.

Líklega hef ég fengið tilkynningu um þetta en hún týnst í öllu auglýsingaflóðinu og ég ekki beðið um að sleppa við þessa "þjónustu". Ég hafði verið rukkuð um 15.000kr vegna þessa. Þegar ég gerði athugasemd þá bakfærði bankinn þessa upphæð. Ég er heppin og get flutt mig annað, það hefði ég gert ef bankinn hefði verið með minnsta múður yfir þessu.

Kristjana Bjarnadóttir, 30.5.2008 kl. 20:45

6 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Það er nefnilega eins og þú segir að við stækkun og sameiningar á bönkunum hefur sölumennskan og yfirbyggingin vikið fyrir persónlegri þjónustu. Það er því ekkert skrítið að þeir sem búa úti á landi og flytja til borgarinnar halda áfram að nota þjónustu útibúanna þar og bankanna þar. Ég bjó í borginn og var í þjónustu hjá Glitni. Var reyndar með frábæran þjónustufulltrúa í mörg ár og átti mjög farsæl viðskipti við bankann. Nú bý ég fyrir utan borgina og skipti við Landsbankann. Hér fæ ég mjög góða og persónulega þjónustu. Mér finnst það skipta miklu máli. Það gildir sama um banka eins og aðrar þjónustustofnanir og verslanir. Það er sterkasti mælikvarðinn á þjónustunni hvernig brugðist er við ef eitthvað klikkar eða galli kemur fram. Þá fyrst reynir á hvernig fyrirtækið bregst við.

Sigurlaug B. Gröndal, 30.5.2008 kl. 21:42

7 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Já þessi bankaskipti eru vel möguleg.  Fyrir einhverjum 3 árum flutti ég mig frá Glitni sem þá var orðinn að bákni sem var algerlega ógegnsætt.  Þá var líka þjónustufulltrúinn "minn" farinn þannig að öll átthagabönd voru brostin.  Enn er ég hjá SPRON og nýkominn með nýjan þjónustufulltrúa (aka persónuleg þjónusta) - við sjáum til...  Í nýlegu fréttabréfi hjá Ingólfi í spara.is  sagði hann m.a. að það væri engan vegin sjálfsagður hlutur að bankar væru reknir þannig að arður væri greiddur hluthöfum.  Önnur módel þekktust vel, t.d. að viðskiptavinir nytu þess að róa með.  Þetta var mér nýmeti og öruggt að þangað færi ég með hýruna mína.

Ragnar Kristján Gestsson, 30.5.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband