5.6.2008 | 10:12
Góð tilfinning
Undanfarnar 6 vikur hef ég hjólað í vinnuna. Þetta eru rúmlega 100 km á viku svo miðað við meðaleyðslu á bíl er ég að spara mér um 8 þúsund í bensín á mánuði. Það er góð tilfinning.
Ef ég færi á bíl í vinnuna þyrfti það í raun að vera bíll nr. 2 á heimilinu og miðað við lítinn bíl væri kostnaður við rekstur - fyrir utan eldsneyti - um 50 þúsund á mánuði. Sparnaðurinn með því að vera á hjóli er því kominn upp í 58 þúsund á mánuði. Aftur góð tilfinning.
Ég er að jafnaði um 10 mínútum lengur á milli Grafarvogs og miðbæjar á hjóli en í bíl og samtals tapast þarna um 20 mínútur á dag eða um 100 mínútur á viku. Á móti kemur að ég get með góðri samvisku sleppt því að fara í ræktina en 100 mínútur duga eru einmitt mátulegar fyrir eina slíka ferð.
Mánaðaráskrift að líkamsrækt er tæpast undir 5 þúsund krónum á mánuði svo með því að hjóla er ég í rauninni að fara í ræktina 10 sinnum í viku og spara mér um 63 þúsund krónur á mánuði. Til að fá þessa upphæð í vasann þarf maður að hafa rúmlega 100 þúsund fyrir skatt svo það má segja að með ákvörðuninni um að hjóla í vinnuna í stað þess að nota bíl nr. 2 til og frá vinnu hafi maður fengið 100 þúsund króna launahækkun. Góð tilfinning.
Í gær fékk ég vindinn í fangið á leiðinni heim. Mér lá ekkert á svo þetta var skemmtileg áreynsla þótt sandfokið við Björgun í Bryggjuhverfinu hafi hvorki verið notalegt fyrir augu eða tennur.
Í morgun var vindurinn hins vegar í bakið og mig bar létt yfir. Það er notalegt að byrja daginn þannig.
Það skemmtilega við að hjóla undan vindi, fyrir utan áreynsluleysið, er að öll hljóð verða manni samferða í vindinum. Þannig heyrir maður hljóðin í dekkjum, keðjum, stígnum og laufblöðum á allt annan hátt en venjulega. Það er líka eins og maður ferðist í einhvers konar lofttómi.
Líka góð tilfinning.
Bjóða reiðhjól og strætómiða í skiptum fyrir bensínháka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Ég þekki þessa góða tilfinningu, upplifa hana daglega.
Úrsúla Jünemann, 5.6.2008 kl. 10:22
Rekstur bíla er mikill, ekki aðeins fyrir eigandann heldur einnig fyrir fyrirtækin, ríkið, stofnanir, sveitarfélögin. Hvað kostar allar vegaframkvæmdirnar og bílastæðin vegna allrar bílamergðarinnar? Talið er að meðalbílastæði megi reikna með 25 fermetrum á stykkið, það er ekki aðeins stæðið, heldur einnig aðreynar, gangstígar, öryggissvæði, girðingar o.s.frv. Einu sinni var talað um að stofnkostnaðurinn á bak við hvert stæði í miðbæ Reykjavíkur væri nálægt 5 milljónum. Það er ábyggilega ekki lægri tala núna. Svo kostar snjómokstur á veturna, viðhald og þrif. Ekki má gleyma fasteignagjöldum því greiða þarf gjöld af heildarflatarmáli lóða hvert svo sem byggingamagnið er.
Nú hafa fyrirtæki tekið upp á því að verðlauna þá starfsmnn sína sem koma ekki akandi á bifreiðum sínum í vinnuna. Má t.d. nefna Mannvit, stærstu verkfræðistofu landsins. Styðja þarf þessi fyrirtæki í formi viðurkenninga og hvetja önnur til að taka upp á því sama. Mikil umskipti eru vonandi í bígerð, að sporna við mikilli ofnotkun einkabíls í þéttbýli. Þar er verðugt verkefni ykkar í borgarstjórninni.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.6.2008 kl. 11:01
Já Dofri, tilfininnig er góð! þekki hana vel. Ég hef líka verið að leika mér að tölum og niðurstaðan hjá mér er sú sama þó ég reikni aðeins öðrvísi.
Og með þessa útreikninga í huga er ekki hægt að segja að hjól séu dýr fjárfesting.
Það eru mun betri "vaxtatekjur" af reiðhjólinu en mörgu öðru eins og TD. hlutabréfum. Ef maður reiknar höfuðstólinn verðið á hjólinu (meira að segja taki fatnað með), og vextirnir eru peningar sem sparast. Reikni hver fyrir sig.
stærsti ávinningurinn er samt sem áður bætt líkamleg heilsa og þol, og þar af leiðandi línurnar líka.
Fjölnir.
Fjölnir (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 11:23
Flott lýsing hjá þér, Dofri.
Það er mikill þörf á trúboð fyir hjólreiðum eins og þú stundar þarna, enda eru þau stunduð líka af miklum krafti og með stuðningi óheyrilegs fjármagns fyrir öðrum samgöngumátum. Að taka tilfinningarnir með í þessu er einmitt eitthvað sem menn segja að virki hvað best til að selja hluti og hugmyndir. Svo líka með hjólreiðar.
Tek svo undir með Mosa/Guðjóni. Það væri verðugt verkefni fyrir samflokksmann þín, Dofri, að gera úttekt á hvað bílahaldið kosti í raun og veru fyrir samfélagið. Út frá mismundandi sjónarhornum, tímaásum og fræðum. Heldur þú að Dagur B. gæti ýtt svoleiðis úttekt úr vör sem formaður Samgönguráðs ? Ráðið starfar jú náið með Samgönguráðuneytið. Kannski mætti leita til stofnunar Ara fróða um sjálfbærni ( við HÍ ) með að kanna þessu ? Giski annars á að Victoria Transport Policy Institute eiga nokkra góða punkta um þessa hluti á vefnum hjá sér.
Morten Lange, 5.6.2008 kl. 12:55
Sæll Morten. Ég veit að Dagur er sem formaður Samgönguráðs að skoða þessa hlið samgöngumála. Hvet þig til að senda honum línu með uppástungum og linkum á góðar vefsíður um þetta efni.
Dofri Hermannsson, 5.6.2008 kl. 13:10
Nauðsynlegt er að hækka álögur á bíla og bensín. Til að vernda umhverfið fyrir ágangi mannanna þarf að draga úr öllum ferðalögum. Hærra olíuverð leiðir sjálfkrafa til færri ferðalaga hvort sem er með flugvélum, skipum eða bílum. Best væri náttúrlega að allir væru heima hjá sér til að spara bensín og mat. Hreyfing og áreynsla þýðir meiri mat og drykk sem er víst mjög af skornum skammti í heiminum. Þegar Ísland gengur í ESB verðum við skikkuð til að haga okkur eins og siðað fólk. Þorskar og hvalir fá að njóta áhyggjulausra daga í friði fyrir atvinnulausum sjómönnum. Tveir jafnfljótir verða algengari sjón í Ártúnsbrekkunni en þessir stóru amerísku pallbílar.
ESB, 5.6.2008 kl. 22:56
ESB : Þetta er fyndið hjá þér, sérstaklega fyrri helmingurinn. En á endanum túlki ég þig sem mann sem hefur tynt öllum rökum, og þess vegna grípur til þess ráðs að gera aðra totryggilega, m.a. með að eigna þeim rök sem þeir eru ekki að beita. Demagogía af háum klassa, vel þekkt meðal þeirra sem hanga í fortiðinni. ( Blogg ykkar er það vel útfært að það tekur tíma áður en maður fattar að þetta sé einmitt í sama stíl. Nokkur góð rök koma samt fram þarna, og þið náið að vekja til umræðu )
Morten Lange, 6.6.2008 kl. 00:25
Góð lýsing hjá þér þarna Hróðmar. Byrjaði að hjóla í vinnuna á mánudaginn og fíla þetta bara vel og fer sömu leið og þú, úr Grafarvogi, framhjá Björgun, yfir Elliðarárnar og inn í Ármúla. Björgun er nú engin prýði og ætti að fara að færa sína starfssemi annað, íbúum Bryggjuhverfsins til léttis.
En það er fínt að hjóla í vinnuna, frískandi og sparandi. Og eins og þú segir, fín líkamsrækt. Það væri þó óskandi að borgin fari að bæta samgöngur hjólafólks yfir Elliðarárnar. Þó mér finnist gaman að hjóla yfir stokkinn og upp með gamla Fák, þá væri gaman að geta bara farið geyst yfir á fartinu.
Sigurjón Sveinsson, 6.6.2008 kl. 12:27
Góður útreikningur hjá þér Dofri... En er hugsanlegt að vanti eina breytu í dæmið? Ertu ekki að gleyma að líkami þinn brennir dýrasta eldsneyti í heiminum; mat á íslensku verði. Borðar þú kannski tvöfalt meira eftir að þú byrjaðir að hjóla?
Sigurður Valur Sigurðsson, 9.6.2008 kl. 14:09
Sigurður : Það er rétt að kostnað við mögulega aukin matarkaup v. hjólreiða, þurfi að taka með í reikningunni. En þú virðist gleyma að orkunýtingin er meira en tífalt betri á reiðhjóli en á bíl (30 sinnum betri ?). Við þetta bætist að flestir hafa gott af að hreyfa sér meira en þeir gera í dag. Dofri segir að hann geti fækkað tímum í ræktina á móti hjólreiðunum. WHO og margir aðrir segja amk 30 mín á dag (samtals fyrir alla hreyfingu) og gjarnan meira.
En að sjálfsögðu skiptir máli fyrir budduna og umhverfinu hvað maður borðar, ekki síður en hversu mikið. Áhugavert væri að sjá fræðilegan og heilstæðan úttekt á þessu með aukin kostnað í matarkaupum vegna hjólreiða, en mér þykir einsýnt að niðurstaðan yrði önnur en þú heldur, Sigurður :-)
Varðandi umhverfisáhrif og orkunýtingu faratækja, Sjá t.d. http://www.citeulike.org/article/1309894
( Orkunýting við hjólreiðar slá öllum þessu kostum sem eru nefndar þarna við )
Og svo er fullt af jákvæðum hliðarverkunum af hjólreiðum sem Dofri nefndi ekki. Eins og bætt heilsa, því hjólreiðar virðist eintaklega vel fallnar til þess að bæta heilsu þegar til lengri tími er litið. Bætt heilsa gagnist bæði samfélaginu í heild, vinnuveitendur, fjölskyldu og einstaklingnum. Hjólreiðamenn lífa markvert lengur að meðaltali en þeir sem hjóla ekki daglega. Dæmi um rannsóknarniðurstöðu : 30% lækkuð líkur á að deyja á 14 ára rannsóknartímabili með 30.000 þátttakendum ( Sjá Lars Bo Andersen, "All-cause mortality..." 2000)
Hjólreiðar minnka "þörf" á að bæta við bílastæðum, mislægum gatnamótum og akreinar, minnka margs konar mengun, bæta borgabraginn o.s.v.frv. o.s.v. frv.
Morten Lange, 9.6.2008 kl. 17:13
Skemmtileg athugasemd Sigurður. Málið er að ég átti (og á enn) talsverðar birgðir af orku sem ég er býsna glaður að "eyða" í hjólreiðarnar. Það sem kom mér þægilega á óvart þegar ég fór aftur að hjóla reglulega til vinnu var að löngun í kaffi og kex minnkaði og ég fékk aukna lyst á vatni og ávöxtum. Þrátt fyrir herfilega dýrtíð - og þetta kemur e.t.v. mörgum á óvart - er talsvert ódýrara að kaupa holla matvöru en óholla. Kaffi og kex er t.d. talsvert dýrara en vatn og ávextir.
Dofri Hermannsson, 9.6.2008 kl. 23:22
Ég man eftir þeirri tilfinningu að hjóla um allt hérna í Reykjavík. Það var svo frjálst og gaman.
Þetta var ekki hægt í Eyjafjarðarsveit. Þar voru ekki gangstígar og að hjóla á veginum var hættulegra en að aka um á bíl. Svo kitluðu ökumenn pinnann þar, end beinn og breiður vegur.
En núna er ég bara með P-merkatan bíl. Alir vita hvað það merkir. Og þá get ég ekki heldur hjólað, og Strætó er ekki heldur kostur sem ég hef.
Hvernig get ég þá sparað?
En ég hef tekið eftir þessu með vatnið og ávextina. Og þara spara ég mikið.
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 18:28
Sæl Sigrún Jóna.
Auðvitað eru ekki allir í aðstöðu til að spara sér bíl með því að hjóla. Því miður - ekki bara vegna sparnaðarins heldur líka af því það er "svo frjálst og gaman" eins og þú segir. Fyrir þá sem geta hjólað dálítið og langar aftur að upplifa gömlu tilfinninguna er hins vegar upplagt að skoða þessi nýju rafmagnsreiðhjól http://www.el-bike.is/
Þau munu vera til sölu í Eyjafirðinum líka.
Dofri Hermannsson, 10.6.2008 kl. 21:24
Dofri, ég er komin heim aftur. Sko heim til Reykjavíkur.
Ég hef litið á þessi hjól. Systir mín á eitt og er ánægð með það. Þau eru dýr, en ódýrari en bíll, og lítill rekstararkostnaður. Smávægis bilanir, en kannski hjólaverkstæðin taki ekki eins mikið á tímann, og bílaverkstæðin.
En gallinn við mig, er sá að ég get ekki notað hjól, framar. Þennan galla fékk ég sem afleiðingu af því, að ekið var á mig.
Engum þykir það leiðinlegra, en einmitt mér. Öll þau lífsgæði sem mér fundust svo sjálfsög áður, voru horfin á einni andartaksstund, í umferðinni á Akureyri.
Og gerandinn, var ung kona sem hafði fengið alverlegt áfall, fyrr um daginn og tók bílinn og ók af stað án nokkurrar afgæslu.
Hún var í svokölluðu "áfallasjokki"
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 22:48
Það er leitt að heyra. Því miður tapa allt of margir lífi og heilsu í umferðinni. Það er mikil ógæfa fyrir alla sem í því lenda.
Dofri Hermannsson, 10.6.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.