Rolluhræ

Fyrir rúmri viku dreymdi mig undarlega.

Hér í skjólsælum garði okkar í Logafoldinni þóttist ég einn morguninn hafa fundið hræ af rollu sem greinilega hafði drepist um nóttina. Vildi ég að dýralæknirinn Eggert faðir Dags B kæmi og skæri úr um banamein rollunnar. Mig grunaði að hún kynni að hafa drepist úr riðu en ef svo væri myndi ég ekki geta verið með fé í garðinum næstu árin eins og hugur minn stóð til.

Ég vaknaði áður en niðurstaðan kom.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er auðvitað ljóst mál elsku drengurinn minn að þetta er vísbending um uppdráttarsýki þeirrar forystu sem fagnaði með sínu fólki löngu ákveðnu valdaráni allra bitastæðra hagsmuna í verðmætum störfum borgarinnar.

Sponsorar framboða D og B listanna voru búnir að naga jötustokkana ýlfrandi af hungri og kröfðust þóknunar sem aldrei fyrr. Óskari Bergssyni var gert skiljanlegt að hann væri ekki staddur í Ráðhúsi Reykjavíkur til að leika hugsjónamann. Og frú Hanna Birna fékk skýr skilaboð um að hún væri ekki í neinni samkeppni á vegum Valhallar um þokkafyllstu og mælskustu konuna í borgartjórn.

Ef Sjálfstæðiflokknum ætti að takast að halda 27% fylgi í könnunum þyrfti að uppfylla ekki minna en væntingar um í það minnsta ein mislæg gatnamót og einkavæðingu á tveim leikskólum eða svo. Að ógleymdri Orkuveitu Reykjavíkur sem ennþá væri í eigu borgarbúa með öllum þeim tækifærum sem þar væru í boði fyrir rétta menn.

Draumurinn segir frá því að Óskar Bergsson mun ekki klikka á því að skilja hver tök hann hefur á bjálfunum í D listanum og skaffa sínum mönnum allt það sem sjallagarmanana hefur dreymt um.

 Og þá vandast nú málið í Valhöll.

Árni Gunnarsson, 22.8.2008 kl. 23:49

2 Smámynd: Stefán Gíslason

Það var alla vega engin riða í þér í Reykjavíkurmaraþoninu í morgun. Glæsileg frammistaða!
En það getur vel verið að það örli eitthvað á riðu í Ráðhúsinu - eða fjárkláða - eða stíuskjögri. Kann ekki alveg að greina það.

Stefán Gíslason, 23.8.2008 kl. 15:14

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þessi draumur svolítið fyndinn og hægt að túlka á ýmsan hátt. Stóra spurningin er : Hver er rolluhræið?

Úrsúla Jünemann, 23.8.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband