Valgerður brýnir kutann

Framsóknarmenn segja að með niðurstöðu nefndar um gjaldeyrismál hafi formanni flokksins verið stillt upp við vegg og jafnvel tvo frekar en einn því hann hafi verið kominn út í horn.

Þeim fjölgar sífellt sem vilja leyfa Brúnastaðabóndanum að eiga þar athvarf sitt og velja sér nýjan formann. Þar kemur Valgerður sterkust inn, enda eini framsóknarmaðurinn á þingi sem eitthvert bit er í. Hún veit líka hvað hún syngur í gjaldmiðilsmálum og hefur vitað lengi.

Eins og frægt er hafa sumir sem áður hlógu að tillögum hennar í þessum efnum nú tekið þær upp og gert að sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband