Í útrýmingarhættu

Of hátt gengi skapaði undanfarin misseri svipuð skilyrði hjá almenningi og þegar maður fær vegna kerfisvillu ofgreidd laun í einhvern tíma. Það er gaman á meðan á því stendur en því erfiðara þegar þarf að greiða skuldina til baka. Sérstaklega er hætt við að staðan verði erfið hjá þeim sem lægstu launin hafa því með lækkun krónunnar hafa allar nauðsynjar s.s. matur og föt hækkað umtalsvert.

Það virðist vera að enn sé talsvert til af fatnaði sem verslanirnar keyptu áður en krónan féll og eru nú með á útsölu. Eftirspurnin hefur líka minnkað, fyrir hálfu ári voru verslunarmiðstöðvarnar fullar af fólki allan daginn og langt fram á kvöld eins og þar væri menningarhátíð á hverjum degi. Það er breytt.

Mér hefur reyndar alltaf ofboðið verðið á fatnaði hér. Hvernig stendur á því að það er tvöfaldur og jafnvel þrefaldur munur á verði á ósköp venjulegum fötum? Hvernig dettur einhverjum í hug að selja venjulegan bol eða skyrtu á 8-9 þúsund krónur? Af hverju kosta gallabuxur 18 þúsund krónur?

Heyrði skemmtilega sögu um daginn af konu sem var að skoða prjónaða tískuflík í verslun. Verðmiðinn hljóðaði upp á 50 þúsund krónur og konan lyfti upp flíkinni og spurði afgreiðslustúlkurnar: "Fyrirgefið, er þessi flík prjónuð úr ull af einhverri dýrategund sem er í útrýmingarhættu?"

Margir telja krónuna vera í útrýmingarhættu. Vonandi er það þó rétt mat en ekki óskhyggja hjá greiningardeild Glitnis að gengi hennar hækki aftur á næsta ári.


mbl.is Há gengisvísitala stenst ekki til lengri tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Gott ráð til allra sem finnst fötin of dýr hér á landi:

1. Reyna að halda sama þyngd svo fötin passa ennþá eftir 10 ár.

2. Geyma fötin nógu lengi, þá koma þau aftur í tísku.

3. Hlaupa ekki á eftir hverja tískubólu heldur klæða sig eins og manni þykir flott.

4. Og svo er það utanlandsferð, en ekki er það mjög spennandi eins og er.

Úrsúla Jünemann, 17.9.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband