Skortur á forsjárhyggju?!

Það er dálítið sérstakt að heyra Sigurð Kára tala um það núna að það hafi verið óráð að leyfa 90-100% lánin. Studdi hann ekki sem þingmaður ríkisstjórnina sem það gerði? Ég hef hvergi séð andmæli hans við því og það væri ágætt að hann birti þau á heimasíðu sinni ef þau hafa einhvern tímann litið dagsins ljós.

Það eru flestir tilbúnir að viðurkenna það núna að hagstjórnin síðustu ár hefur verið vond, að 90% lánin voru vond ákvörðun, að það var rangt að afnema bindiskyldu bankanna og að skattalækkanir á sama tíma og allt þetta og meira til var að gerast var líka vond ákvörðun.

Þegar hins vegar viturt fólk benti á að þetta væri óráðsía, að það þyrfti að hamla við þenslunni með einhverjum ráðum og hemja viðskiptahallann þá kölluðu frjálshyggjupostularnir "Forræðishyggja!!!".

Nú eru margir í sárum sem þá fóru með himinskautum. Sakna forsjárhyggjunnar.


mbl.is "Sem betur fer fór maður ekki til bankanna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Svo maður tali nú ekki um lækkun hátekjuskattsins í mesta góðærinu.

Sigurður Haukur Gíslason, 25.9.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Ég er sammáala þér með Sigurð Kára.

En.... ég held ekki að bankarnir hafi þurft sérstakt leyfi frá stjórnvöldum til þess að lána 90 eða 100%.  Bankarnir buðu þannig lán á hinum frjálsa markaði.

Hins vegar leyfði ríkisstjórnin hækkun á lánveitingum frá Íbúðalánasjóði í 90%  af markaðsvirði - en þó aldrei hærra en brunabótamat fasteignar.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 26.9.2008 kl. 00:42

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Að viðurkenna mistökin er fyrsta skref til hins betra. Svo kannski fer heimurinn batnandi hér.

Úrsúla Jünemann, 26.9.2008 kl. 11:18

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Alma heldur hlutunum rétt til haga. Því miður gera 24 stundir og Siggi Kári það ekki.

Gestur Guðjónsson, 26.9.2008 kl. 12:38

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Þetta vori skiljanleg misstög ritstjórans í 24 stundum - enda búið að halda lyginni á lofti svo lengi!

Sjá:

Alvarlegar rangfærslur í leiðara 24 stunda!

Hallur Magnússon, 26.9.2008 kl. 16:25

6 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Ja nú þykir mér gráa merin frá Kleif vera orðin aum í síðum, vegna skorts á forsjárhyggju sem greinilegt er að eigi skilur það orð. Greinileg sundrung í Samfólinu  og óráðsýja, hæstvirts Viðskiptaráðherra í bankamálum. Manni er skapi næst að ímynda sér að Ríkisstjórnarskipperinn sé í þann mund að fleygja ykkur út í hafsauga.

MBK: GARPURINN

Eiríkur Harðarson, 28.9.2008 kl. 16:36

7 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Hugsa nær daglega hversu blessunarlega íhaldsöm þjóðin þó var þrátt fyrir allt í óráðsíunni að leggja ekki niður íbúðalánasjóð. Þakka mínum sæla fyrir að hafa ekki hlaupið til eins og margir í kringum mig og breytt húsnæðislánunum og flutt yfir í banka. Það væri vert að taka lista saman yfir þá sem hömpuðu hugmyndinni og réru öllum árum að því að bankavæða húsnæðislán - og bera síðan saman við yfirlýsingar í dag. Það gæti orðið áhugaverð stúdía.

Anna Karlsdóttir, 28.9.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband