30.9.2008 | 13:59
Höfuðpaurinn
Það er margt skrifað og skrafað um þátt Davíðs Oddssonar í þessari niðurstöðu. Líklega verða menn aldrei á eitt sáttir um hvað er til í því. Ég held að fólki hætti til að ofmeta mátt hans. Höndin bláa er orðin gigtveik og lúin og strengirnir sem hún heldur um margir trosnaðir eða slitnir.
Hitt er miklu eðlilegra - og málefnalegra - að skoða þátt Davíðs Oddssonar í því séríslenska ástandi sem nú bitnar harðast á landsmönnum.
Það sem kemur harðast niður á fólki í dag er fall krónunnar og himinháir vextir. Þessi staða er komin upp vegna þess vítahrings sem peningamálastefna Seðlabankans hefur komið okkur í.
Seðlabankinn á að halda verðbólgu niðri með því að hækka vexti. Þegar þensla vegna stóriðjuframkvæmda, afnáms bindiskyldu og innrásar banka á íbúðalánamarkaðinn með ódýrt lánsfé fór að keyra upp verðbólguna brást Seðlabankinn við með því að hækka vexti.
Áhættufjárfestar nýttu sér þetta til að græða á vaxtamun og fjárfestu grimmt í íslenskum krónum. Við það hækkaði gengi íslensku krónunnar, magn peninga í umferð jókst enn og Íslendingar gátu keypt erlendar vörur á óeðlilega lágu verði. Viðskiptahallinn við útlönd sló nýtt heimsmet nokkur misseri í röð, alltaf hækkaði Seðlabankinn vextina og alltaf hækkaði gengi krónunnar - þar til blaðran sprakk.
Nú er gengið fallið um 60%, stýrivextir eru yfir 15% og verðbólgan um 14%. Erlend lán fólks hafa vaxið langt umfram áætlanir, flest íslensk lán eru verðtryggð en laun eru það ekki. Þetta er uppskrift að fjárhagslegu hruni almennings.
Á þessu ber Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóri höfuðábyrgð. Hann er aðalhöfundur, leikstjóri og aðalleikari í hinni mjög svo raunverulegu og séríslensku kreppu sem nú leggst á landsmenn, auk alþjóðlegrar lánsfjárkreppu.
Það væri nær að ræða þetta en hið lúna þema um Dabba og götustrákana.
Erfiðir gjalddagar framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Það er erfitt að meta það tjón sem þessi maður (Davíð) hefur valdið íbúum landsins. Hann verður vonandi síðasti seðlabankastjóri sem er ráðinn á pólitískum forsendum en ekki á faglegum.
Úrsúla Jünemann, 30.9.2008 kl. 14:21
Mitt innlegg er að bankamálaráðherra skipti útaf þeim í stjórn Seðlabankans sem skaðað hafa fjármálastefnuna.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 14:48
Tjónið sem þessi aðgerð mun valda á íslensku efnahagslífi verður gígantískt. Eru menn svo heimskir að halda það að eignaupptaka ríkisins upp á 200 milljarða hafi engin áhrif?
Í Bandaríkjunum eru menn búnir að átta sig á því að þjóðnýtingar gera illt verra. Þetta er eitt það heimskulegasta sem ríkisvaldið getur gert. Þessar aðgerðir hafa gert það að verkum að ástandið í BNA hefur versnað til muna síðustu vikurnar í kjölfar þjóðnýtingar á Freddi og Fannie og AIG.
Til fjandans með þessa Samfylkingu. Til fjandans með þingflokk Samfylkingarinnar hann er meðsekur í grófasta bankaráni sögunnar. Þetta eru þjófar!
IG (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 16:35
Dofri! Ekki....EKKI reyna, að setja Samfylkinguna í frígír hér og kenna Dabba um allt. Hvað með ISG, eða Össur og fl. SF er sofandi.
Hvítur á leik, 30.9.2008 kl. 21:21
Hvað er að frétta með Fagra Ísland. Þú áttir nú handritið af þessum pésa. Bölvuð hræsni hjá ykkur í SF. Algjör skítahræsni. Afsakaðu orðbragðið en hvað er annað hægt. Þið takið þátt í þessu öllu og gerið EKKERT. Jafnvel ráðherrar ykkar gera ekkert. Iðnaðarráðherra gerir ekkert. Viðskiptaráðherra ekkert...
Hvítur á leik, 30.9.2008 kl. 21:24
Það eru 10 fjársterkustu aðilar á landinu aðaleigendur Glitnis :
M.a, Byko / Saxhóll Baugur- Karl Werners / Milestone Róbert Wessmann/Salt investment
Af hverju hafa þeir ekki lagt þessa peninga út sjálfir til bjargar bankanum ?
Afhverju er leitað til Seðlabanka Íslands og Ríkisstjórnar um peninga almennings til bjargar frá gjaldþroti Glitnis...?
Ég er þeirrar skoðunar eftir alla þá umfjöllun sem málið hefur fengið , að allir þessir eigendur hafi ekki átt neinar lausar krónur til að setja í Glitni og hvergi fengið lán úti í hinum stóra heimi.... Það er einfaldlega allt lokað á þá .
Til að forða gjaldþroti Glitnis hafi þessi leið sem Ríkisstjórnin ásamt Seðlabankanum fór -- verið hin eina færa til að tryggja almannahagsmuni og sparifjáinnistæður ...
Öll hróp fyrrum eigenda um rán á eigum þeirra er að mínu mati til þess eins að milda þeirra eigin æru gagnvart hluthöfum sem nú hafa tapað gríðarlegum fjárhæðum á öllu þeirra spilverki...
Þetta er svona það sem mér finnst
Sævar Helgason, 30.9.2008 kl. 21:42
Það er naumast hægt að kenna einum manni um allt sem miður fer í heiminum !
Væl frá fullorðnu fólki komið... Farið þið nu bara að vinna ræflarnir ykkar!
Jónas Jónasson, 30.9.2008 kl. 23:13
Það stendur uppá Samfylkinguna að hafa ekki fyrir löngu skipt út stjórn og stjórnendum Seðlabankans fyrir löngu. Allir eru sammála að peningmálastefna Seðlabankans sé röng, og fullkomlega áranguslaus en þið gerið ekkert, nema láta leiða ykkur eins og lömb til slátrunar, eins og nú síðast í málefnum Glitnirs.
Veist þú hvert er hlutverk varaformanns samfylkingannar, ef það er ekki að leysa formanninn af í forföllum?
haraldurhar, 1.10.2008 kl. 00:30
Auli... Það eru hvergi til peningar í heiminum nema í seðlabönkunum eins og er. Bankinn þurfti ekki á hlutafé að halda hann þurfti á láni að halda. Þetta hroðalega ofbeldi sem er beitt þarna mun hafa hrikalegar afleiðingar.
IG (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 08:25
Seðlabankinn hefur auðvitað sinnt skyldu sinni hroðalega illa. En það er rétt hjá þér Dorfi að auðvitað réði Davíð ekkert samfélagsvæðingunni á Glitni. Ekkert annað skynsamlegt var í stöðunni eins og ég segi á bloggi mínu. Það hefði verið fáránlegt ef íslenska ríkið hefði einkavætt tapið en ekki gróðann. Nú verður bara að standa vörð um það að Glitnir verði ekki einkavinavæddur á útsölu. Almenningur á að koma að rekstri bankans um a.m.k. nokkur ár.
Guðmundur Auðunsson, 1.10.2008 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.