Nóg komið af DO

Enginn einstaklingur ber ríkari ábyrgð á því ástandi sem nú hefur myndast í efnahagslífinu en einmitt Davíð Oddsson, fyrst sem forsætisráðherra og svo sem aðalbankastjóri Seðlabankans.

Það er löngu tímabært að hann axli ábyrgð á axarsköftum sínum og að faglega verði staðið að ráðningum í hið mikilvæga starf Seðlabankastjóra. Það er ekki hægt að hafa þar mann sem hefur afar takmarkaða fagþekkingu - allra síst þegar sú takmarkaða þekking er iðulega ofurliði borin af heift mannsins í garð ýmissa aðila í samfélaginu.

Að setja fram hugmyndir af þesu tagi - þjóðstjórn til að hreinsa upp eftir efnahagsmistök hans sjálfs - er ekki boðleg framkoma af embættismanni í hans stöðu. Það er komið mikið meira en nóg af DO.


mbl.is Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Er engin leið að losna við manninn?

Hólmdís Hjartardóttir, 2.10.2008 kl. 13:33

2 Smámynd: Kári Harðarson

Jú amk. ein

Kári Harðarson, 2.10.2008 kl. 13:36

3 identicon

Staða og stjórn Seðlabankans hlýtur að verða rædd í ríkisstjórn. Geri ekki ráð fyrir að krafa um brotthvarf DO kosti eina ríkisstjórn, er það?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 13:38

4 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Er þitt fólk að gera eitthvað af viti Dofri. Nú er þörf á þverpólitískri samstöðu ef ekki á illa að fara.

Þorvaldur Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 13:39

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

EF við hefðum ekki öll þessi helvítis Kratakerfi, sem annaðhvort var komið á af þeim eða með hjálp Framsóknar-komma, værum við í grúfi.

Kratísk kerfi á borð við VERÐTRYGGINGU og KVÓTANN eru þau sem dregið hafa hvað mest úr vinnusemi og framleiðni okkar.

SVo eru það ofurfrjálshsem sameinast í KRatísjku bulli og yrfiboðum, (a la Orkuveitu kl´´uðrin og nú Landsvirkjunar gjafatilraunir ykkra manna)

Ef komið er of mikið af einhverjum, er það- líklega Krötum og laumukrötum, líkt og Kvótaelskendur í mínum Elskaða Flokki.

Nú viljið þið afhenda útlendum mönnum öll mið okkar og aulindir fyrir GRUNNAN SÚPUDISK frá ESB.

Aumkunarverð staða Krata.

Miðbæjaríhaldið.

Íhald af hinni fornuu sort

Bjarni Kjartansson, 2.10.2008 kl. 13:41

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér er nær að halda Dofri að þér sé ekki sjálfrátt í hatri þínu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.10.2008 kl. 19:28

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Prófið að skipta nafninu Davíð Oddsson út með nafninu Jean-Claude Trichet og reynið svo að bolgga hérna á Moggablogginu um þennan nýja seðlabankastjóra Samfylkingarinnar á Íslandi. Þá væri nú fyrst gaman að sjá framan í andlitin á ykkur. Þegar skammarræðurnar um stjórnmál, launamál, ellilífeyri og verðbólgu á Íslandi munu koma úr 400 sjónvarpstöðvum og 10.000 fjölmiðlum út um alla Evrópu, fyrst!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.10.2008 kl. 21:04

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Dofri,

Mistök Davíðs eru tvenn;

  • Að fylgja lögum um markmið og starfsemi Seðlabanka Íslands
  • Að trúa á sömu hagfræðikenningar og pólitískir vinir þínir og andstæðingar Davíðs í stjórnmálum

Þú einblínir alveg einstaklega þröngt og óverðskuldað á Davíð Oddsson, og heldur að þú hefðir gert annað en að framfylgja lögum um markmið og starfsemi Seðlabanka Íslands, og hlýða hagfræðikenningum sem bæði þú og Davíð deilið. Taktu eitt skref til baka og líttu út fyrir landsteinana. Er Davíð Oddsson virkilega rétta skotmarkið? 

Geir Ágústsson, 2.10.2008 kl. 22:14

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Best væri ef hægt væri að losna við DO, en það þarf ekki síður að losna við það öfgaumhverfislið sem er á rápi kringum Fúlapytt,Tjörninaí R.vík í von um að komast inn í Ráðhúsið á sama stað þaðan sem það ætlar sér að stjórna landinu, sem að sjálfsögðu þýðir ekkert annað en örbyrgð og byggðaeyðingu um allt land.Það á að vera forgangsverkefni að þetta lið komi ekki að stjórn landsins.

Sigurgeir Jónsson, 2.10.2008 kl. 22:55

10 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ef Samfylkingin er á því að DO er vandamálið, er þá ekki rétt að minna hana á að hún er í ríkisstjórn?

Gestur Guðjónsson, 3.10.2008 kl. 00:23

11 identicon

 Sæll Dofri.

Mistök Davíðs  eru.

Hann fór inn um vitlausar dyr.

Hann átti að opna dyrnar heima hjá sér,skrifa bók um flokkinn sinn og hve snildarlega hann goggaði ofaní einn og alla allt samkvæmt eigin yfirburðum og síðan syngja fyrir konuna, með allar dyr og glugga lokaða!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 02:42

12 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Dofri minn! Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eru undir einni sæng í ríkisstjórn. Ef þú hallmælir sjálfstæðismönnum ertu í leiðinni að hallmæla þínum mönnum. Davíð Oddson hefur gert mikil axarsköft í gegn um tíðina og mörg STÓR og af persónulegum toga. En hver á að sjá um að reka hann? Hver sá um að ráða hann í það starf sem hann er í núna? Hverjir eru vinir og hverjir eru ekki vinir.

Steinunn Þórisdóttir, 4.10.2008 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband