Íbúðalánasjóður kaupir erlendu húsnæðislánin

Ef ég hef skilið frumvarpið rétt sem Geir var að kynna rétt í þessu er í því heimild til að taka yfir erlend lán sem fólk hefur tekið til húsnæðiskaupa og bjarga þar með fólki frá þeirri gengisáhættu sem það hefur ratað í með falli krónunnar.

Þetta er gríðarlega mikilvægt því þúsundir einstaklinga eiga um sárt að binda vegna gengisfalls krónunnar. Allar aðgerðir verða að miða að því að bjarga fólki og fyrirtækjum.


mbl.is Neyðarlög sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÖSSI

Ef ég hef skilið það rétt þá held ég að sé svona... 

Íbúðarlánasjóður hlýtur að taka þessi lán yfir á sömu kjörum og þau eru þá þegar á. Það breytir því væntanlega engu fyrir lántakendur þeir eiga eftir að búa við sömu gengisáhættu og áður geri ég ráð fyrir. Það er ekki talað um að skuldbreyta lánunum. Enda væri það í raun ósanngjarnt gagnvart þeim sem nú eru með verðtryggð lán og fá engu við ráðið. Verðtryggðu lánin lækka allavega ekki aftur meðan þau gengistryggðu gera það með lækkandi vísitölu. Þeir sem eru með verðtryggð lán eru í raun ekki í mikið skárri málum til lengri tíma litið. Það sem Íbúðalánasjóður getur hinsvegar gert er að slá lánunum á frest á meðan þetta gengur yfir.

Það hefur þó lítið komið fram frá stjórnvöldum hvað þetta þýðir...

ÖSSI, 6.10.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband