Vaxtalækkun afar brýn

Nú verður þegar í stað að vinda ofan af þeirri vitleysu peningamálastefnu sem hér hefur verið keyrð áfram allt of lengi. Nú standa fjölmörg fyrirtæki í góðum rekstri frammi fyrir rekstrarstöðvun og gjaldþroti af því þau geta ekki fjármagnað nauðsynlega þætti í rekstri sínum.

Það vita allir að hinn alþjóðlegi lánamarkaður er frosinn og við því er fátt hægt að gera. Það er hins vegar alger óþarfi að hafa vexti á íslensku Matador peningunum okkar svo háa að engin lögleg starfsemi stendur undir kostnaðinum.

Það er ekki á glapráðalista Seðlabankastjóra bætandi að láta fjölda ágætra fyrirtækja fara í þrot með tilheyrandi atvinnumissi fjölda fólks. Skynsamlegast væri að skipta strax út allri stjórn Seðlabankans og tilkynna um leið verulega lækkun stýrivaxta.

Þýða upp innlenda lánsfjármarkaðinn og freista þess að halda lífinu í innlendri atvinnustarfsemi.


mbl.is Atvinnulífið fái súrefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Það þurfa líka að vera fjármunir til að lána.  En verðbólguforsendur hávaxtanna eru úti, fyrir utan sjálfhelduna við stórfellt gengishrun m.a. með innlausn jöklabréfa.

Sigurður Ásbjörnsson, 6.10.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: haraldurhar

   Dofri samfylkinarmaður ´situr ekki núverandi stjórn og bankastjórar Seðlabankans þar með umboði og stuðnigi flokks þíns. 

   Auðvitað á að lækka stýrivexti strax í fyrramálið, þessir okurstýrivextir hefur verið mesta meinsemd í okkar þjóðfélagið í mörg ár.  Öllum ætti nú að vera ljóst hverjum hörmungum þeir hafa valdið þjóðarbúinu okkar á sl. árum.   Innlausn jöklabréfa verður auðveldari með hverjum deginum.

haraldurhar, 7.10.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband