Fífl og dóni!

Á þessu myndskeiði á visir.is má sjá athyglisverð ummæli forsætisráðherra um fréttamann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning hver er FÍFL OG DÓNI!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 18:24

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

G.H.H.. er fífl.

Óskar Þorkelsson, 9.10.2008 kl. 18:32

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

En hvaða spurninga spurði Helgi- missti af því hvað að var sem reitti Geir til reiði?

María Kristjánsdóttir, 9.10.2008 kl. 18:38

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Helgi einfaldlega muldraði eitthvað sem ekki heyrðist.  Það er augljóst að það sem er að fara í taugarnar á Geir eru frammíköllin sem trufla blaðamannafundinn .  Helgi Seljan í hnotskurn.

Guðmundur Björn, 9.10.2008 kl. 18:41

5 identicon

Hann er svo stressaður kallinn , og er ekki neit nýtt , að G H H missi stjórn á skapi og segir ljót og talar asnalega ....er það ekki rétt að hann er sjálfur fifl , asni og dóni .

Ég mundi sjá dyralækninn og hans simtal með A.Darling .

svona er þetta þegar dyralæknir stjórnar fjármál í landinu .þá er G H H  verða ASni .ljót og Fifl

Ég (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 20:52

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Fyrirgefið mér, forsætisráðherra hefur ekki sofið í 3 vikur eða meira, er nema eðlilegt að þráðurinn sé stuttur í manninum.

Gestur Guðjónsson, 9.10.2008 kl. 21:52

7 Smámynd: Ævar Austfjörð

ég tek undir með Geir

Ævar Austfjörð, 9.10.2008 kl. 22:09

8 identicon

Það er hluti af vinnu blaðamanns að spyrja og vilja fá svör! Það er hluti af því að vera forsætisráðherra að SVARA!!! Mér er nokk sama þótt hann sé ekki búinn að sofa í einhverja skitnar 3 vikur! Margir hafa ekki sofið í marga mánuði til dæmis vegna fjárhagsáhyggja og aðgerðaleysis yfirvalda!!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 22:17

9 Smámynd: Vilberg Helgason

Veistu Dofri að ég er ekki flokksbundinn hef skilað auðu síðan ég man eftir mér (þó ég eigi nokkrar minningar fyrir kostningaaldur ;) en ég hef aldrei á ævinni vitað jafn mikla fyrirlitningu til þjóðarinnar eins og þessi comment Geirs eru....

MÖO Geir, ljúðu blekktu og gerðu það sem þú villt og leyfðu þjóðinni að dæma þig fyrir það sem þú ert en um leið og þú kallar einhvern hlutlausasta fréttamann þjóðarinnar dóna og fífl ertu að gera svo lítið úr 4. valdinu sem eru einu tengl lítilmangans ´sem ég er um að fá upplýsingar um hvað er að gerast.... Allavega virðast hvorki þjóð né bretar skilja orð sem þú segjir hvað þá trúa því.

Þetta er ekki einu sinni fyndið. Á ekki orð

Og Dofri þú færð hrós frá mér fyrir undanfarnar færslur frá þér því þær virðast allavega hitta á púlsinn hjá mér og hvað mér finnst skipta máli.

Vilberg Helgason, 9.10.2008 kl. 22:19

10 identicon

Hver er ekki orðinn leiður á Helga, sem sífelt er að kalla fram í og pirra almening á rausi sínu. Er hann ekki búin að gera nóg af sér? Hann er búin að valda vandræðum og er ekki nóg komið?

Guðrún Jónsdóttir.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 00:09

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Helgi er ágætur en mér fannst það í góðu lagi þó svo að Geir léti þetta fjúka.

Sigurjón Þórðarson, 10.10.2008 kl. 01:28

12 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Það vita það allir sem einhvern tímann hafa starfað á fjölmiðlum, og þá ekki bara frétta- og blaðamenn, heldur allir sem þar vinna, að í slíku ástandi sem hefur ríkt hjá okkur þá fara fréttamenn oft hamförum.  Á blaðamannafundum sem þeim sem haldnir hafa verið - skiptir miklu fyrir egó hvers fréttamanns að spyrja sem gáfulegast.

Ég hef aldrei verið fylgismaður Sjálfstæðisflokks. 

 Hins vegar segi ég algerlega fullum fetum að mér finnst Geir H. Haarde sem og ekki síður Björgvin G. Sigurðsson hafa staðið sig með ólíkindum í þessari orrahríð.  Þeirra verkefni nú síðustu vikur hefur nánast eingöngu verið að bregðast við. 

Mér finnst að svona almenn skynsemi ætti að segja okkur öllum það að það er ekki í mannlegu valdi að geta haft svör við spurningum allra blaðamanna - í hamförum sem þeim sem á okkur hafa dunið.

Dofri Hermannsson - mér finnst þetta mál afar smátt í dag.

Kannski stendur þér nær Dofri - að fjalla um sveitarstjórnarmál - stöðu þeirra nú, hvaða álit þú hafir t.a.m. á sveitarfélögum hér heima og þeim vanda sem þau eru í við þessar sviptingar, hvort sveitarfélög hér á landi hafi fjárfest í hlutum í fjármálafyrirtækjum, líkt og sveitarfélög í Bretlandi sem slíkt hafa gert og eru nú að lenda í vandræðum vegna. 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 10.10.2008 kl. 01:29

13 Smámynd: Jens Guð

  Kalli Bretaprins lenti í svipuðu fyrir nokkrum árum.  Þá var verið að ljósmynda hann og syni hans áður en þeir renndu sér á skíðum - að mig minnir í Sviss.  Sennilega var blaðamannafundur á staðnum áður en feðgarnir stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.  Að minnsta kosti var hljóðnemi opinn fyrir aftan feðgana og Kalli hálf hvíslaði að sonum sínum að hann hafi aldrei þolað tiltekinn blaðamann.  Gott ef hann kallaði ekki blaðamanninn uppskafning. 

  Ég veit ekki hvernig blaðafundurinn hjá Geir gekk eða hver framganga Helga var.  Helgi hefur alla bestu kosti fréttamanns:  Hann er ágengur og leyfir viðmælandanum ekki að tala rósamál í hálfkveðnum vísum eða drepa málum á dreif.  Hann biður um skýr svör og fylgir því eftir.

  Geir leikur gjarnan þann leik að tala svo þokukennt að blaðamenn þurfa að spyrja Þorgerði Katrínu eða aðra út í hvað Geir átti við.  Óþol Geirs gagnvart blaðamönnum er farið að setja svip á vinnubrögð hans.  Skemmst er að minnast er Sindri Sindrason spurði Geir út í milljónirnar sem hafa verið á leiðinni til Íslands í marga mánuði.  Geir svaraði:  "Ef þú værir ekki svona dónalegur þá myndi ég KANNSKI svara þér."

  Fyrir tveimur dögum eða svo var Geir að setjast inn í bíl og blaðamenn spurðu hann ágengra spurninga.  Hann svaraði á líkan hátt:  Að ef blaðamenn væru ekki að trufla hann við að komast inn í bílinn myndi hann KANNSKI svara þeim.

  Ég hef aldrei unnið í almennum fréttum en var blaðamaður í 30 ár að skrifa um poppmúsík.  Ósjaldan hef ég fylgst með poppstjörnum drepa niður allan áhuga blaðamanna á samskiptum við þá með hroka og stjörnustælum.  Poppara sem hafa tímabundið skorað hátt á vinsældalistum en hrakið frá sér blaðamenn.  Og horfið úr sviðsljósi fyrir bragðið.  Ég nefni engin nöfn en menn geta litið yfir farinn veg.

  Aðrar poppstjörnur hafa umgengist blaðamenn af virðingu fyrir þeirra starfi og sýnt því skilning.  Ég nefni Bubba,  Björk,  Rúnar Júl og Emilíönu Torrini sem góð dæmi um slíkt (undan er skilið er Björk réðist á tælenska blaðakonu.  Það var sérkennilegt undantekningar tilfelli).  Þetta fólk hefur uppskorið ríkulega fyrir þolinmæði,  umburðarlyndi og þægilega framkomu gagnvart blaðamönnum.   

  Þegar blaðamaður á einungis góð samskipti við viðmælanda verður til viðskipavild sem skilar sér ríkulega til lengri tíma. 

Jens Guð, 10.10.2008 kl. 02:35

14 identicon

Kalli Prins sagði nákvæmlega þetta : 

"Bloody people"

"I hate doing this"

"These bloody people. I can't bear that man. I mean, he's so awful, he really is."

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 09:57

15 Smámynd: Ævar Austfjörð

Til að upplýsa Jens Guð um þetta þá sagði Geir að nú svaraði hann ekk fleiri spurningum íslensku blaðamannanna og bað þá að rýma salinn fyrir erlendu pressuna, en Helgi hefur sennilega ekki vitað að það þýddi að hann svaraði ekki fleiri spurningum íslensku blaðamannanna. Og Gei var ekki að segja þetta við Helga eða okkur hin, hann var einfaldlega að segja aðstoðarmanneskjunni hvað honum finnst um Helga. Vissulega verða menn í þessari stöðu að passa sig, en þeir eru jú mannlegir, bæði Geir og Kalli prins

Ævar Austfjörð, 10.10.2008 kl. 23:19

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Dæmigert fyrir yfirlæti valdstéttarinnar þegar hún hefur fjarlægst almúgann. Þessi ummæli Geirs segja í raun allt sem segja þarf um hans persónu og stjórnunarhætti almennt í Flokknum. Svo það að hann sé "eðlilega" pirraður vegna þess að hann sé ósofinn er bara léleg afsökun. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að þessir valdamenn skipi sér til aðstoðar færustu sérfræðinga og samstarfsmenn í stjórnmálum sem þeir geta sent hingað og þangað að erindast í svona málum í stað þess að þeir séu sjálfir á handahlaupum og leynifundum um miðjar nætur sem gerir ekkert nema auka tortryggni fólks. Það er ekki eins og þessi atburðarás hafi verið ófyrirsjáanleg þrátt fyrir að þeir reyni af kappi að ljúga sig frá þeirri staðreynd. Alvöru ríkisstjórn myndi vera búin að gera viðbragðsáætlanir til að bregðast við svona aðstæðum fyrir löngu síðan, ég efast ekki um að það hafi t.d. bæði Bretar, Bandaríkjamenn og flestar aðrar vestrænar þjóðir gert. Og svo er eins og þeir fatti ekki að allt sem þeir segja opinberlega hvort sem það er við blaðamenn eða í sjónvarpsviðtölum, berst beint til eyrna þeirra sem sitja við stjórnvölinn í nágrannaríkjunum og bíða spenntir átekta. Vita þeir t.d. ekki að Bretar búa yfir leyniþjónustu, með fjölmiðladeild, þar sem horft er á Kastljósið. Bretarnir eru sjálfir í raun í nákvæmlega stöðu og, þeir bíða aðeins eftir að sama skriðan fari af stað þar, og kannski standa þeir jafn ráðalausir frammi fyrir vandamálinu og við. Þess vegna beinast allra augu hingað í eftirvæntingu eftir viðbrögðum stjórnvalda, þeir vilja geta dregið lærdóm af því sem gengur upp og forðast það sem úrskeiðis fer, verst að við skulum lenda í hlutverki einskonar tilraunadýra í hagrænum björgunaraðgerðum.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.10.2008 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband