Góð ábending

Þetta er góð ábending hjá leikskjólastjórum.
mbl.is Börnum verði tryggður fullur aðgangur að leikskólanámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Tja, ef annað foreldrið missir vinnuna...það verður nú allmikið um uppsagnir á næstunni - er þá ekki alveg eins gott að vera smátíma heima með börnunum og taka þau úr leikskólanum til að spara pening? 

Púkinn, 10.10.2008 kl. 07:19

2 identicon

Takk Dofri fyrir að taka undir ábendingu frá leikskólastjórum en mig langar jafnframt að benda Púkanum á að leikskólinn er fyrsta skólastigið og einnig það að fyrir börnin okkar hefur það aldrei verið eins mikilvægt og nú að þau fái að vera í umhverfi sem tekur mið af þeirra þörfum. Það er hægt að spara þennan kostnað í dag en líf þeirra er annað og meira en kreppan í dag. Það að vera í leikskólanum varðar ekki aðeins hagsmuni þeirra núna heldur er undirstaða þess hvernig þeim vegnar í framtíðinni. það er engin betur til þess fallin að hjálpa þeim í gegnum þessa óvissu en strarfsfólk leikskóla sem hefur menntun og metnað til að huga að andlegri, jafnt sem líkamlegir velferð þeirra.

Leikskólastjórar benda jafnframt á að passað verði upp á að börnum verði ekki sagt upp plássi á leikskólum þó svo að efnahagur foreldra sé slæmur og það er hlutur sem sveitarfélögin verða að taka með í reikninginn núna og sjá til að það gerist ekki. Nú duga ekki bara slagorð um að börnin séu framtíðinn það verður að sjást í verki.

Kristín (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 08:06

3 identicon

Tek hattinn af fyrir þessum tillögum, börnin eiga betra skilið en að vera í hringiðu neikvæðrar umræðu af því tagi sem gegnumsýrir alla opinbera umræðu þessa dagana.

Bendi púkanum á það, að atvinnulausir foreldrar gætu þurft tíma með sjálfum sér til að fá tíma til að ná áttum og tækla sjálfa sig, tíma til að endurmeta og endurskapa sjálfan sig á örlagastund. Börn njóta þess ekki að vera heima við þrúgandi aðstæður, en það er varla auðvelt fyrir foreldra að halda andliti gangvart börnum sínum þegar þau eru saman öllum stundum á tímum sem þessum.

Snorri M. (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 08:09

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góðir punktar.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.10.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband