Endurmat

Það er ljóst að þegar þennan storm lægir tekur við endurmat á ýmsum viðhorfum. Óheftur kapítalismi og 100% testesterón mun ekki verða talið gæfulegt nesti í langferð.

Við eigum að nota þetta ógæfulega ástand til að hefja aftur til vegs og virðingar góð gildi svo sem hófsemi, samkennd og jafnrétti. Við eigum að tryggja jafnræði kynjanna til stjórnunarstarfa hjá þeim fyrirtækjum sem nú eru aftur komin í eigu ríkisins/samfélagsins. Það er líklegra til farsældar, nú þegar þarf að byggja samfélagið upp að nýju, en að hafa einsleitan hóp af sama tagi og kom okkur í þá stöðu sem við erum í núna.

Endurmat mun ekki einskorðast við fyrirtæki og stofnanir. Góð staða einstaklings er lítils virði ef samfélag hans er í molum. Nú þegar heimsþorpið okkar stendur höllum fæti skiptir máli að hver og einn að hugsi um hvað hann eða hún geti gert fyrir samfélagið fremur en öfugt, svo vitnað sé í fræg ummæli berlínarbollunnar JFK.


mbl.is Áhættumeðvitund varð til þess að Auður stendur vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er að mörgu leyti sammála þér og tel mjög mikilvægt að auka hlut kvenna í stjórnum hjá fyrirtækjum og ríkisstofnunum. Við værum ekki í þessum sporum ef aðeins fleiri á borð við Ragnhildi Geirsdóttur hefðu verið í stjórnum félaga.

Hins vegar eru ekki allir karlmenn einhverjir graðnaglar uppfullir af testósteróni á borð við Jón Ásgeir, Björgúlf, Hannes og Karl Wernersson. Sumir af okkar látum ekki eingöngu stjórnast af hormónaflæði, græðgi og jafnvel einhverju sterkara eins og sumir hafa látið í veðri vaka ...

Þetta gildir jafnvel um sjálfstæðismenn á borð við mig.

ÉG NEITA AÐ VERA BORINN SAMAN VIÐ ÞESSA MENN VEGNA KYNFERÐIS MÍNS!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 10.10.2008 kl. 23:04

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sammála Guðbjörn, þess vegna varaði ég við 100% kapitalisma og 100% testesteróni, það þarf að vera mótvægi.

Dofri Hermannsson, 11.10.2008 kl. 00:06

3 Smámynd: Anna Karlsdóttir

hjartanlega sammála þér Dofri og Guðbjörn!

Anna Karlsdóttir, 11.10.2008 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband