Gamlir foringjar

Sagan er full af dæmum um hvernig fer þegar gamlir leiðtogar, eða jafnvel bara fjölskylduherrar, neita að gefa forystuna eftir í raun, jafnvel þótt þeir hafi gert svo formlega.

Frétt af ræðu Kjartans túlka margir sem jákvæðar fréttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn og því er það miður ef hraustleg tilraun til að brjóta af sér hlekki hins ónefnda hefur hrokkið til baka.


mbl.is Tár felld á flokksráðsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er búið að vera sorglegt að horfa upp á manninn streytast við að halda áfram um valdataumana, frá þeim tímapunkti sem hann hefði í raun réttri átt að draga sig í hlé og sýsla með annað, láta aðra (og hæfari) taka við. Þá hefði hann líka farið frá með vissri reisn, a.m.k. í augum stuðningsmanna, hætt á toppnum, svo að segja.

En þetta er ekki einsdæmi um gamla valdsherra. Nú eru ALLIR, meira að segja hans dyggasti stuðningsmaður hér áður fyrr, búnir að fá miklu, miklu meira en nóg.

Er það ekki einsdæmi í veröldinni að einstaklingur stígi beint úr stól forsætisráðherra og setjist í stöðu seðlabankastjóra? Ég man að ég varð á sínum tíma svo undrandi yfir þessari ráðstöfun að mér duttu allar dauðar lýs úr höfði...

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.10.2008 kl. 12:16

2 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Já vonandi taka þeir svo af honum allar orðurnar, áður en hann verður sendur í að segja skemmtisögur á KVÍABRYGGJU, einsog "Góði dátinn Sveijk" myndi líklega segja, "Tilkynni herra ofursti :  Maðurinn er ekki bara hrokafullur, heldur er hann líka alveg TRÖLLHEIMSKUR. 

Máni Ragnar Svansson, 12.10.2008 kl. 13:49

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Máni, þar er ég ekki sammála dátanum Svejk. Ef hann væri heimskur hefði hann ekki verið í þessum háu embættum eins lengi og raunin er.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.10.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband