12.10.2008 | 15:37
Silfur Egils dómstóll götunnar?
Silfrið byrjaði á málefnalegum nótum. Í fyrsta kaflanum komu fram sjónarmið um að forsendur uppbyggingarinnar framundan væri heiðarleg rannsókn á því hvernig ástandið gat orðið eins og það er. Ef eitthvað saknæmt kemur út úr slíkri rannsókn verða menn að taka því. Mér finnst reyndar lang líklegast að út úr slíkri rannsókn komi að margir gerðu mistök. Stjórnvöld sváfu á verðinum, fjölmiðlar sváfu á verðinum, gráðugir menn - hylltir af lýðnum sem útrásarvíkingar - tefldu allt of djarft og þegar alþjóðlegur brotsjór reið yfir var hvergi borð fyrir báru.
Viðtölin við Ragnar Önundarson og Jóhönnu Sigurðardóttur voru líka góð. Það er gott að fá svona umræðu í þætti eins og Silfri Egils Helgasonar. Þetta er ábyrg umræða og getur leitt af sér eitthvað gott.
Það var hins vegar hræðilegt að horfa upp á Egil Helgason breytast úr flumbrulegum en vel meinandi stjórnanda í reiðan og ómálefnalegan karl á háa C-inu. Það er skiljanlegt að fólk sé reitt og heimti skýringar en þá reynir á að lykilaðilar s.s. Egill sem stjórnandi helsta umræðuþáttar landsins haldi ró sinni, spyrji málefnalega og hlusti á þær skýringar sem bornar eru fram. Það gerði hann ekki.
Þó grunnur skilningur stjórnanda geti stundum verið sjarmerandi geti stundum náð fram svörum við þeim spurningum sem fólk heima í stofu er að spyrja var þetta allt of langt gengið. Ég vil fá spurningar og svör sem skýra út ástandið en ekki reiða karla að þenja kassann og berja í borð. Það er hægt að fá á kaffihúsum og í heitu pottunum.
Egill á ekki að taka að sér að vera dómstóll götunnar.
Jón Ásgeir: Fær ekkert út úr sölunni á Baugsfyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Dofri Hermannsson
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Sammála !
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 12.10.2008 kl. 15:41
sammála
Líney, 12.10.2008 kl. 15:52
Ég er einfaldlega ekki sammála ykkur.
Egill spurði hreinlega Jón Ásgeir að því sem íslenska samfélagið er að spyrja sig innbyrðis, og þá á ég við manna á milli.
Gísli Hjálmar , 12.10.2008 kl. 16:00
Ég er algerlega ósammála þér, því miður þá fólk hrætt við að taka á þessum köllum sem ráða yfir mestum part fjölmiðla landsinns, og einhvernvegin hefur Samfylkingin dregist inn í það hlutverk að vera verjendu Baugs, þess vegna koma þessi ummæli þín ekki á óvart. Egill talaði og spurði með röddu fólksinns í landinu sem sér fram á að borga fyrir allt sukkið, einkaþoturnar, snekkjurnar, Bentleiinn og rekstur fótboltafélags í Englandi. Hannes Smárason var einn þessara tuttugumenninga sem settu landið á hausinn og er gjaldþrota og flúinn land, hann býr í flottasta hverfi Lundúna í fimmhundruð miljóna villu og ekur um á Bentlei og Porse. Augljóst er að Jón Ásgeir og Björgólfur eru í þeim hóp sem ekki verður vært á Íslandi og ég spái þv´að lifnaðarhættir þeirra verður í stíl við Hannes.Ég segi Takk Egill þú talaðir rödd hinns vinnandi manns, sem hefur ekki efni á neinum lúxus, og má þakka fyrir að eiga í sig og á á næstu árum vegna útrásargaukana.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 16:01
Af hverju skiptir það mestu hvort einhver æsti sig eða ekki ?
Fólk virðist bara upptekið af því, maður getur spurt sig ef brjálaður fjöldamorðingi mætti í viðtal en myndi tala yfirvegað aldrei sýna neinn vott af æsing, reiði eða neinu en þáttastjórnandinn myndi aðeins sýna að honum væri ekki sama um fórnalömbinn með sá handabendingum. Væri þá fjöldamorðingin góður en þáttarstjórnandin vondur.
Svona tepruskapur varðandi mannleg samskipti er ekki líðandi, menn verða læra að innihaldið skiptir máli ekki bara hvort einhver var rólegur eða brosandi.
Fyrir utan það var Egill ekkert æstur, hann spurði bara óþægilegra spurninga sem enginn annar fjölmiðill hefur gert af einhverjum ótrúlegum ástæðum.
Ólafur Jónsson, 12.10.2008 kl. 16:04
Ég er sammála þér Dofri, Að Silfur Egils fyrri hluti var góður enviðtalið við Jón Ásgeir var alveg með ólíkindum lélegt. Það var eins og Egill missti algjörlega stjórn á sér þegar kom að Jóni Ásgeiri.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.10.2008 kl. 16:58
Þetta fór ekki vel í lokin hjá Agli. Enda vafasamt fyrir sjónvarpsmann að taka að sér að vera reiður fyrir heila þjóð eins og hann segist hafa verið. Ætli fari ekki best á því að hvert okkar sé reitt fyrir sig.
Aðalatriðið er auðvitað að það kom ekki neitt út úr viðtalið hans við Jón Ásgeir. Nema það kannski að Jón væri lakari í eyjalandafræði en Egill. Það skiptir víst ekki miklu. Og Jón bar það af sér að vera höfundur heimskreppunnar. Jæja.
Mér þótti frammistaða Jóhönnu félagsmálaráðherra bera af í þessum heldur misheppnaða þætti. Hjá henni skynjaði maður djúpan skilning á alvarlegri stöðu mála nú og einlægan vilja til að bregðast við. Ég met það mikils. Aðrir stjórnmálamenn sem þarna voru hefðu eins getað haldið sig heima.
Kristján Sveinsson (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 17:42
Aldrei aftur X-D.
Johann Trast Palmason, 12.10.2008 kl. 18:21
Egill var hreinlega á barmi taugaáfalls
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 12.10.2008 kl. 20:26
Mikið er ég sammála þér, Egill gerði sig að stóru fífli í þetta sinn.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 22:17
Egill hagaði sér eins og fífl, fyrst og fremst vegna þess að hann var svo upptekinn af því hvort Jón Ásgeir mundi nú hafa það betra en annað fólk í þjóðfélaginu, ég er algjörlega sammála Jóni um það að heimskulegustu aðgerðir stjórnarinnar voru að neita Glitni um ríkisábyrgð í upphafi, hefðu þeir gefið þessa ábyrgð þá hefði hún verið 80 millj, en í staðinn sitjum við uppi með skuldir uppá tólf-falda þjóðarfamleiðslu. Ef þetta er ekki heimska þá er hún ekki til.
Það er rétt hjá Jóni að þetta fellur eins og dómino, afleiðngarnar eru ekki enn komnar að fullu í ljós, en það að ætla mönnum sem standa í skilum að vera fyrsti kubburinn, er líka heimska. Af hverju haldiði eiginlega að fólk vilji Davíð úr seðlabankanum, af því að hann er svo ljótur.
Mér fannst Jón koma ágætlega út úr þessu viðtali miðað við bægslaganginn í Agli, ég hefði frekar viilja heyra hvað meðurinn ætlaðist fyrir með það sem eftir er af eigum þeirra og hvernig hægt væri að grynnka á skuldum þeirra jafnvel með sölu á þeim, og hvað Bónus varðar þá er það rétt hjá honum að það gerir engum gagn að reyna að setja það fyrirtæki á hausinn, hvorki þeim sem missa vinnuna né þeim sem kaupa sína matvöru á skársta verði sem býðst á matvörumarkaði.
Katala (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 22:23
Mér fannst Jóhanna einmitt eins og móðir jörð, alvarleg, hughreystandi og ábyrg. Síðan þegar Jón kom þá hugsaði ég...vá...hvað tapaði Egill e-lega miklu. Hann amk tapaði því áliti sem ég hafði á honum sem þáttastjórnanda. Jón Ásgeir var eiginlega í að róa hann niður......
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 12.10.2008 kl. 22:44
Ég er á sama máli og þeir sem finnst fyrrihluti þáttarins góður.Egill Helgason á að vera stjórnandi þáttarins en ekki alltaf gjammandi frammí leifa gestunum að klára að tala.Hann gerði sig hálf aumkunarverðan á móti Jóni Ásgeir sem var sallarólegur,og hverjum dettur það í hug að J.Á.J. eigi stórann þátt í heimskreppunni.
Guðjón H Finnbogason, 12.10.2008 kl. 22:45
Sæll Dofri
Ég skil að Samfylkingin hafi þurft að fórna einhverjum eða senda einhvern út af örkinni til að verja hagsmuni Baugs og félaga og þeirra veldi, enda fjármögnuðu þau kosningabaráttu ykkar og flokksstarf ekki einungis í síðustu kosningum, heldur allt frá stofnum flokksins og þar með í mörgum undanförnum kosningum og á milli kosninga.
Ég met hins vegar heiðarleika þinn mikils, því fáir munu hafa kjark á borð við þig, þegar klárt er að við Íslendingar skuldum 8.000 milljarða króna erlendis og það er því liði að kenna, sem hefur fjármagnað ykkur - Samfylkinguna - undanfarin ár. Trúðu mér, við munum nú ykkur þessu um nasir í næstu kosningum!
Má ég þá frekar biðja um Davíð, sem foringja og LÍÚ sem fjármagnara, þótt maður hafi auðvitað óbragð í munninum!
Nei, annars! Kannski að ég vilji hætta þessu með öllu og hefja nýjan dans, að þessu sinni kannski með SA og ASÍ og fleirum!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.10.2008 kl. 23:41
Staðreyndirnar eru öllum augljósar:
Sjálfstæðisflokkurinn er ábyrgur fyrir þessu hörmungum.
Davíð Oddsson var formaður flokksins og stjórnaði einkavinavæðingu bankanna.
Hann gerðist síðan æðsti embættismaður fjármála Íslands.
Hann ber ábyrgð á því að skuld íslenska ríkisins í dag er 12 föld þjóðarframleiðsla þjóðarinnar.
Hann átti að sjá til þess að íslenska þjóðin væri ekki þátttakandi í þeirri áhættu sem sem fylgdi
bankastarfseminni.
Davíð Oddsson er maðurinn sem eyðilagði Ísland.
Sjálfstæðisflokkurinn verður lagður niður.
Það verður að stofna nýja stjórnmálaflokka með nýju fólki.
Ragnar (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 00:14
Æðislegt að sjá Viðar Helga Guðjohnsen rembast við að reyna að koma að einhverjum fáránlegum fullyrðingum um að Samfylkingin sé "málpípa Baugs". Svo veruleikafirrt að enginn nennir að svara því... nema ég
Páll Geir Bjarnason, 13.10.2008 kl. 01:23
Egill skeit upp á bak og varð sér til skammar.
Það er hrikalegt að klúðra þessu tækifæri á að ræða við Jón.
Jón þurfti ekki að mæta frekar en aðrir en gerði það væntanlega í von um að geta rætt við Egil af einhverju viti og gefa svör en Egill bara brjálast.
Það er óþolandi að menn sem sjá um að koma fréttum á framfæri hagi sér svona og geti ekki haft stjórn á skapi sínu.
Egill þarf að biðjast afsökunnar ef hann ætlar að halda trúverðugleika.
Gunni.
Gunnar Pétursson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 01:31
Egill stóð sig frábærlega, fór ekkert yfir strikið.
Anna (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 01:43
Guiðbjjörn, hvaðan hefur þú þær upplýsingar að Baugur hafi fjármagnað Samfylkinguna. Ég hef verið gjaldkeri fyrir Samfylkingarfélag og við fengum aldrei krónu frá neinu fyrirtækja Baugs, hvorki í beinum framlögum né í auglysingasölu.
Þetta er einfaldlega kjaftæði, sem þið andstæðingar Samfylkingarinnar eruð að reyna að koma fram með, sem einhvern sannleika. Það má vel vera að Baugur hafi styrkt Samfylkinguna á landsvísu enda styrkja flest fyrirtæki af þessari stærðargráðu alla stjórnmálaflokka.
Safmylkingin hefur aldrei verið nein málpípa Baugs. Þetta er þjósaga, sem kom fyrst upp eftir hina frægu Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar. Þar var hún ekki að verja Baug sérstaklega heldur að koma fram með verðsluldaða gagnrýni á ofóknir, sem stjórnvöld væri að fara fram með gagnvart einu fyrirtæki, sem var ekki þóknanlegt Davíð Oddsyni. Þetta var gagnrýni á Davíð en ekki vörn fyrir Baug. Þó menn gagnrýni andstæðinga sína í pólitík fyrir að misnota vald sitt þá gerir það mann ekki að málpípu þess, sem valdinu er beitt gegn.
Það er ekkert sérstakt vinfengi milli Safmyldingarinanr og Baugs. Hver man ekki eftir tölvupósti Össurar Skarphéðinssonar til þeirra baugsfeðga á sínum tíma. Munum líka eftir því að Jóhannae í Bónus er flokksbundin Sjálfsæðismaður.
Ég er ekki búin að sjá þetta viðtal við Jón Ásgeir og verð greinilega að skoða það til að vera viðræðuhæfur um málefni dagsins.
Sigurður M Grétarsson, 13.10.2008 kl. 09:44
Ég er sammála því sem flestir segja hér að Egill hafi misst sig í þessu viðtali. En jafnvel þótt hann hafi verið dónalegur og reiður og Jón Násker hafi haldið ró sinni og svarað málefnalega, ja þá breytir það ekki innihaldi málsins. Þó ég svari málefnalega fyrir mig hef ég ekkert endilega rétt fyrir mér. Ég skil það að fólk sé uppveðrað og vilji gjarnan finna sökudólga en nú ríður á fyrir íslendinga að halda höfðum sínum köldum, áður en vont verður verra og búið er að hálshöggjva bakara fyrir smið. Ég vona að við þurfum ekki að horfa upp á múgæsingar og nornabrennur árið 2008. Við ættum að vera komin aðeins lengra.
Jón (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.