Mea Culpa

Í athyglisverðri breskri skýrslu frá því í vor, The Green New Deal, rakst ég á þessi tilvitnun í Hörst Köhler, forseta Þýskalands og fyrrum yfirmanns IMF, en ummælin eru úr Stern magazine 15. mars í vor. Í lauslegi þýðingu:

Ég bíð enn eftir háu og skýru Mea Culpa (mín sök). Það eina góða við þessa kreppu er að hún gerir hverjum hugsandi og ábyrgum manni í geiranum ljóst að alþjóðlegir fjármálamarkaðir hafa skapað skrímsli sem verður að setja á sinn stað....Við þurfum harðari og skilvirkari reglur, kröfur um meira fjármagn að baki fjármálaviðskiptum, meira gagnsæi og sjálfstæða heimsstofnun sem hefur yfirsýn yfir stöðugleika alþjóðlega fjármálakerfisins. Ég hef þegar stungið upp á að IMF fái það hlutverk.

Og þetta hafði Roosvelt forseti að segja 1933

Peningamenn hafa flúið hásæti sín í hofi siðmenningar okkar. Við þurfum nú að endurreisa það hof. Það hvernig til tekst veltur á því hve hátt við metum samfélagsleg gildi umfram einfaldan peningalegan gróða.

Viðbrögð þjóðarinnar við áfallinu sem hófst fyrir tveimur vikum eru eðlileg. Þau einkennast af sorg, vantrú og reiði. Reiðin mun færast í vöxt á næstu dögum og vikum og það verður leitað að sökudólgum.

Það er mikilvægt að skipulega verði farið í að kanna hvað fór úrskeiðis og af hverju. Þá er vert að hafa í huga að forsenda árangurs sannleiksnefndarinnar í Suður Afríku var að henni var einungis ætlað að komast að sannleikanum en ekki að refsa sökudólgunum. Framtíðin hefur lag á að sjá um það.

Suður Afríska leiðin reyndist farsæl, var þó margs að hefna.


mbl.is Tímar ofurlaunanna liðnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband