Grein Ingibjargar Sólrúnar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fjallar í grein í Morgunblaðinu í dag um tækifærin sem felast í nýliðnum atburðum til að staldra við og endurmeta það sem skiptir máli. Þar segir hún m.a.:

Kostirnir í stöðunni eru því þessir. Annaðhvort pökkum við í vörn og hverfum aftur til þess tíma sem var fyrir 1994 eða við gerum þetta að upphafi nýrra tíma, sækjum ótrauð fram og búum til þær varnir fyrir íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki sem við þurfum í upphafi 21. aldar. Þær varnir felast til skamms tíma í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og til lengri tíma í aðild að ESB, upptöku evru og bakstuðningi Evrópska seðlabankans. Eftir hildarleik síðari heimsstyrjaldarinnar stóðu íslenskir stjórnmálamenn andspænis þeirri áleitnu spurningu hvort Ísland gæti spjarað sig án formlegra bandamanna ef til átaka kæmi í heiminum. Niðurstaðan var að svo væri ekki og Ísland gekk bæði til liðs við hinar Sameinuðu þjóðir og NATO.
Nú stöndum við andspænis sambærilegri spurningu þó ógnirnar séu af efnahagslegum toga. Ég tel það mikinn ábyrgðarhlut af stjórnmálamönnum að telja sjálfum sér og öðrum trú um að við getum haldið áfram að senda fólk á bátsskeljum út á opið haf og sagt því að fiska. Það hefur þegar endað með ósköpum.

Greinin er hér í heild sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tekið undir hvert orð. Sögulegt innlegg sem samstarfsflokkurinn getur ekki siglt framhjá. Milli línanna má segja að "meinið" sé m.a. á Svörtuloftum og eigi að skera frá.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 12:03

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það eru góðar fréttir að ISG komist til fullrar heilsu.   Ekki er hún samt laus við ESB meinið blessunin.  Hvað hjálpuðu EES(ESB)  þjóðirnar okkur undanfarið?  Þetta með ESB er byggt á trúarsannfæringu frekar en öðru. 

Viggó Jörgensson, 13.10.2008 kl. 13:26

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Viggó, trúarsannfæringin er öll hjá þjóðernissinnum og krónutilbeiðendum - þessu tákni danska konungsveldisins.

Þeir sem hafa talað fyrir ESB og evru hafa einfaldlega óttast afleiðingarnar af því að vera þar utan við, um það eru klár rök. Fjarri fer því að þar sé allt fullkomið og í himnasælu en það myndi t.d. muna miklu þegar stormur geisar að hafa fasta jörð undir sér. - Eins og er eigum við engar kröfu til eða tilkalla eftir aðstoð ESB við erum ekki þar inni, og því getur þú ekki kvartað yfir að okkur þjóðinni sem vildi ekki skoða aðild til að þurfa ekki að leggja til stuðning við fátækari ríki Evrópu því við værum svo rík sé ekki ESB efst í huga um aðstoð nú.

- Jafnvel börnin okkar sem vilja komast í háskólanám í Bretlandi og mörgum öðrum ESB-ríkjum þurfa að greiða nám sitt að fullu eins og við kæmum frá Suður-Ameríku eða öðrum fjarlægum heimshlutum.

- ESB sinnar sáu og sjá það einfaldlega sem brýna nauðsyn að ganga í ESB enda værum við ekki með allt niðrum okkur í dag ef menn hefðu haft þá lágmarks fyrirhyggju að leita aðildar á þessum 15 árum sem liðu frá EES, - stormurinn myndi geisa eftir sem áður en bankakerfið stæði enn og jörðin væri kjurr undir fótum okkar.

Það er ykkar Danaveldisdýrkenda (krónumanna) að sýna fram á hvernig og hvers vegna við ættum að halda í hana. Liðnir atburðir sýna að versti ótti ESB-sinna var á röku reistur.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.10.2008 kl. 14:45

4 identicon

"...upptöku evru og bakstuðningi Evrópska seðlabankans".

Hún er svei mér þá vel upplýst hún Ingibjörg. Ég hafði ekki hugmynd um að það stæði til að breyta hlutverki Seðlabanka Evrópu þannig að hann tæki við bakhjarlshlutverkinu af seðlabönkum einstakra aðildarríkja.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband