Stelpurnar flottar!

Magnað hvað við eigum sterkt kvennalandslið, einkum þegar haft er í huga hvers til er kostað þar á móts við karlalandsliðið.
mbl.is Ísland færðist skrefi nær EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er svo þreytandi heimskuraus, þegar menn sem greinilega vita ekkert um hvað þeir eru að tala, tala um peningamál K.S.Í.  Því staðreyndin er sú að yfirgnæfandi hlutfall tekna sambandsins kemur með beinum og óbeinum hætti í kassann í gegnum karlaliðið. Á að nota þá peninga í kvennalið sem aflar sambandinu engum tekjum? Svarið er NEI, peningarnir eiga að fara í karlaliðið og einnig yngri karlalandsliðin.

Engilbert Garðarsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 03:16

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Hjartanlega ósammála þér Engilbert. Það er engan veginn sjálfsagt að peningarnir fari í karlalandsliðið. Mér finnst reyndar munurinn á því hverju til er kostað, alveg niður í yngstu flokkana í íþróttastarfi margra félaga alveg fráleitur.

Nú eru t.d. mörg félög að hamast við að byggja stúkur svo strákarnir í meistaradeildinni geti spilað heimaleiki. Þarna er um fáránlegar reglur að ræða sem kannski eiga við í erlendum borgum þar sem kannski standa nokkur hundruð þúsund íbúar á bak við hvert lið.

Hvað ætli mætti gera t.d. fyrir fimleika, frjálsar, dans eða sund fyrir þessa peninga? Staðreyndin er sú, Engilbert, að það hallar skammarlega á stelpurnar hjá mörgum, ef ekki flestum íþróttafélögunum hvað peninga varðar. Og það er ekki í lagi.

Dofri Hermannsson, 27.10.2008 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband