Hundruð starfa í Hátækni- og sprotafyrirtækjum

Á fundi Hátækni- og sprotafyrirtækja um stöðuna í morgun var gerð óformleg könnun á því hvað mörg fyrirtæki gætu bætt við sig mannskap og flýtt verkefnum sínum ef þau fengju einhvern stuðning t.d. framlag frá Atvinnuleysistryggingarsjóði eins og stundum hefur verið boðið upp á.

Niðurstöður þeirrar könnunar var mjög jákvæð. Þarna voru um 50 manns frá um 30 fyrirtækjum. Þessir aðilar töldu sig geta skapað um 100 störf á stuttum tíma. Á fundinum var aðeins brot af þeim sprotafyrirtækjum sem til eru í landinu. Það kæmi því ekki á óvart þó í sprotafyrirtækjum mætti með litlum tilkostnaði fjölga störfum um nokkur hundruð á skömmum tíma.

Það tekur um 10-15 ár fyrir sprotafyrirtæki að komast á það stig að fara að framleiða í stórum stíl. Í dag eigum við sem betur fer nokkurn fjölda slíkra fyrirtækja og stuðningur við þau mun gera allt í senn - að fjölga störfum, auka framleiðslu og afla gjaldeyris.

Þetta eru góðar fréttir fyrir land og þjóð, fyrir sprotafyrirtæki og verkfræðinga sem hafa hætt störfum sem bankastarfsmenn.


mbl.is Skorar á útflytjendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Enginn nefnir að hleypa nýjum krafti í mannlífið í sjávarbyggðunum með því að nýta þær auðlindir sem bíða eftir að vera nýttar. 

Árni Gunnarsson, 24.10.2008 kl. 19:24

2 Smámynd: Sævar Helgason

Varðandi sjávarbyggðirnar :  Nú er sjávarútvegsráðherra að hugleiða aukningu á aflaheimildum.  Það kom fram á fundi með smábátaútgerðum. Mér finnst nú einstakt tækifæri á að auka afla svona um 45-60 þús tonn/ár . Skilyrða aukninguna við krókaveiðar landróðararbáta frá sjávarplássunum kringum landið.  Heppilegt væri að svona heimild yrði upphafið að uppstokkun kvótakerfisins yfir í yfirtöku ríkisins á þessum aflaheimildum. Komið yrði á leigumarkaði aflaheimilda í framhaldinu...

Nú höfum við einstakt tækifæri til breytinga og þar vega sjávarbyggðirnar þungt...

Þetta finnst mér.

Sævar Helgason, 24.10.2008 kl. 19:47

3 Smámynd: Púkinn

Ég er nú einmitt með eitt smáfyrirtæki í hátæknigeiranum, en eins og ég sagði hér http://frisk.blog.is/blog/pukablogg/entry/685010/ þá er ég svolítið hikandi við að fjölga hjá mér.... staðan verður að skýrast betur.

Púkinn, 24.10.2008 kl. 20:50

4 identicon

Frisk: Ég var nú á þessum fundi og það sem Dofri spurði að var almennt gisk um það hversu mörgum væri hægt að bæta við ef til kæmu ívílnanir af því tagi sem hann nefnir hér.  Menn svöruðu því - en ekki fyrirvaralaust; það er augljóst að ýmislegt þarf að liggja fyrir áður en fyrirtæki ákveða að ráða fólk - eða jafnvel hvort þau telja sér fært að halda áfram starfsemi hér við þær aðstæður sem hér munu ríkja.

 Hins vegar er óneitanlega tækifæri í því að allt hæfasta tæknifólkið sogist ekki inní bankageirann - og ég man eftir því að áður hafi menn litið, í einhverri alvöru, til þekkingariðnaðarins, sem "alvöru" atvinnugreinar.  Kannske erum við núna orðin nógu mörg - eða nógu reynslumikil - eða kannske er bara komin tími.  Ég held það.  Ég held reyndar ekki að það komi af sjálfu sér, enda er her manna; Dofri þar á meðal; að vinna í því að nýsköpun og þekkingariðnaður komist á kortið sem verðmætur atvinnuvegur hér á landi.

Svo getur líka verið að ég hafi rangt fyrir mér.  Ef það er þannig, þá vil ég bara frekar "go down fighting" heldur en að hafa rétt fyrir mér.

Helga (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 21:37

5 Smámynd: Einar Indriðason

Ég man eftir fundi hjá Skýrslutæknifélaginu um aukin stuðning stjórnvalda við þekkingarfyrirtæki.  Fyrstur á dagskrá var Geir "aðhöfumst ekkert" H. Haarde.  hann steig í pontu með mikla lofsræðu og mikil loforð, hvað það væri nú bjart og hægt að styðja mikið við, og þetta væri eitt af fjöreggjum þjóðarinnar.

Eftir sína ræðu, þá afsakaði Geir "aðhöfumst ekkert" H. Haarde sig, sagðist þurfa að fara á fund út í bæ, og rauk út.

Þar með missti hann af því að heyra innlenda aðila tjá sig um hversu "vel" stjórnvöld hefðu tekið undir og stutt við þekkingariðnaðinn hingað til.  (Semsagt, ekki.)

Meðal þeirra sem þar töluðu, og voru ekki sáttir við aðgerðir stjórnvalda, þar var púkinn.  Og ekki sáttur.

Einar Indriðason, 25.10.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband