Umbrot í pólitík eylandsins

Það fer ekki hjá því að það verði uppstokkun í pólitíkinni, nú þegar frjálshyggjan liggur banaleguna og við blasir að hið sjálfstæða eyland norður í hafi galt ótæpilega sjálfstæðrar myntar og sjálfstæðrar peningamálastefnu. Niðurstaðan er sú að í dag erum við alþjóðlegir beiningamenn og allt annað en sjálfstæð þjóð.

Það er ekki undarlegt að Framsókn álykti í þessa átt. Það hafa verið sterkir Evrópustraumar í flokknum lengi. Það er hins vegar neyðarlegt fyrir flokkinn hvernig formaður hans hefur talað að undanförnu gegn samflokksmönnum sínum í þeim málum.

Albaníuskammir hans í garð Samfylkingarinnar og vandræðalega augljós blikk hans til Davíðsarmsins í Sjálfstæðisflokknum hafa virkað eins og blaut tuska í andlit margra þingmanna Framsóknarflokksins.

Líklega er hverjum einasta framsóknarmanni orðið ljóst, fyrir utan kannski formanninn sjálfan og Bjarna Harðar, að Brúnastaðabóndinn á miklu frekar heima sem karakter í Spaugstofunni en sem formaður stjórnmálaflokks.


mbl.is Vilja ESB-viðræður strax ásamt upptöku evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sammála um muppet show karakterinn Guðna.  Annars skil ég yfirleytt ekki hvað þetta lið er að vilja upp á dekk. Mér sýnist þessi söngur þeirra vera nákvæmlega eftir línum Halldórs Ásgrímssonar í viðtali á DR um daginn. Það er því fleiri í álögum afturgangna en Sjálfstæðisflokkurinn.

Talandi síðan um Evrópusambandspilluna og allrameinabót hennar, þá er sú umræða svo órökstudd og þvaðurkennd að það hálfa væri nóg. Er malið að selja sjálfsákvörðunarréttinn fyrir nýja mynt? Er málið að koma sér undir þá efnahagsstefnu og frjálshyggjupólitík, sem við erum að bíta úr nálinni með nú?  Hún er komin úr þessum ranni.  Evvrópusambandslönd standa og falla ein og sér með eigin efnahagsstefnu og engin moiðstýring né eftirlit er þar ráðandi (til allrar hamingju kannski) Ekki hefur það reynst Spánverjum mikill akkur í þeirri gjaldeyriskreppu, sem á þeim skellur nú. Spánn, sem litið var til með velþóknun fyrir nokkrum vikum fyrir skynsama stefnu.  Gjaldeyrisparadísin Spánn.

Hvað eru menn að fara í þessu dæmalausa bulli? Á að setja okkur aftur í álíka experiment og Íslenska útrásarundrið?

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég ætla svo að vona að Samfylkingin nóti sér ekki núverandi kringumstæður og villandi skoðanakannanir til að kljúfa stjórnarsamstarfið á grunni klofnings um Evrópusambandsinngöngu.  Sína af sér sömu tækifærismennsku og raun varð í borgarstjórnarskiptunum öllum og steypa öllu í álíka anarkisma á þessum viðkvæmu tímum. Hér hljóma slíkar raddir hástöfum. Þá kæmi hið sanna eðli persónulegrar tækifærismennsku endanlega í ljós.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Tori

Hver eru samningamarkmiðin gagnvart ESB?

Tori, 27.10.2008 kl. 01:04

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er mikil meirihlutaskoðun á því innan Samfylkingarinnar að stjórnarkreppa nú myndi gera það mun erfiðara en ella fyrir okkur að vinna okkur úr bankakreppunni enda væri slíkt ekki til þess fallið að auka trúverðugleika okkar út á við. Það eru því engin áform hjá Samfylkingunni að slíta stjórnarsamstarfinu nú. Hvað síðan gerist þegar við erum komin fyrir vind varðandi bankakreppuna veit hins vegar engin. Ef þá verður enn yfirgnæfandi meirihlutavilji fyrir því meðal þjóðarinnar að ganga í Evrópusambandið en Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki ræða málið þá gæti það verið jafn óábyrgt gagnvart kjósendum að halda stjórnarsamstarfinu áfram eins og það væri að slíta því núna.

Sigurður M Grétarsson, 27.10.2008 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband