Frændur og vinir í Færeyjum

Það vekur hlýjar tilfinningar í garð frænda okkar og vina í Færeyjum hvað þeir eru fúsir að aðstoða okkur í þeirri gjaldeyriskrísu sem við höfum ratað í og allur heimurinn fylgist með.

Það er gott að sjá að minn ágæti skóli Bifröst skuli vilja endurgjalda velvildina.

Í Leiklistarskóla Íslands átti ég tvær færeyskar skólasystur og ég hef verið svo heppinn að koma þangað þrisvar á síðustu árum. Mér hefur fundist virðingarvert hvernig Færeyingar hafa náð að halda í menningu sína og rætur.

Þeim hefur ekki orðið það á að eyðileggja húsasögu sína af vanmáttarkennd yfir því hvað þau voru lágreist, þeim hefur tekist að viðhalda aldagamalli söng- og danshefð sem ég hef sannreynt að er jafn sprelllifandi og 16 ára fjörugar stelpur og strákar geta mögulega verið.

Það er umhugsunarefni fyrir okkur sem óneitanlega höfum hrasað, kannski af því við flýttum okkur um of.


mbl.is Býður Færeyingum ókeypis nám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: persóna

Ég á færeyskjan vin sem er blaðamaður og heitir Tormundur. Talaði við hann í morgun og hann sagði mér að þeir í Færeyjum væru tilbúnir að setja upp Ólafsvökuna hér, við eigum nokkra góða Ólafa, eins og til dæmis tvo Ólafa Ragnara (einn forseta og einn í Dagvaktinni) svo eigum við Ólaf F. Magnússon (fráfarandi besta borgarstjórann - að eigin sögn) sem er með tengingar við Færeyjar í gegnum að mig minnir heimsfræga söngkonu í sínu landi. Ólafur Ólafsson í Samskipum væri góður líka, hann lánaði kannski skip til að flytja okkur milli lands og Færeyja.

persóna, 29.10.2008 kl. 15:55

2 identicon

Ég er a.m.k. alveg ákveðin að láta einhvern tíma verða af því að sækja þessa frændþjóð okkar heim, en hingað til hefur maður alltaf látið hugann draga sig lengra út í heim.

Reyndar stoppaði ég einu sinni í nokkrar klukkustundir í Runavík, var á fragtara og þetta var um Ólafsvöku helgina og því enginn til að losa skipið í Þórshöfn, enda miklir gleðimenn eins og vér Íslendingar :-) Fór í land ásamt öðrum farþega og þar beið eldri heimamaður sem tók okkur upp á sína arma og fór með okkur keyrandi í fría skoðunarferð um bæinn. Hann talaði sína Færeysku og við okkar íslensku og gekk svona fínt. Alveg ógleymanlegar viðtökur.

Kíkti síðan aðeins á blaðið þeirra áðan Dimmalætting, og gleymdi mér alveg við lesturinn, yndislega gaman að lesa Færeysku :-) Og fékk hálfgerða nostalgíu, minnti mig á gamla gamla Ísland, þ.e. áður en við lögðumst í útrás og peningaprentun. Var kannski ekki eins mikill skelfingartími og unga kynslóðin virðist halda (nb. er svosem ekkert háöldruð, rétt rúmlega fertug :-)

Ég verð að segja að mjög hrærð yfir framkomu þeirra Færeyinga og vona að við höfum, og munum, sýna þeim sama vinarhug í framtíðinni (var að hlusta á yndislegt viðtal á Rás 2 við Færeying sem benti á að við látið þá fá kvóta sem þeir mætu mikið og þykir mér mjög vænt að heyra að við höfum gert það fyrir þá)

ASE (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 18:00

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þetta eru höfðingjar. Landaði þar úr bát frá Vestmannaeyjum fyrir 27 árum síðan og lenti á Ólafsvöku (og þjóðhátíð í Eyjum næstu helgina).

Fórum á diskótekið GAMAN þar sem var enskur dansur! Magnað og þessir 2 sólarhringir í Þórshöfn voru ógleymanlegir. Við konan erum búin að vera á leiðinni þangað aftur í mörg ár. 

Spurning hvort maður flýji ekki þangað þegar ríkisstjórnin verður búin að sjá til þess að húsið verði selt á uppboði og við bæði orðin atvinnulaus sem allt virðist stefna í.

Ævar Rafn Kjartansson, 29.10.2008 kl. 18:34

4 Smámynd: NizzPizz

Hér verð ég að segja stopp. http://imodium.hlunkur.com/herinn.mp3

NizzPizz, 29.10.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband