AGS jákvæður í garð einhliða upptöku evru

Í stjórn AGS eru menn á þeirri skoðun að Ísland ætti sem fyrst að taka upp evru einhliða. Þá væri mun auðveldara fyrir þjóðina að bjarga sér út úr efnahagshruni og skuldaklyfjum en með þessu óútreiknanlega krónubraki.
Þá þyrfti ekki að taka 5 ma bandaríkjadala gullfót að láni undir krónuna og þá þyrfti ekki að drepa allt atvinnulíf í landinu með vaxtastigi sem öllum er ljóst að er algerlega vonlaus aðgerð til að efla trú á krónunni sem gjaldmiðli.
AGS má hins vegar ekki segja þetta berum orðum. Þess vegna láta þeir nægja að segja það undir rós og e.t.v. í einkasamtölum við hátt setta ráðamenn.

Fram á ritvöllinn hafa skeiðað menn sem telja að einhliða upptaka evru muni verða okkur til minnkunar í samfélagi þjóða. Við gætum fallið í áliti og að þegar við færum í fínar veislur í Brussel muni fólk ekki vilja tala við okkur heldur stinga saman nefjum og segja: "Tölum ekki við þennan, hann er frá Íslandi sem tók evruna upp einhliða."

Slíkir menn líta framhjá því að á næstu 12 mánuðum stefnir í að helmingur fasteignaeigenda verði tæknilega gjaldþrota vegna verðbólgu og verðtryggingar. Að stór hætta er á að helmingur fyrirtækja muni einnig verða gjaldþrota eða hætta starfsemi á allra næstu mánuðum af því að gengi krónunnar er í besta falli óstöðugt (ef það er þá yfir höfuð til) og af því að í þessu vaxtaumhverfi geta jafnvel vel stæð fyrirtæki ekki fjármagnað rekstur sinn.

Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir núna er að koma í veg fyrir gjaldþrot fyrirtækja og heimila. Koma í veg fyrir að hjól atvinnulífsins hætti að snúast, koma í veg fyrir landflótta ungs fólks. Það er ekki  hægt að bíða í 2-4 ár eftir að inngöngu í ESB og tengingu krónu við Evru - þetta verkefni þarf að vinna strax. Þess vegna á að skoða í fullri alvöru allt sem getur hjálpað okkur í þeirri baráttu. Ekki síst einhliða upptöku evru.

Gaspur um að með því sé sóma þjóðarinnar stefnt í voða er ábyrgðarlaust og virðist til þess ætlað að drepa á dreif þeim staðreyndum að efnahagsleg rök mæla eindregið með einhliða upptöku evru.

Fulltrúar hvers konar þjóðar, hvers konar efnahagslífs, hvers konar samfélags ætla menn að vera í fínu boðunum í Brussel?


mbl.is Áætlunin gengur vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll félagi,

ég átta mig ekki á því af hverju evran er ekki tekin upp einhliða!  Ég fæ ekki betur séð en hér á landi sé neyðarástand og það ætti að réttlæta upptökuna.  Ég efast um að ESB myndi hafa stór orð um einhliða upptöku!  Hvað veldur því að ráðamenn tregðast við? 

Þóra Elísabet F. Kjeld (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 12:55

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Bingi bloggaði um það í gær að Ekvadorar séu að gefast upp á einhliða dollar. Var hann ekki annars þaðan sérfræðingurinn sem kom um daginn? Og það gengur ekki vel í Evrulandi þessa dagana svo það er spurning hvort ekki sé rétt að hinkra aðeins.

Haraldur Hansson, 18.12.2008 kl. 13:10

3 Smámynd: A.L.F

Af hverju evruna?

Af hverju ekki dollar, með því að taka hann upp gerum við það án þess að einhver lönd fari að hata okkur. Það er svo hægt að skipta út dollar í evru ef þjóðin kýs það að ganga í ESB.

Að taka upp evru núna á þessu gengi myndi reyndar hvort sem er tröllríða íslenskum heimilum, sérstaklega þar sem það væri í óþökk ESB, upptaka dollar með samþykki USA þar sem hægt er að semja um lægri skipti en dollar er núna er mikið hagstæðara og kæmi betur út fyrir þegna íslands í heild sinni.

A.L.F, 18.12.2008 kl. 14:47

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þar er nú ekki að heyra á þeim eftir þessari frétt á vísi að þeir séu mikið að spuglera í þessu enda ekki líklegt að þeir kunni þá hagfræði sem liggur að baki þessum gjaldeyrisskiptapatentlausnum.

Guðmundur Jónsson, 18.12.2008 kl. 16:41

5 identicon

Hversu oft á að segja það að einhliða upptaka Evru er engin lausn.  Í praxís er jú hægt að taka upp Evru, en það lagar ekki neitt hjá okkur.  Ekkert. 

Þar fyrir utan eru stjórnendur ESB allt annað en hrifnir af því að við tökum upp Evru.  Þeir benda á að við verðum að fara "rétta" leið til þess sem er að ganga í ESB.

Þar fyrir utan eru ýmsir vankantar á því að taka upp Evru einhliða, t.d. að við þurfum að KAUPA evrur (seðla og mynt), en vandamálið við það er það að við eigum engann pening til þess.

Ef við viljum fara í efnahagslega örvandi framkvæmdir, þá þurufm við að kaupa fleiri Evrur til þess.  Þetta er dýrt.

Þar að auki missum við öll efnahagsleg stýritæki ef t.d. verðbólga (eftirspurnarverðbólga) yrði hér líkt og á sér stað í Equador, en þar vilja menn nú losa sig við dollarinn, því hann virkar ekki lengur hjá þeim.  Verðbólga myndi einfaldlega æða áfram í svona ástandi.  Equador er í bullandi efnahagslegum vandræðum núna og geta ekkert gert því þeir hafa enga peningastefnu.  Sú peningastefna sem þeir eru undir miðast við ástand mála í Bandaríkjunum sem er gjörólíkt því sem er í

Og að lokum, við það eitt að skipta um gjaldmiðil, þá lagast ekki efnahagsástandið hér.  Þetta er ekki ósvipað því að þegar maður hefur flippað yfir á VISA-kortinu sínu, þá er ekki bara nóg að klippa það og fá sér EUROCARD staðinn og halda að þá verði allt saman í lagi. 

Til að mynda lækka ekki vextir hér sjálfvirkt við það eitt að skipta um mynt.  Innviðir og eðli fjármála- og efnahagskerfisins verða áfram þeir sömu þó við skiptum yfir í Evrur og þar með verður t.d. verðtrygging áfram við líði.

Voðalega er það eitthvað erfitt fyrir fólk að skilja það að einhliða upptöku annars gjaldmiðils t.d. Evru er enginn Kvikk fix-lausn fyrir okkur í núverandi ástandi.  Við þurfum að laga heilmikið til hjá okkur áður enn að við tökum upp Evru og förum í "góðgerðarfélagið" ESB.

Pétur Pétursson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 17:04

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Dofri

Mér sýnist að upptaka evru sé fýsilegur kostur og er ekki á móti slíku, en það er þessu umræða um að það muni skerða möguleika okkar til að ganga inn í ESB að loknu umsóknar og samningaferli. Ef slík fyrirstaða er ekki fyrir hendi þá finnst mér að við eigum ekki að bíða með að undirbúa gjaldmiðilsskipti. Ástandið hér á Íslandi er með þeim hætti að við verðum að grípa til allra hugsanlegra ráða til að komast frá þessum ósköpum.

Þetta með sjálfsálitið og álit annarra á okkur er aukaatriði sem við þurfum ekki að hafa áhyggjur af og er ekki þess virði að hugsa um.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.12.2008 kl. 17:22

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég er ekki sammála  Pétri um að  þessar gjaldeyrisskiptapatentlausnir séu sambærilegar við að Klippa visað og fá sér euro. Það má  frekar líkja þessu við að vera með ótakmarkað vaxtalaust yfirdráttarlán í bankanum en ákveða af því að manni finnst bankastjórinn leiðinlegur að semja við annan banka sem rukkar mann um vexti á yfirdráttinn og setur þak á hann. 

Guðmundur Jónsson, 18.12.2008 kl. 20:47

8 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

DH: "AGS má hins vegar ekki segja þetta berum orðum. Þess vegna láta þeir nægja að segja það undir rós og e.t.v. í einkasamtölum við hátt setta ráðamenn"

Ert þú þessi hátt setti ráðamaður? Eða ert þú þessi skilningsríki sem skilur þegar talað er undir rós? Hvað er að verða "tæknilega gjaldþrota"?

Þetta er allt sett fram til að troða okkur í samband óvinveittra Evrópuríkja því upptaka Evru þýðir aðildarumsókn, hvort sem kemur á undan. Upptaka dalsins er kvaðalaus,en við erum með krónu sem enginn vill hafa en allt byggir á. Þeir sem bera ábyrgð á hruninu halda uppi krónunni en tala hana niður í ræsið á sama tíma. Fyrir okkur venjulegt fólk er nóg að ráða fram úr vandamálum dagsins og reyna að finna einhverja kjölfestu. Er eitthvað með þetta Evrópuþrugl að gera á sama tima?

Sigurjón Benediktsson, 18.12.2008 kl. 23:22

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það var nú ekki lítið hlegið að Valgerði Sverrisdóttur, þegar hún fyrst íslenskra stjórnmálamanna kom með þessa hugmynd að taka einhliða upp Evru. Eða eru allir búnir að gleyma því?

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 01:38

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér heyrist hláturinn hafa þagnað a.m.k.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 01:39

11 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Ég hló ekki að Valgerði en ég er algjörlega ósammála öllum þeim hugmyndum sem fela í sér upptöku annarar myntar.

Ég verð að hriggja þig aðeins Dofri.

Málið er eiginlega þannig.

Að Krónan var og er á floti.

Evran er á floti.

Báðar munu þær sökkva einn daginn.

Það er bara spurning hvenær.

Verðbólga er kúrfa sem er hratt rísandi kúrfa þó að hún sé bara 2% og hún endar í skýjunum.

Við munum alltaf lifa við það að allt hækkar og erfiði handa okkar skilar minna.

Evrópusambandið er kannski allt í lagi að einhverju leiti.

En það er til framtíðarlausn sem felur í sér ávinning fyrir alla Íslendinga sem vilja lifa í sátt og frelsi.

Ef við getum gengið í evrópusambandið án evru er ég til í að skoða það.

Skoðaðu bloggið mitt vel.

Ef þú vilt í álvörunni vita hvað er rétta lausnin úr vandanum.

Vilhjálmur Árnason, 19.12.2008 kl. 05:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband