Einkabílismi dauðans

Margir halda að mat á umhverfisáhrifum sé frábær leið til að finna út hvort framkvæmdir eru jákvæðar eða neikvæðar. Það gleymist oft að slíkt mat tekur bara til nokkurra umhverfisþátta, í þessu tilviki loftgæðum, hljóðvist, vatnalífi, fuglalífi, gróðurfari og fornleifum.

"Helstu neikvæðu áhrifin verða á hljóðvist við Úlfarsfellsveg" segir í frétt mbl.is. Það er fráleitt. Helstu neikvæðu áhrifin verða þau að hverfið verður skorið í sundur af hraðbraut. Helstu áhrifin verða aukin hætta á slysum á börnum sem eru á ferðinni í gegnum hverfið, á æfingu hjá Fjölni sem er innan við 100 m frá tilvonandi hraðbraut, á æfingu í tónlistarskólanum, lúðrasveitinni, fund hjá skátunum, skák í Rimaskóla o.s.frv.

Neikvæðu áhrifin eru þau að foreldrar munu þá frekar vilja skutla börnum sínum til og frá tómstundastarfi til að vera örugg um þau og í stað þess að notalegt hverfi iði af lífi, gangandi og hjólandi fólks og barna mun snatt innan hverfisins - og þar með umferðin - stóraukast. Þetta er einkabílismi dauðans.

Staðreyndin er auk þess sú að það er engin þörf á þessum vegi, hvað þá mislægum gatnamótum með þriggja milljarða slaufu. Nú þegar eru tvær ágætar tengingar Grafarvogs við vesturlandsveg. Önnur tengir saman Grafarvog og Grafarholt en frá þeirri tengingu er styttra upp í Úlfarsárdal en stóran hluta af Grafarholtinu. Úlfarsárdalur er því ekki með verri tengingu við Vesturlandsveginn og Grafarvog íbúar Grafarholts.

Það er kominn tími til að við hugsum þessi mál öll upp á nýtt. Hallsvegur er gott dæmi um það þegar umferðarspár og aðalskipulag sviptir embættismenn, verkfræðinga og stjórnmálamenn skynseminni.

Af hverju eigum við að taka 3000 milljónir af skattgreiðendum til að búa til eitthvað sem ekki er þörf á og mun skaða varanlega lífsgæði íbúa í Grafarvogi? Hvernig væri að reyna að finna aðrar betri og kostnaðarminni lausnir í samgöngumálum höfuðborgarinnar en hraðbrautir og mislæg gatnamót?


mbl.is Helstu neikvæðu áhrifin á hljóðvist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt Dofri - og mikilvægt að minna á þetta, að umhverfismat er ekki til þess fallið að fría stjórnmálamenn ábyrgð á því að taka afstöðu. Það er misskilningur sem margir eru haldnir.

Gestur Svavarsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 09:29

2 identicon

Það er rétt. Umhverfismat er einungis mat á nokkrum afmörkuðum mælanlegum þáttum. Það þýðir ekki að framkvæmd sem stenst umhverfismat sé sjálfkrafa frábær hugmynd. Það þarf að líta á hlutina í miklu víðara samhengi og það er hlutverk stjórnmálamanna að taka afstöðu útfrá því. Hversu raunveruleg er þörfin fyrir þessa slaufu á þessum stað? Ég get ekki séð að hún sé yfirleitt til staðar. Þegar íbúum fjölgar í Úlfarsárdal (sem gerist varla á næstunni) getur myndast þörf á nýrri tengingu þaðan inn á Vesturlandsveg en af hverju Grafarvogi og Hallsvegi er blandað inn í það get ég ekki skilið. Hvað er hægt að leggja marga kílómetra af hjólreiðastígum fyrir 3 milljarða? Eða forgangsakreinum fyrir strætó?

Bjarki Sigursveinsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 11:09

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ef það á að spara núna þá má eflaust byrja á að fresta svona dýrum framkvæmdum. Auk þess stenst spáin um umferðaþróunin örugglega ekki lengur og þarna verður að endurmeta. Gefum almenningssamgöngunum og hjólreiðum forgang, það er mikið hagkvæmni í því.

Úrsúla Jünemann, 20.1.2009 kl. 11:48

4 Smámynd: Vilberg Helgason

Gæti ekki verið meira sammála þér....

Og fannst fyrirsögnin frábær

Vilberg Helgason, 20.1.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband