27.1.2009 | 09:32
Sjálfstæðisflokkurinn óstjórntækur
Því miður er staðreyndin sú að Samfylkingin gat ekki lengur réttlætt fyrir sér seinaganginn og verkleysið undir forystu formanns Sjálfstæðisflokksins. Því voru sett skilyrði fyrir áframhaldandi samstarfi og eitt þeirra skilyrða var að sá sem leiddi ríkisstjórnina væri hvorki sjúklingur eða í formannsslag. Þessu gat Sjálfstæðisflokkurinn ekki unað og sýndi með því að hann tekur sjálfan sig sem valdastofnun fram yfir þjóðarhag. Svo sem ekki ný sannindi.
Á vettvangi borgarmála hefur verið mikil samvinna á milli meirihluta og minnihluta. Það hve vel hefur til tekist er ekki síst því að þakka að minnihlutinn hefur með afgerandi hætti ákveðið að styðja meirihlutann í öllum góðum málum - og hefur jafnvel átt frumkvæði að mörgum þeirra án þess að eigna sér heiður af því.
Nú verður áhugavert að sjá hvort Sjálfstæðisflokkur á Alþingi skynjar hlutverk sitt í minnihluta á sama hátt. Geirs óska ég góðs bata.
Samfylkingin bugaðist" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Varaborgar- fulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar í umhverfis- samgöngu- menningar- og ferðamálum. Leggur áherslu á nýsköpun í atvinnumálum og að ná sátt um náttúruvernd og aðra nýtingu.
dofri@reykjavik.is
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 490977
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Áhugavert efni
- Umhverfismál Viðskiptablaðsins
- nattura.is
- Stefán Gíslason
- Sól í Straumi
- Náttúruvaktin
- Jökulsár Skagafjarðar
- Landvernd
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Samfylkingin
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Össur Skarphéðinsson
- Björgvin G Siguðsson
- Mörður Árnason
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Oddný Sturludóttir
- Dagur B Eggertsson
Bloggvinir
- Græna netið
- Trúnó
- Valgerður Halldórsdóttir
- Ingólfur
- Grumpa
- Sól á Suðurnesjum
- Nýkratar
- Björk Vilhelmsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Vefritid
- Kristján Pétursson
- Andrea J. Ólafsdóttir
- Guðmundur Steingrímsson
- Hlynur Hallsson
- Sigurjón M. Egilsson
- Agnar Freyr Helgason
- Lára Stefánsdóttir
- Hreinn Hreinsson
- Davíð
- Sóley Tómasdóttir
- Ugla Egilsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Dagbjört Hákonardóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Bogi Sævarsson
- Guðmundur Magnússon
- Sigmar Guðmundsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Guðfríður Lilja
- Gunnar Björnsson
- sveinn valgeirsson
- Helgi Seljan
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Agný
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Bjarni Harðarson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Alcan dagbókin
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Áslaug Sigurjónsdóttir
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Páll Einarsson
- Torfi Frans Ólafsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Femínistinn
- Ibba Sig.
- Kári Harðarson
- Margrét Sverrisdóttir
- Haukur Nikulásson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Guðfinnur Sveinsson
- Sveinn Arnarsson
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Sigurður G. Tómasson
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Viðar Eggertsson
- Helga Sveinsdóttir
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hlynur Kristjánsson
- Morten Lange
- Anna Karlsdóttir
- Elfur Logadóttir
- Alma Joensen
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Haraldur Haraldsson
- Hjalti Már Björnsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ágúst Hjörtur
- Andrés Jónsson
- Ebenezer Þórarinn Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Róbert Björnsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Kristján L. Möller
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jóhann R Guðmundsson
- Púkinn
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Þorgerður Laufey Diðriksdóttir
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Benedikt Karl Gröndal
- Guðný Lára
- Björn Barkarson
- Sölmundur Karl Pálsson
- Guttormur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hrannar Baldursson
- Ársæll Níelsson
- Gísli
- Steindór Grétar Jónsson
- valdi
- Sara Dögg
- Bárður Ingi Helgason
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Maron Bergmann Jónasson
- Ólafur Loftsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Baldvin Jónsson
- Tómas Þóroddsson
- Haukur Kristinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Mafía-- Linda Róberts.
- Sigurður Egill Þorvaldsson
- Blog-andinn Eyvar
- Killer Joe
- Tíðarandinn.is
- Stjórnmál
- íd
- Kolfinna Dofradóttir
- Þórður Steinn Guðmunds
- Ívar Pálsson
- Vér Morðingjar
- Kristján Kristjánsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Vestfirðir
- Heiða Þórðar
- Ólafur Fr Mixa
- Gunnlaugur B Ólafsson
- E.R Gunnlaugs
- Ingimar Ingimarsson
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Gestur Guðjónsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- gudni.is
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Gísli H. Friðgeirsson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Bleika Eldingin
- Reynir Antonsson
- Bragi Þór Thoroddsen
- Sunna Dóra Möller
- Guðrún Vala Elísdóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Egill
- María Kristjánsdóttir
- Árni "Gamli" Einarsson
- Óskar Þorkelsson
- Haukur Már Helgason
- Gísli Hjálmar
- Magnús Árni Magnússon
- perla voff voff
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Júlíus Brjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Hörður Jónasson
- Birna G
- Sæþór Helgi Jensson
- Toshiki Toma
- Steinunn Camilla
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Sigurður Haukur Gíslason
- Ingvar Jónsson
- Bergur Thorberg
- Bjargandi Íslandi
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bandalag atvinnuleikhópa - SL
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Kvenfélagið Garpur
- Fiðrildi
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Stefán Örn Viðarsson
- Soffía Valdimarsdóttir
- Sigurður Kaiser
- Helga skjol
- Steinunn Þórisdóttir
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- Vilberg Tryggvason
- Alfreð Símonarson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hlekkur
- Guðjón H Finnbogason
- Sigurður Valur Sigurðsson
- Eva Benjamínsdóttir
- Madda
- Landvernd
- Jónas Jónasson
- Charles Robert Onken
- maddaman
- Hannibal Garcia Lorca
- Gísli Tryggvason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Rósa Harðardóttir
- Ásbjörg Ísabella Magnúsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Pétur Sig
- Sólveig Klara Káradóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Baldvin Jónsson
- Aprílrós
- ESB
- Sigurður Sigurðsson
- Mál 214
- GRAL - Grindvíska Atvinnuleikhúsið
- Bwahahaha...
- hreinsamviska
- Guðjón Baldursson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Sigurbjörg Guðleif
- Gunnar Axel Axelsson
- Kjartan Pálmarsson
- Sema Erla Serdar
- Lúðvík Júlíusson
- Sigurður Hrellir
- Steini Thorst
- Landrover
- Vilberg Helgason
- Baldur Kristjánsson
- Magnús Vignir Árnason
- Möguleikhúsið
- Máni Ragnar Svansson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Þórólfur S. Finnsson
- Ása Björg
- Lilja Ingimundardóttir
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Tinna Jónsdóttir
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Stefán Gíslason
- Adolf Dreitill Dropason
- Arnar Guðmundsson
- Bergur Sigurðsson
- Birgir Þórarinsson
- Björn Halldórsson
- brahim
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Sigurðardóttir
- Kolla
- Kristján Logason
- Loftslag.is
- Magnús Jónasson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Sigurður M Grétarsson
- Sveinbjörn Ragnar Árnason
- Þórarinn Eyfjörð
- Þórður Björn Sigurðsson
Athugasemdir
Sæll Dofri.
Ef að eina ágreinsingsmálið var forsetisráðherrastóllinn þá hefði mér fundist að Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt að gefa hann eftir. Ég er samt ekki viss um að Jóhanna væri besti kandídatinn. Henni tókst að setja Íbúðarlánasjóð og sveitafélögin á hausin með félagsíbúðakerfinu. Sveitafélög á landsbyggðinni eru ekki enn búin að gleyma þessum gjörning hennar. Ísfirðingar kunna henni til að mynda litlar þakkir, samanber 130 íbúðir sem þeir sitja uppi með. Ég hefði vel geta sætt mig við jaxl eins og Össur sem getur tekið á málunum og þolir að fá vindinn í fangið.
Því miður held ég að það sé rétt sem Geir sagði og Ingibjörg staðfesti. Samfylkingin var farin úr þessu samstarfi fyrir nokkru síðan og Ingibjörg hélt þeim inn í stjórninni með handafli. Þegar hennar naut ekki við voru með á baktjaldamakk og líklegast án hennar vitundar.
Vilberg Tryggvason, 27.1.2009 kl. 09:46
Það skiptir engu máli hvernig þessi ríkistjórn sprakk . Það sem skiptir mál er að koma þessum frjálshyggjuöflum í langt frí . Sjálfstæðisflokkurinn hefur keyrt þessa þjóð í gjaldþrot . Þeir hafa verið með Forsætisráðuneytið , Dómsmálaráðuneytið og Fjármálaráðuneytið , sem eru valdamestu ráðuneyti landsins í 17 ár. Og það komið nó .
Vigfús Davíðsson, 27.1.2009 kl. 10:56
Ég er sammála því að það er óþarfi að leggjast í djúpar pælingar varðandi það hvað varð stjórninni að falli. Eru ekki allar þessar skýringar hvort sem er búnar til eftirá? Er ekki skýringin einfaldlega sú að stjórnin gat ekki setið lengur í óþökk fólksins í landinu? Ég held að flestir Samfylkingarmenn hafi verið búnir að átta sig á því. Þessu varð einfaldlega að ljúka. Líklega eru Sjálfstæðismenn stöðuglyndari, eða með öðrum orðum enn ólæsari á stöðu mála. Ingibjörg og Björgvin lentu í því að verða andlit hrunsins, ásamt með Geir og Árna. Fólk innanlands sem utan gat auðvitað ekki sætt sig við að sjá þessi sömu andlit í björgunarliðinu. Það er bara ótrúlegt að enginn skyldi pakka saman fyrr en Björgvin tók af skarið, nema reyndar Samfylkingarkonan í stjórn Seðlabankans, sem sagði af sér svo sem strax. Þá var ég viss um að margir fleiri myndu fylgja í kjölfarið. Ég vil samt undirstrika að krafan um að fólk víki við þessar aðstæður þarf ekki endilega að hafa neitt að gera með ábyrgð viðkomandi á því sem gerðist. Þannig finnst mér t.d. gjörsamlega fáránlegt að setja Geir á einhvern topp20lista yfir helstu orsakavalda. Nei, þetta fólk var bara þarna, hvort sem það átti meiri eða minni þátt í hruninu. Þess vegna varð það að víkja! Ábyrgðin var miklu frekar hjá fyrri ríkisstjórnum, en þær voru hættar hvort sem var og því ekki hægt að láta þær hætta aftur.
Stefán Gíslason, 27.1.2009 kl. 11:37
Eintómar eftirá skýringar. Samfylking er jafn óstjórntæk og íhaldið. Það er bara ekkert annað í boði, það verður að mynda stjórn. Vonandi eru amk 3 af flokkunum í Samfylkingunni með svona í upphafi og svo sjáum við til með úthaldið hjá þeim. Varðandi ástandið í borginni þá breyttist það þegar samvinnumaðurinn Óskar Bergsson komst til áhrifa í borginni en ekki við einhver sinnaskipti hjá krötum og kommum. Þetta er bara enn ein eftirá skýringin og tilraun til að skreyta sig með annarra manna fjöðrum.
G. Valdimar Valdemarsson, 27.1.2009 kl. 12:05
Ég vil láta skoða hvaða menn drógu lappirnar og þvældust fyrir þeirri aðgerðaráætlun sem lá fyrir í haust, en var ekki framkvæmd vegna fyrirstöðu Sjálfstæðisflokksins. þetta er að mínu mati landráð í ljósi ástands landsins og þjóðarinnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.1.2009 kl. 12:55
Nú getur Samfylkingin sýnt hvað í þessum flokki býr. Loksins laus við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrr hefði mátt vera!
Úrsúla Jünemann, 27.1.2009 kl. 14:22
Þetta verður allt betra, nú þegar Flugfreyjan tekur við, enda frábær undirbúningur í efnahagsstjórnun.
Haraldur Baldursson, 27.1.2009 kl. 16:05
Gott Dofri, að meðlimir og fulltruar SF trúi ennþá á SF
Við hin bara höldum áfram að mótmæla, og bíðum að þetta samstarf springi.
Því það er engin breyting sem verður, fyren ALLT gamla stórnmálaliðið er burt !
Er virkilega fólk til enn sem trúir á flokkapólitíkina ?
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 17:23
Athugasem # 8
Væntanlega á Haraldur við að Jóhanna ráðherra hafi á sínum yngri árum unnið sem flugfreyja. Er það ekki heiðarlegt og gott starf Áður hafði hún lokið námi fra VR.
Síðan hefur Jóhanna setið óslitið á alþingi frá árinu 1979 og gengt ráðherrastörfum í ein 7-8 ár .Og nýtur þess heiðurs að vera útvalin sem sá ráðherra sem þjóðin ber mest traust til- og það yfirgnævandi umfram aðra ráðherra.
Þeir voru úti í hinum stóra heimi voru að skipa Geir H. Haadre í 20 . sæti af orsakavöldum efnahagshruni heimsins-ekki eftirsóknarverður titill.
Geir hefur verið ráðherra efnahagsmála bæði forsætis og fjármála í 17 ár- hann er hagfræðingur með sérnám frá BNA. Hann setti allt á hausinn hér og í 20 sæti á heimsvísu í hruni.
Og nú stefnir allt í að Jóhanna Sigurðardóttir taki að sér að færa efnahagsmálin til endurreisnar á Íslandi. Þetta var góð ábending hjá þér , Haraldur.
Sævar Helgason, 27.1.2009 kl. 17:24
Þær raddir hafa heyrst að Ingibjörg hefði ekki getað hugsað sér að Þorgerður Katrín tæki fyrst kvenna við embætti forsætisráðherra. „Það er ósanngjarnt og ósæmilegt að stilla málum upp með þeim hætti,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Af hverju hefði ég átt að líta á það sem sérstakt verkefni mitt að láta konu úr Sjálfstæðisflokknum verða fyrsta til að taka við þessu embætti þegar annar möguleiki var í boði. "
"Því voru sett skilyrði fyrir áframhaldandi samstarfi og eitt þeirra skilyrða var að sá sem leiddi ríkisstjórnina væri hvorki sjúklingur eða í formannsslag. Þessu gat Sjálfstæðisflokkurinn ekki unað og sýndi með því að hann tekur sjálfan sig sem valdastofnun fram yfir þjóðarhag " Dofri
hahaha, það er bara makalaust hvað þú ert mikil moppa fyrir þennann flokk dofri, hefur litið út eins og fáráðlingur á þessari síðu síðustu 2 ár þegar þú hefur verið að reyna ropa útúr þér afsökunum afhverju eitt stærsta kosningaloforð síðustu ára hefur veri svikiði í sífellu, Fagra íslands, sem hvergi bólar á. Og núna á koma þessu yfir á sjallanna. Er ekki nokkuð ljóst að þetta snerist allt um völd hjá ykkur, og greinilegt á ingibjörgu þá snérist þetta að miklu leiti til að þið fengjuð að vera fyrst með konu í þetta embætti. Ég stórefa að ef þessu dæmi væri snúið við, þ.e að sjallar hefðu sett fram þá kröfu að fá utanríkisráðherrannn líka og samfó ekki geta samþykkt það þá væri samfylkingin "valdasjúk stofnun", nei samfó átti enga réttamæt rök á þessari kröfu, aðra en það að vera valdasjúk stofnun, búin að vera 2 ár í ríkisstjórn og niðurstaðann hörmuleg, VÆGAST sagt, en þetta er kannski svosem ágætt, þið náið núna að koma ykkur niður í svona 15% fyrir næstu kosningar, varaformaðurinn farinn í fýlu afþví að enn og aftur átti að ganga framhjá honum, Ingibjörg, sem hefur talað um veikindi hjá Geir sem þröskuld í áframhaldandi stjórnarsamstarfi ætlar enn og aftur að vera þarna og gera jafnmikið og hún hefur gert á þessum 2 árum, þ.e ekki neitt. En annars verður gaman að fá aftur mótmælin, því engin er endurnýjunin í þessu nýjasta rugli samfylkingarinnar. Þið eruð fyrir löngu búin að sýna það og sanna að þið eruð óhæf, hafi hvort getu né burði í þetta verkefni og ættuð að sjá sóma ykkar í að fara gera eitthvað allt annað en að tengja ykkur stjórnmálum.
Steini (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 08:01
Ég kaus Samfylkinguna síðast.
Það er stórkostleg einföldun að segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafa dregið lappirnar einan. Samfylkingin gerði lítið sjálf á meðan hún virtist fara með Sollu í heilu lagi í aðgerðirnar sem hún þurfti að gangast undir.
Báðir flokkarnir voru óstjórntækir vegna þróttleysis og heilsubrests foringjanna og þeirrar döpru staðreyndar að foringjarnir réðu öllu einir en gerðu ekkert. Það tók heila búsáhaldabyltingu að koma þeim í skilning um hlutina, ekki þáðu þeir mikil ráð frá samverkafólki sínu.
Haukur Nikulásson, 28.1.2009 kl. 08:06
Steini er með netfangið prinsinn@isl.is (IP-tala: 217.28.177.57) ef einhver vill taka að sér að rífast við hann á þessum nótum (t.d. undir nafnleysi)
Dofri Hermannsson, 28.1.2009 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.