Kom eitthvað annað til greina?!!

Verkefnin framundan eru svo mörg og svo stór að það hvarflaði nú aldrei að mér annað en að þingið þyrfti að starfa í sumar. Ég get nefnt tvö mál í tengslum við ný atvinnutækifæri sem ég tel afar brýnt að verði komið í gang eins fljótt og hægt er.

  1. Skattaafsláttur til einstaklinga og fagfjárfesta sem kaupa hlutabréf í skilgreindum sprotafyrirtækjum. Þetta getur flýtt vexti þessara fyrirtækja mjög, tryggt áframhaldandi starfsemi þeirra á Íslandi, aukið verðmætasköpun, aukið gjaldeyrisöflun og fjölgað störfum.
  2. Endurgreiðsla á hluta af rannsóknar & þróunarfé sem fyrirtæki setja í nýsköpun ýmist með beinum hætti eins og gert hefur verið í Noregi með góðum árangri eða á formi skattaafsláttar eins og gert hefur verið víða erlendis t.d. í Kanada og Frakklandi.

Norska leiðin ýtir undir nýsköpun ungra fyrirtækja en sú kanadiska/franska gerir okkur mögulegt að ná hingað stálpuðum þekkingarfyrirtækjum sem eru að fara að taka mikinn vaxtarkipp. Þótt við næðum aðeins 2-4 fyrirtækjum af þessari stærðargráðu gæti það á skömmum tíma fært okkur mörg hundruð, jafnvel nokkur þúsund ný störf.

Til að þetta verði hægt þarf að breyta lögum og það er hlutverk Alþingis. Sumarfrí er því tæplega á dagskrá á næstunni.


mbl.is Steinunn Valdís: Vill að þingið starfi í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta lýst mér vel á .. virkilega góð hugmynd.

Óskar Þorkelsson, 10.3.2009 kl. 11:44

2 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Ekki veitir nú af að vinna sumarið . . .  vetrarfrí væri nærtækara . . . svona til að halda þjóðinni frá ýktu skammdegisþunglyndi

Benedikt Sigurðarson, 10.3.2009 kl. 12:03

3 identicon

Sumarfrí er ekki inn í myndinni fái núverandi stjórnarflokkar einhverju um það ráðið eins og allir vita. Sjálfstæðismenn tóku sér haust- og vetrarfrí frá október til loka janúar og hlakka örugglega til að eiga notarlegt sumarfrí frá vori til hausts. Það á eftir að kjósa ...

Björn Valur (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 16:00

4 identicon

Sæll Dofri,

ekki er það mikill ágóði fyrir einstaklinga að fá skattafslátt fyrir að leggja peninga í Decode, Vindorkku, Mekkanó, Netverk, OZ, Stoke City, Be paid, X-18 og skjá 1 þó að CCP hafi skilað eigendum sínum arði.

Heldur þú virkilega að einstaklingar geti valið rétta fyrirtækið sem lifir af þróunnartímabil vöru þegar fagfjárfestar geta það ekki?  Í flestum vestrænum löndum er einstaklingum bannað að fara í útboð á fyrirtækjum sem flokkast sem sprotafyrirtæki. Áhættan er allt of mikill.  Það þykir gott að 1/10 fyrirtækjum lifi af. 

 Þessi hugmynd þín er ekki rétta leiðin til að koma atvinnulífinu á stað.

kv.

Jón Þór

jonthorh (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband