Fagnaðarefni

Óska Vg til hamingju með flottan lista. Svandís er heilsteypt og eldklár stjórnmálakona sem nýtur stuðnings langt út fyrir raðir flokksfélaga sinna. Það er fagnaðarefni að hún skuli hafa verið valin til forystu í því vandasama verkefni sem er framundan.


mbl.is Katrín og Svandís efstar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég get tekið undir þetta Dofri.. og vil benda á í leiðinni að samfylkingin er EKKI að standa sig í endyrnýjun í forystuliði flokksins..

Óskar Þorkelsson, 8.3.2009 kl. 10:17

2 identicon

Sammála síðustu tveimur ræðumönnum.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 10:25

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Glæsilegt!

Hlynur Hallsson, 8.3.2009 kl. 12:57

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rausnarlegt hjá þér Dofri, að gleðjast yfir því að græni liturinn skuli endanlega horfinn úr V. Hefði haldið að þér veitti ekki af stuðningi gegn iðnaðarráðherranum. Er græni liturinn kannski líka horfinn úr þér?

Ragnhildur Kolka, 8.3.2009 kl. 14:11

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Svandís er afburða stjórnmálamaður sem hefur þegar sannað hvað í henni býr í borgarstjórn Reykjavíkur.

Hins vegar erum við sem fylgst höfum með störfum Kolbrúnar Halldórsdóttur nokkuð uggandi um hag hennar. Getur verið að hún hafi bókstaflega „gleymst“? Kolbrún hefur verið mikil baráttukona fyrir bæði mannréttindum og náttúruvernd. Hún hefur látið stundarhagsmuni lönd og leið til að tryggja framgang hvorutveggja. Og hún vill ekki gefa neina afslætti að veita álhagsmunum meiri áhrif í íslenskt þjóðlíf.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.3.2009 kl. 18:51

6 identicon

Þakka hlýleg orð og góðar kveðjur. Og þér sérstaklega Dofri fyrir samstarf og eindrægni í okkar grænu áherslum í borgarstjórn Reykjavíkur, öllum stuttu og löngu fundunum um Bitru og örlög þess svæðis, um Helguvík (allar ábendingarnar sem gögnuðust sannarlega í slagnum), spjall um forgangsröðun í stjórnmálum, um stóru verkefnin og framtíðina, um loftslag, hjólreiðar og hugmyndafræði sjálfbærri þróunar og framtíð fyrir börnin öll á forsendum hennar. Takk líka fyrir að gera mig að hagyrðingi  - en svo langt hélt ég aldrei að ég kæmist og það í Breiðfirðingabúð. Verðum samferða áfram í pólitík sama hvernig allt veltist og fer - um grænu grundvallaratriðin.

Svandís Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 23:12

7 Smámynd: Liberal

Já, ef það er eitthvað sem pólitíkin þarf í dag þá er það miðaldra bitrar rauðsokkur sem stekkur aldrei bros á vör. Bravó.

Hefur einhver spurt Svandísi út í það hvernig stóð á því að hún sendi viðskiptavinum OR reikning fyrir lögfræðikostnaði hennar sjálfrar þegar hún hafði sölsað til sín völdin í kjölfar REI málsins? Því hún jú mótmælti harðlega (í minnihlutanum) og ákvað að fara prívat og persónulega í mál við OR... náði svo völdum og þá þurfti allt í einu að "róa umræðuna" og féll frá málssókn enda vitað mál að hún átti ekki séns að vinna málið.... en eftir stóð reikningur lögfræðingsins.... sem hún sendi beint á OR, og lét þannig viðskiptavini fyrirtækisins borga fyrir sitt eigið upphlaup. Hefur ekki farið mikið fyrir þessu.

Annars er það nú þannig í komandi kosningum að fólki stendur til boða annars vegar frelsi og haftaleysi með atkvæði greiddu Sjálfstæðisflokki, og hins vegar boð og bönn og haftastefnu í boði Samfylkingar og VG. Við sjáum það strax hvernig útsendarar myrkraafla núverandi ríkisstjórnarflokka boða hér gríðarlegar skattahækkanir (og vilja þar með ekki hrófla við gríðarstórri yfirbyggingu hins opinbera) og stóraukin inngrip ríkisvaldsins í daglegt líf borgaranna.

Fólk er óðum að átta sig á því að ástandið hér á landi er í engu frábrugðið því sem gerist í löndunum í kringum okkur og það er langsótt að kenna Sjálfstæðisflokki um efnahagshrun í Bretlandi.

Atkvæði greitt VG eða Samfylkingunni í vor er atkvæði greitt gríðarlegri afturför og einangrun landsins á alþjóðavettvangi. Bitrar miðaldra rauðsokkur eru ekki þeir aðilar sem sigla okkur út úr kreppunni.

Liberal, 9.3.2009 kl. 08:03

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Óttalegt svartaraus er þetta hjá huldumanninum „Liberal“.

Sú var tíðin að Sjállfstæðisflokkurinn taldi þjóðinni trú um að allt færi fjandans til ef fólkið gleymdi að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þeir auglýstu þvert yfir götur með flennnistórum kosningaborðum út um alla Reykjavík: „Vörn gegn glundroða X-D“. Nú er eins og Kölski sjálfur hafi hitt ömmu sína enda hefur einginn stjórnmálaflokkur jafnskítugar hendur en Sjálfstæðisflokkurinn vegna þeirra óhugnanlegu spillingar sem nú er óðum að koma í ljós.

Viðtal Egils Helgasonar við Evu Joly í gær ætti að vera skylduáhorf allra Íslendinga um þessar mundir. Þar kemur fram ábendingar um hvað er í vændum þegar næsti fundur stórveldanna verður í byrjun apríl. Þar verður reynt að krafsa í bakkana, settar nýjar alþjóðlegar reglur um efnahagsmál sem væntanlega verða til að breiða yfir ýmsar „skyssur“ og hvernig unnt verði að demba öllum kostnaði á almúgann sem nú þegar er skattpíndur nóg.

Huldumaðurinn „Liberal“ mætti líta betur í eiginn barm og leggja meira af mörkum til að taka meiri þátt í að reka þjóðfélagið. Þessir íhaldsmenn eru því miður allt of uppteknir að hrifsa til sín allt fémætt með blóðugum krumlunum en skilja þjóðina eftir með skuldirnar og vandræðin.

Atkvæði greitt VG eða Samfylkingunni í vor er trygging fyrir því að við komum lögum yfir þessa herramenn sem skilið hafa okkur eftir með öll þau vandræði sem græðgisvæðingin bauð okkur upp á.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.3.2009 kl. 11:25

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Aðeins meira um þennan huldumann „Liberal“:

Á bloggsíðu hans kynnir hann sig: „Liberal er talsmaður einstaklingsfrelsis, afnámi hafta, og lágmörkunar ríkisafskipta. Liberal er talsmaður skynsemi og frjálslyndis.“

Eitthvað virðist hann vera á báðum áttum um þetta frjálsræði og skynsemi sína því færslur hans eru því miður þannig eðlis að þær benda til höfundar sem haldinn er afarmikilli þröngsýni, ótrúlegum hroka og mannfyrirlitningu.

Síðustu færslurnar eru frá Gamlársdag og þar eys hann úr skálum fyrirlitningar sínar á samborgara sína:

1. dæmi:

„Bara svo það sé alveg á kristaltæru, þá er þetta pakk sem djöflast í mótmælum ekki fulltrúar þjóðarinnar, þessi skríll talar ekki fyrir munn þjóðarinnar, og þetta lið endurspeglar ekki hug þjóðarinnar“.

2. dæmi:

„Skríllinn skríður úr holum sínum 31.12.2008 | 14:11

Þetta mótmælendapakk ætlar ekki að láta segjast, hér er þörf á dugnaði og elju, ekki nöldri og upphrópunum. Reyndar hefur þessi hópur þynnst verulega og eftir standa athyglissjúkir aumingjar sem hafa aldrei unnið handtak á ævinni en telja sig engu að síður þess umkomna að segja heilli þjóð hvernig hún á að standa og sitja.“

3. dæmi:

„Skólakrakkahálfvitar  18.12.2008 | 10:57

Vá hvað ég skammast mín fyrir samlanda mína sem hegða sér svona. Smákrakkarumpulýður, góðæriskommar sem eru álíka skynsamir og blómkálshaus. Í gær henti ein mannvitsbrekkan snjóbolta í einn útrásarvíkinginn. Fannst það svakalega "frelsandi". Það er sem sagt orðið frelsandi og þerapjútískt í huga þessara örvita að beita ofbeldi og framfylgja þannig úrskurðum dómstóls götunnar. Það er ótrúlegt hvað þessir hálfvitar, þessir aumingjar, fá að vaða uppi í fjölmiðlum - snillingar eins og Egill Helgason (Norðurlandameistari í lýðskrumi með frjálsri aðferð) fá að vaða uppi, gubbandi út úr sér ruglinu og vitleysunni. Slúðrandi eins og versta saumaklúbbskelling.“

Þessi þrjú dæmi verða að duga, fleiri bitastæð er þar að finna, sjá: http://liberal.blog.is/

Dæmin bera öll með sér að bloggarinn „Liberal“ er mjög andfélagslyndur. Hann velur þá aðferð undir dulnefni að úthúða virta borgara samfélagsins á borð við Egil Helgason sem er einn af okkar allra bestu fjölmiðlamönnum.

Svona huglitlir karlar sem ekki vilja birta skoðanir sínar undir réttu nafni eru því miður allt of margir. Þeir kunna að vera varhugaverðustu einstaklingar sem geta valdið jafnmiklu tjóni og undirróðursmenn hættulegra öfgahópa á borð við nasistaflokka. Svona starfsemi þarf að uppræta enda er hún bæði mjög gróf misnotkun á tjáningar- og skoðanafrelsinu sem og gróf árás á heilbrigð eðlilegt samfélag.

Morgunblaðið á sérstakar þakkir skildar fyrir að opna þennan möguleika til frjálsrar skoðanamyndunar á Íslandi í formi bloggsins. Greinilegt er að sú stefna að koma í veg fyrir að Morgunblaðið gæti orðið ábyrgt fyrir því sem birtist í þessum fjölmiðli hefur ekki alveg virkað algjörlega meðan enn er opið fyrir þessa ritsóða að koma andfélagslegum og skrýtnum skoðunum sínum á framfæri.

Á þessu þarf að taka. Allir verða að bera ábyrgð á því sem þeir rita og kann að varða við lög.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.3.2009 kl. 11:52

10 Smámynd: Liberal

Takk fyrir að benda á bloggið mitt, Mosi. Það er nú leiðinlegt að fólk skuli ekki hafa "réttar" skoðanir að þínu mati og eflaust værir þú til í senda mig í "endurmenntun" á la Kína. Fólk eins og þú, þú veist hvað ég á við, á sér þá ósk heitasta að banna aðrar skoðanir en þær sem það sjálft hefur.

"....hefur ekki alveg virkað algjörlega meðan enn er opið fyrir þessa ritsóða að koma andfélagslegum og skrýtnum skoðunum sínum á framfæri." Já, það er skelfilegt að fólk geti komið skoðunum á framfæri sem þú, Mosi, ert ósáttur við. Sveiattan.

En takk fyrir að birta brot af því besta af mínum skrifum, því fleiri sem sjá þau því betra.

Liberal, 9.3.2009 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband