Athyglisvert

Þessi frétt segir auðvitað ekki mikið en allar hugmyndir sem hjálpa fólki að komast í gegnum þessa erfiðleika eru allrar athygli verðar.

Ég hef verið á þeirri skoðun að bankarnir/ríkið ætti að taka þessi erlendu lán í skjól í sérstökum sjóði, t.d. með láni sem væri á gjalddaga eftir 5 ár. Þá mætti lækka afborganir fólks á meðan krónan er svona lág en auka þær svo aftur þegar krónan hækkar.

Þannig gæti fólk verið að greiða svipaða upphæð allan tímann og gæti svo á einhverjum tímapunkti, þegar gengið er hagstæðara, skipt láninu yfir í íslenskar krónur ef það er hagstæðara.


mbl.is Ný lausn erlendra lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samkvæmt alþjóðalögum, getum við nóminerað allar erlendar skuldir í íslenskum krónum og leyft svo verðbólgunni að éta upp lánin. Michael Hudson hagfræðingur hefur bent á þetta og að mig minnir Gunnar Tómasson. Kynntu þér þessa menn.  (þetta er ekki íhnýting, heldur vinsamlegt innlegg. Tek því fram)

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 20:00

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mig langar að benda á tillögur mínar frá því: 

28. september  Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum

6. október kl. 00:06 Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning  þ.e. sett fram kvöldið áður en neyðarlögin voru sett.

9. október Tillögur talsmanns neytenda

4. nóvember Hinn almenni borgari á að blæða

21. nóember Færa þarf höfuðstól lánanna niður

6. desember Það er verðbólgan að baki sem er mesta vandamálið

Ég gæti svo sem sett inn fleiri færslur, en það breytir ekki þeirri staðreynd að ekkert hefur veri gert ennþá þrátt fyrir búið sé að benda á leiðir af mér og talsmanni neytenda frá því september/október.

Marinó G. Njálsson, 8.3.2009 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband