Röng leið

Til umræðu var líka sú leið - og hún finnst mér mun snjallari - að leyfa fólki að taka lán á lágum vöxtum hjá þeim aðila sem sér um sparnaðinn með veði í sparnaðinum sjálfum. Þetta hefur Allianz boðið sínum viðskiptavinum og skortir aðeins heimild til þess með breytingum á þessum lögum.

Með því móti getur fólk fengið mun hærri upphæð í hendur strax því ekki þarf að greiða skatt af láninu, fólk á sparnaðinn sinn áfram og getur þá tekið hann út í fyllingu tímans eins og stefnt var að.

Það hefði verið mun heppilegri leið.


mbl.is Frumvarp um skyldusparnað samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hjálpar ekki fólki í greiðsluerfiðleikum að fá fleiri lán og hærri afborganir.  Þetta hjálpar því fólki sem er nánast að ná að standa í skilum.

Jóhann (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 16:37

2 identicon

Ég er alveg sammála þér Dofri og ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin samþykkti ekki þessa tillögu Allianz við frumvarpið er einföld: Ríkisstjórnin er að hugsa fyrst og fremst um skatttekjurnar sem þeir hafa af þessu en ef þessi leið væri farin fengi ríkið ekki þessa peninga strax.

Axel (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 19:29

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Við skulum endilega líta á björtu hliðarnar Axel, það er svo miklu hollara. Þú ert kannski ekki búin að heyra um 25% hækkun á vaxtabótunum. Mér finnst þessi hugmynd snjöll Dofri og er þetta ekki bara handan við hornið eins og svo margt annað þegar Íhaldið er komið í frí, sem vonandi verður langt og gott.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.3.2009 kl. 23:52

4 identicon

Það er úrelt leið að ætla láta fólk taka fleiri lán.  Skynsamlegast er að taka út sparnaðinn, borga þessi lán sem almenningur er með nuna. Og einfaldlega hætta að taka lán. Hjálpa fólki að vera skynsamt í fjármálum. Enda sést best á því hvernig Ísland er í Dag! Það er til líf án lána Dofri!Spurning um að fara setja það sem stefnu að kenna fólki hvernig á að höndla fjármál almennilega. Það er að segja ef þið kunnið það sjálf!

Óskar (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband