Fast skotið á ættarlaukinn

Kristján skýtur föstum skotum á ættarlauk Engeyjarættarinnar og segist aldrei hafa fengið pólitískan frama eða völd á silfurfati. Það er auðvitað rétt af honum að undirstrika þennan mun sem er á þeim tveimur honum og Bjarna Ben.

Heyrði um daginn tvö slagorð sem gárungar voru búnir að búa til fyrir Bjarna;

  • Bjarni Ben - góð gen!
  • N1 í boði Engeyjarættarinnar

Það verður gaman að heyra hvort einhver slagorð fara á flug f.h. Kristjáns - það má ekki skilja útundan.


mbl.is Kristján Þór í formannskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Miskunnsami Samherjinn var einhversstaðar nefndur . . . rétt áðan . . .

Benedikt Sigurðarson, 22.3.2009 kl. 20:42

2 Smámynd: Jónas Egilsson

Það er þó boðið upp á kosningar um formann.

Einn var klappaðurinn inn í dag, með rússneskri kosningu. Annar er fenginn í djobbið tímabundið - á meðan er verið að leita að öðrum yngri!

Jónas Egilsson, 22.3.2009 kl. 22:10

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Dofri. Nú veit ég ekki hvorn þú styður Kristján eða Bjarna, en þú verður búinn að taka ákvörðun á landsfundinum í næstu viku. Ég þekki ekki Hermann, en ef þú værir að bjóða þig einhversstaðar fram þá skipti mig það engu máli. Tæki ákvörðun út frá því sem þú hefur fram að færa. Einn góður vinur minn, fyrrum einn af forystumönnum í Samfylkingunni komst að því að ég hafði kennt Bjarna. "Hann myndi sóma sér vel í Samfylkingunni, málefnalegur".

"Held að hann passi vel inn í pólitík framtíðarinnar, þar sem málefnin eru sett ofar flokkapólitík. "

Dofri ef þú kemur fram með skoðanir, eða málefni sem mér finnst verðug að styðja, spyr ég ekki í hvða fokki þú sért, eða hverra manna þú ert!

Sigurður Þorsteinsson, 22.3.2009 kl. 22:57

4 identicon

Eitt sinn var Kjúlli með slagorðið: -Ekkert slór í kringum Kristján Þór- Hætti með það þegar einn sjóarinn breytti ó-i í o !

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband