Meiðyrðamál?!!

Var ekki Davíð heilinn á bak við íslenska efnahagsundrið? Á bak við mestu kaupmáttaraukningu sem sögur fara af? Var einhver betur fallinn til að skilja til fullnustu, smyrja og viðhalda hinu flókna gangverki hins vandlega úthugsaða íslenska efnahagsundrakerfis?
mbl.is Segir Davíð hafa skort sérfræðiþekkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Auðvitað ekki, hún veit bara ekki hvar Davíð keypti ölið, konan.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2009 kl. 22:54

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Jú jú Dofri og svo voru það þau Björgvin, Solla og Geir sem voru lykilli að íslenska efnahagshruninu.

Guðmundur Jónsson, 9.8.2009 kl. 23:21

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er orðin ansi ÞREYTT á endalausu "davíðsumræðu" í þessu annars indæla þjóðfélagi!

Sá um leið að röksemdir þessa manns héldu ekki vatni, en hann náði að "sjarmera yfir helming" þjóðarinnar í 18 ár! N'U ER N'OG KOMIÐ!

Hættum að gefa kkur að þessi do sé "GUÐ" og segjum sem svo..."Davíð Oddson er manneskja"?  Manneskjur gera mistök...og sérstaklega ef þeir eru of lengi við völd!

Þannig er saga mannkyns...hví skildi hún vera öðruvísi á Íslandi?

DO ber mestu ábyrgð á "íslenska efnahagsundrinu", þannig er það bara!

Ekki alveg alla ábyrgð, en lang mesta og hann var glaður (og xD) þangað til 6. okt 2008!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.8.2009 kl. 00:04

4 identicon

Þetta er vissulega góður rökstuðningur Anna, að segja að DO beri ábyrgð á efnahagshruninu, og "þannig sé það bara". Oft hefur maður heyrt slappan rökstuðning, en þessi er nú eitthvað það slappasta. Þetta er svona "að fara út með ruslið málflutningur".

Annars vegar þarf fólk að tala um það sem gerðist, og svo hins vegar þau viðbrögð þegar í ljós kom hvað var í gangi.

Það sem gerðist var að ákveðnir aðilar nýttu sér ástandið að  geta verið beggja megin borðs þ.e. annars vegar stjórnað lánastofnunum og stýrt því hverjir keyptu hlutabréf í ákveðnum fyrirtækjum og hverjir fengju lánað og á hvaða kjörum, og svo verið hins vegar verið hinu megin við borðið og fengið ódýr lán með litlum sem engum kröfum um að leggja fram veð eða tryggingar á móti lánum af því þessir aðilar voru í raun að lána sjálfum sér. Þetta ástand var að eiga sér stað að miklu leyti árin 2005-2008. Þar ber ríkisstjórn og eftirlitsstofnanir ábyrgð. Þar voru t.d. viðskiptaráðherrar við völd sem fengu ekki einu sinni að vita um vonlausa stöðu bankanna. Formaður viðskiptaráðherrans hélt því bara leyndu fyrir honum hvað væri í gangi. Þeir sem síðan reyndu að malda eitthvað í móinn, og sækja þá sem mest höfðu sig í frammi í þessu svindli öllu saman, voru bara baulaðir út í horn, mest af fjölmiðlum þeirra sem voru að svindla hvað mest. Þannig var það bara eins og Anna myndi segja.

Viðbrögðin við þessu þegar upp komst er svo allt annar handleggur. Síðan þetta komst upp hafa setið þrjár ríkisstjórnir. Ein sem sat bæði fyrir og eftir hrunið. Hún brást að miklu leyti. Fékk reyndar ekki mikið ráðrúm, þar sem fólkið í landinu vildi breytingar og gerði hálfgerða uppreisn. Í kjölfarið hafa síðan setið tvær ríkisstjórnir skipaðar sömu flokkum og sama fólki. þessar stjórnir hafa haft góðan tíma til að bregðast við ástandinu og þeim afleiðingum sem áttu sér stað á síðasta ári.

Lítið hefur gerst. Enn hafa ekki verið birtar nokkrar ákærur gegn nokkrum af þeim sem almenningur telur að hafi átt sök á þessu hruni. Reyndar er ríkið búið að manna fyrirtæki og skilanefndir nokkrum af þeim mönnum sem eru taldir hafa átt stóran þátt í hruninu. Það þykir mörgum skrýtið. 

Eitt helsta markmið minnihlutastjórnarinnar og þeirrar sem nú situr var að koma seðlabankastjóranum DO frá völdum, svo hægt væri að lækka vexti og ná niður gengi erlendra gjaldmiðla. Reyndin hefur orðið önnur. Í morgun var tilkynnt að áfram yrði sama vaxtaprósenta fram á næsta ár hið minnsta, tveggja stafa tala. Einnig hefur gengið erlendra gjaldmiðla reynst hærra nær daglega síðan DO var komið frá völdum. Ekki hefur nú sá gjörningur hjálpað heimilum í landinu. Þvert á móti hafa kjör þeirra sem verst mega sín, s.s. aldraðra og öryrkja versnað dag frá degi. Atvinnuleysi eykst með hverri vikunni og almennt er fólk orðið svo svartsýnt á ástandið að það er búist við fólksflótta í miklu mæli frá landinu á næstu mánuðum.

Forsætisráðherra og Utanríkisráðherra sögðu að forsenda uppbyggingar væru aðildarviðræður við ESB. Aðildarviðræður eru hafnar. Ekki sýnist neinum að nein uppbygging hafi átt sér stað í kjölfarið. Icesave málið situr pikkfast. Einhverjir héldu að þessi aðildarumsókn myndi liðka fyrir því máli, en svo er ekki.

Að þessu gefnu sést að sú ríkisstjórn sem nú situr hefur varla náð að efna nokkurn skapaðan hlut af því sem hún lagði upp með, nema kannski að bola DO frá völdum, sem þó er líklega hlutur sem hefur lítil áhrif þegar upp er staðið. Öllum erfiðu málunum er ýtt á undan sér, s.s. að birta efnahagsreikning bankanna, nýja stöðu lífeyrissjóðanna (sem er hrikaleg) og blóðugan niðurskurð í þeim málaflokkum sem þessir flokkar hafa gefið sig út fyrir að standa á bakvið.

Þegar kemur að því að kljást við þau mál sem ríkisstjórnin hefur ýtt á undan sér svo mánuðum skiptir, því einhvern tíma kemur að því, þá er líklegt að mikil óánægja verði meðal fólksins í landinu, og hefur hún þó farið hratt vaxandi síðustu daga og vikur.

Blákalt mat er að það verði hálfgert styrjaldarástand í vetur sem ríkisstjórnin muni ekki á nokkurn hátt ráða við. Ríkisstjórninni tókst að flæma Davíð Oddssyni úr Seðlabankanum, en það er líka það eina sem þessari blessuðu ríkisstjórn virðist ætla að koma í verk.

joi (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 13:29

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

"joi" þetta er ekki rökstuðningur, heldur almenn skynsemi (common sense).

Ég læt nefnd 3 manna nefnd Páls um rökstuðning 1. nóv.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.8.2009 kl. 14:16

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Auðvitað er Íhaldið ekki glatt þegar minnst er á þeirra "mikla" foringja. Auðvitað voru fleiri með í dæminu því það tók áratugi að koma öllum efnamannaklíkunum á koppinn. Það er samt einu sinni svo að ef Davíð datt eitthvað í hug, þá var það gert hvað sem tautaði og raulaði. Eftir að hann lagði Þjóðhagsstofnun niður, þá fór kjarkurinn úr þeim fáu forystumönnum eftirlitsstofnana sem hann höfðu, sem ella hefðu getað gert eitthvað. Að Ólafur Ragnar Grímsson forseti skyldi neita að undirrita fjölmiðlalögin, sælla minninga, er í mínum huga með því besta sem núverandi forseti vor hefur gert og hefur hann þó margt gott gert á sínum embættisferli.

joi Hvað varðar verkefni ríkisstjórnarinnar þá er af nógu að taka, Það sem þú heldur fram hvað það varðar er bara rakalaus þvættingur og það veist þú vel eins og svo margir aðrir sem skrifa með svipuðum hætti.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.8.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband