Ferð Græna netsins um Reykjanes á morgun

seltúnVil benda á ferð Græna netsins um Reykjanes á morgun. Sérstök áhersla verður lögð á að skoða möguleika svæðisins sem útivistar- og ferðaþjónustusvæðis annars vegar og sem svæði fyrir orkuvinnslu og línulagnir hins vegar.

Farið verður á Seltúnssvæðið í Krýsuvík og að Trölladyngju. Gert er gert ráð fyrir nokkurri göngu á áfangastöðum, og þurfa ferðamenn að vera sæmilega búnir og taka með sér nesti. Leiðsögumenn verða Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri Landsverndar og Reynir Ingibjartsson, stjórnarmaður í Reykjanesfólkvangi.

Þeir sem vilja slást í för eru beðnir að tilkynna það í netfangið sas@vortex.is.

Allar nánari upplýsingar má fá í síma 861 2135 (Sigurður) eða 822 4504 (Dofri).

Ferðin á Reykjanesskaga er hin fyrsta af svonefndum vettvangsferðum sem Græna netið hyggst gangast fyrir í vetur á náttúrusvæði og í ýmsar stofnanir sem tengjast umhverfismálum.

HÉR er lýsing á fyrirhugaðri línulögn vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ae ae, thví midur missi ég af thessu, er ekki komin til landsins enthá. Endilega láttu vita um naestu ferdir á blogginu thínu líka!

Petra Mazetti (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 19:31

2 Smámynd: Sævar Helgason

Veðurútlitið fyrir morgundaginn er mjög gott fyrir það svæði sem áætlað er að fara um.

Veðurvefur Veðurstofunnar upplýsir: 

Hæg norðaustan 5-7 m/sek ,heiðskírt og frost um -4 -5 °C 

Sem sagt hið besta útivistarveður  í aðdraganda jólaaðventu.

Nú er bara að fjölmenna á þessi orkusvæði og náttúru magnþrungnu. 

Sævar Helgason, 23.11.2007 kl. 20:18

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Því miður verð ég upptekinn við pílukastkeppni í KR-heimlinu á morgun.  Reykjanes er eitt af mínum uppáhaldsgöngusvæðum á landinu. 

Óskar Þorkelsson, 23.11.2007 kl. 21:21

4 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Flott framtak! Hef því miður ekki tök á að koma með í ferðina að þessu sinni. 

Valgerður Halldórsdóttir, 23.11.2007 kl. 21:50

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það vantar brottfarartíma og nú er orðið of seint að hringja ... kanna málið í fyrramálið. Sérlega góð hugmynd!

Gunnlaugur B Ólafsson, 23.11.2007 kl. 23:19

6 identicon

Þetta er afleitt, Vigdísarvellir eru einn af mínum uppáhaldsstöðum á landinu, gisti þar eina nótt í sumar (eða fyrrasumar) í tjaldi, það var magnað, engir aðrir og algjör þögn (fyrir utan smá jarm).  Um nóttina rann þoka niður hlíðarnar og ég hljóp inn í tjald og kúrði mig bak við konuna og var ekki frá því að ýmisir svipir væru á ferli fyrir utan.

Þessi lína ætti bara að liggja meðfram reykjanesbrautinni (og þá í jörðu) ef hún þarf endilega að koma - mín vegna mætti þessi orkugjöf til erlendra auðhringja detta uppfyrir sig.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 09:09

7 Smámynd: Júlíus Valsson

Ég hélt að þetta svæði væri friðað?

Júlíus Valsson, 24.11.2007 kl. 10:46

8 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég vona að Guðrún Gísladóttir prófessor í landfræði verði með ykkur í för. Hún skrifaði doktorsritgerðina sína um Reykjanesfólkvang.

Góða ferð.

Anna Karlsdóttir, 24.11.2007 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband